Arsenal hefur einokað toppsætið stærsta hluta tímabilsins og er þar enn en City menn geta tekið toppsætið af Arsenal liðinu með sigri annað kvöld.
Það kemur til vegna þess að City vann sinn leik á móti Aston Villa um helgina en Arsenal missti sinn leik á móti Brentford niður í jafntefli.
Arsenal er með þremur stigum meira en City en lakari markatölu. City menn komast því upp fyrir Arsenal með sigri. Arsenal býr þó reyndar að því að eiga leik inni á móti Manchester City.
Tölfræðingarnir hjá Opta hafa uppfært sigurlíkur félaga í ensku úrvalsdeildinni eftir leiki helgarinnar.
Þar kemur fram að nú munar aðeins 0,01 prósentum á titillíkum Arsenal og Man. City fyrir stórleikinn.
Nú eru 48,90 prósent líkur á því að Arsenal vinni sinn fyrsta meistaratitil í nítján ár en 48,89 prósent líkur á því að Manchester City verði enskur meistari þriðja árið í röð.
Hér fyrir neðan má sjá líkurnar á því hvaða lið lendi í ákveðnum sætum í vor.