Hvarf sporlaust en síminn og hundataumurinn urðu eftir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. febrúar 2023 13:31 Nicola og hundurinn hennar Willow. Lögreglan í Lancashire Lögreglan í Bretlandi leitar enn lifandi ljósi að tveggja barna móður á fimmtugsaldri sem hvarf sporlaust fyrir rúmum tveimur vikum. Síðast sást til hennar þegar hún fór út að ganga með hundinn sinn við Wyre ána 27. janúar. Nicola Bulley fór á fætur þann 27. janúar eins og alla föstudagsmorgna, fór út í bíl með hundinn sinn Willow og dætur sínar tvær, sex og níu ára, og keyrði stelpurnar í skólann. Um þetta hefur verið fjallað mikið í breskum fjölmiðlum. Bulley, sem er 45 ára gömul, lagði svo bílnum sínum á bílastæði í bænum St. Michael's við Wyre ána og fór í göngutúr með Willow. Bulley sneri aldrei aftur í bílinn sinn og hefur enn ekki fundist þrátt fyrir umfangsmikla leit. Klukkan 8:43 gekk Bulley með fram ánni en annar göngumaður með hund, sem þekkir til Bulley, sá til hennar á hinum svokallaða neðri akri (e. lower field). Eftir þetta sendi hún yfirmanni sínum tölvupóst og skráði sig svo inn á vinnufund á Teams en hún starfar sem lánaráðgjafi. Kort af svæðinu sem Nicola sást síðast á.Lögreglan í Lancashire Klukkan 9:10 sá annar göngumaður með hund til hennar á efri akrinum (e. upper field). Um 25 mínútum síðar fannst síminn hennar, enn skráður inn á Teams-fundinn, á bekk við árbakkann og ólin og taumurinn af hundnum á jörðinni við hliðina á. Telja ekkert saknæmt hafa átt sér stað Lögreglumenn telja að Nicola hafi fallið í ána og rannsóknin gengur út frá því að hvarf hennar hafi ekki borið að með saknæmum hætti. Lögreglumennirnir telja ekki að hvarf hennar hafi borið að með saknæmum hætti. Þeir segjast þó opnir fyrir að skoða allt komi ný sönnunargögn fram sem benda þeim annað. Lögreglan hefur þá útilokað að Nicola hafi yfirgefið svæðið á öðrum stað og leitin einblínir nú á svæði sem leiðir að Garstang vegi í St. Michael's. Engar öryggismyndavélar ná til þess svæðis. Telja Nicolu ekki á þessum stað árinnar Kafarar hafa leitað í ánni, drónar og þyrlur leitað úr lofti og gögn úr bæði símanum hennar og snjallúri verið notuð við leitina. Þá hefur verið leitað í yfirgefnum húsum og hjólhýsum í nágrenni við ána. Björgunarsveitir við störf á Wyre ánni.Lögreglan í Lancashire Sérfræðikafarar frá Specialist Group International voru fengnir til að aðstoða við leitina og hefur stofnandi fyrirtækisins Peter Faulding, sagt að hann telji ólíklegt að Nicola hafi fallið í ána þar sem lögregla telur hana hafa gert það. „Ef Nicola væri í áni hefði ég fundið hana, ég get fullyrt það, og hún er ekki í þessum hluta árinnar,“ sagði Faulding á dögunum. Sjálfskipaðir rannsakendur til trafala Hundruð sjálfboðaliða hafa tekið þátt í leitinni en ekkert nýtt komið fram. Þessi mikli fjöldi sjálfboðaliða hefur reynst lögreglu erfiður og á fimmtudag þurfti lögregla að vísa sjálfboðaliðum á brott. Að sögn lögreglu var þar um að ræða sjálfútnefnda rannsakendur og fólk sem var að taka myndbönd af lögreglu við störf. Auk þess hafa íbúar í St. Michael's þurft að fá utanaðkomandi öryggisverði vegna fólksfjölgunarinnar. Nicola hvarf sporlaust úr göngutúr með hundinn.Lögreglan í Lancashire Í gær tilkynnti lögregla að víkka eigi út rannsóknina og hefur til skoðunar daginn fyrir hvarfið. Lögregla hefur meðal annars óskað eftir að fá myndbandsupptökur frá 26. janúar úr öryggismyndavélum í St. Michael's. Bretland England Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Nicola Bulley fór á fætur þann 27. janúar eins og alla föstudagsmorgna, fór út í bíl með hundinn sinn Willow og dætur sínar tvær, sex og níu ára, og keyrði stelpurnar í skólann. Um þetta hefur verið fjallað mikið í breskum fjölmiðlum. Bulley, sem er 45 ára gömul, lagði svo bílnum sínum á bílastæði í bænum St. Michael's við Wyre ána og fór í göngutúr með Willow. Bulley sneri aldrei aftur í bílinn sinn og hefur enn ekki fundist þrátt fyrir umfangsmikla leit. Klukkan 8:43 gekk Bulley með fram ánni en annar göngumaður með hund, sem þekkir til Bulley, sá til hennar á hinum svokallaða neðri akri (e. lower field). Eftir þetta sendi hún yfirmanni sínum tölvupóst og skráði sig svo inn á vinnufund á Teams en hún starfar sem lánaráðgjafi. Kort af svæðinu sem Nicola sást síðast á.Lögreglan í Lancashire Klukkan 9:10 sá annar göngumaður með hund til hennar á efri akrinum (e. upper field). Um 25 mínútum síðar fannst síminn hennar, enn skráður inn á Teams-fundinn, á bekk við árbakkann og ólin og taumurinn af hundnum á jörðinni við hliðina á. Telja ekkert saknæmt hafa átt sér stað Lögreglumenn telja að Nicola hafi fallið í ána og rannsóknin gengur út frá því að hvarf hennar hafi ekki borið að með saknæmum hætti. Lögreglumennirnir telja ekki að hvarf hennar hafi borið að með saknæmum hætti. Þeir segjast þó opnir fyrir að skoða allt komi ný sönnunargögn fram sem benda þeim annað. Lögreglan hefur þá útilokað að Nicola hafi yfirgefið svæðið á öðrum stað og leitin einblínir nú á svæði sem leiðir að Garstang vegi í St. Michael's. Engar öryggismyndavélar ná til þess svæðis. Telja Nicolu ekki á þessum stað árinnar Kafarar hafa leitað í ánni, drónar og þyrlur leitað úr lofti og gögn úr bæði símanum hennar og snjallúri verið notuð við leitina. Þá hefur verið leitað í yfirgefnum húsum og hjólhýsum í nágrenni við ána. Björgunarsveitir við störf á Wyre ánni.Lögreglan í Lancashire Sérfræðikafarar frá Specialist Group International voru fengnir til að aðstoða við leitina og hefur stofnandi fyrirtækisins Peter Faulding, sagt að hann telji ólíklegt að Nicola hafi fallið í ána þar sem lögregla telur hana hafa gert það. „Ef Nicola væri í áni hefði ég fundið hana, ég get fullyrt það, og hún er ekki í þessum hluta árinnar,“ sagði Faulding á dögunum. Sjálfskipaðir rannsakendur til trafala Hundruð sjálfboðaliða hafa tekið þátt í leitinni en ekkert nýtt komið fram. Þessi mikli fjöldi sjálfboðaliða hefur reynst lögreglu erfiður og á fimmtudag þurfti lögregla að vísa sjálfboðaliðum á brott. Að sögn lögreglu var þar um að ræða sjálfútnefnda rannsakendur og fólk sem var að taka myndbönd af lögreglu við störf. Auk þess hafa íbúar í St. Michael's þurft að fá utanaðkomandi öryggisverði vegna fólksfjölgunarinnar. Nicola hvarf sporlaust úr göngutúr með hundinn.Lögreglan í Lancashire Í gær tilkynnti lögregla að víkka eigi út rannsóknina og hefur til skoðunar daginn fyrir hvarfið. Lögregla hefur meðal annars óskað eftir að fá myndbandsupptökur frá 26. janúar úr öryggismyndavélum í St. Michael's.
Bretland England Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira