Umfjöllun: ÍR - Fram 23-34 | Fram fór þægilega áfram í undanúrslit Hjörvar Ólafsson skrifar 15. febrúar 2023 19:36 Lárus Helgi varði frábærlega í marki Fram. Vísir/Hulda Margrét Það var í raun ljóst frá upphafi hvoru megin sigurinn mynda enda en gestirnir tóku strax frumkvæðið í leiknum og byggðu upp sex marka forskot. Sú forysta jókst eftir því sem leið á leikinn og niðurstaðan 11 marka sigur Fram sem er þar af leiðandi komið í undarúrslit keppninnar. Lárus Helgi Ólafsson var frábær í markinu hjá Fram en hann varði 19 skot í leiknum, þar af eitt vítakast og var með 45% markvörslu. Kollegi Lárusar Helga hinum megin, Ólafur Rafn Gíslason, verður ekki sakaður um tap ÍR-inga í þessum leik en hann varði 15 skot þar af eitt vítakast. Þorvaldur Tryggvason var markahæstur hjá Fram en hann skoraði sex mörk af línunni. Þorsteinn Gauti Hjálmarsson, sem er nýkominn til baka eftir meiðsli, kom næstur með fimm mörk. Ólafur Brim Stefánsson, Luka Vukicevic og Marko Coric skoruðu svo fjögur mörk hver. Hjá ÍR var Dagur Sverrir Kristjánsson atkvæðamestur með sex mörk og Viktor Sigurðsson bætti fimm mörkum við í sarpinn. Af hverju vann Fram? Vörn Frammara var sterk og þar fyrir aftan varði Lárus Helgi mjög vel. Sóknarleikur Framliðsins var fjölbreyttur og vel útfærður og leikmenn liðsins í öllum stöðum á vellinum lögðu sitt í púkkinn. Hverjir sköruðu fram úr? Lárus Helgi var án vafa maður leiksins en hann dró tennurnar úr Breiðhyltingum með góðri markvörslu í þessum leik. Hvað gerist næst? ÍR fær KA í heimsókn í 16. umferð Olísdeildarinnar. Fram þarf hins vegar að bíða lengur eftir næsta verkefni sínu en liðið sækir Gróttu heim á Seltjarnarnesið mánudaginn 27. febrúar. Handbolti ÍR Fram
Það var í raun ljóst frá upphafi hvoru megin sigurinn mynda enda en gestirnir tóku strax frumkvæðið í leiknum og byggðu upp sex marka forskot. Sú forysta jókst eftir því sem leið á leikinn og niðurstaðan 11 marka sigur Fram sem er þar af leiðandi komið í undarúrslit keppninnar. Lárus Helgi Ólafsson var frábær í markinu hjá Fram en hann varði 19 skot í leiknum, þar af eitt vítakast og var með 45% markvörslu. Kollegi Lárusar Helga hinum megin, Ólafur Rafn Gíslason, verður ekki sakaður um tap ÍR-inga í þessum leik en hann varði 15 skot þar af eitt vítakast. Þorvaldur Tryggvason var markahæstur hjá Fram en hann skoraði sex mörk af línunni. Þorsteinn Gauti Hjálmarsson, sem er nýkominn til baka eftir meiðsli, kom næstur með fimm mörk. Ólafur Brim Stefánsson, Luka Vukicevic og Marko Coric skoruðu svo fjögur mörk hver. Hjá ÍR var Dagur Sverrir Kristjánsson atkvæðamestur með sex mörk og Viktor Sigurðsson bætti fimm mörkum við í sarpinn. Af hverju vann Fram? Vörn Frammara var sterk og þar fyrir aftan varði Lárus Helgi mjög vel. Sóknarleikur Framliðsins var fjölbreyttur og vel útfærður og leikmenn liðsins í öllum stöðum á vellinum lögðu sitt í púkkinn. Hverjir sköruðu fram úr? Lárus Helgi var án vafa maður leiksins en hann dró tennurnar úr Breiðhyltingum með góðri markvörslu í þessum leik. Hvað gerist næst? ÍR fær KA í heimsókn í 16. umferð Olísdeildarinnar. Fram þarf hins vegar að bíða lengur eftir næsta verkefni sínu en liðið sækir Gróttu heim á Seltjarnarnesið mánudaginn 27. febrúar.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti