Ellefta hækkunin í röð: Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,5 prósentur Atli Ísleifsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 8. febrúar 2023 08:31 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Peningastefnunefnd Seðlabankans mun rökstyðja ákvörðun sína klukkan Vísir/Vilhelm Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,5 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 6,5 prósent. Greint er frá ákvörðuninni í yfirlýsingu frá peningastefnunefnd Seðlabankans sem birt var 8:30. Fram kemur í yfirlýsingunni að verðbólga hafi aukist í janúar og mældist 9,9 prósent en undirliggjandi verðbólga hafi haldist óbreytt í 7 prósent. „Þótt tekið hafi að hægja á húsnæðismarkaði og alþjóðleg verðbólga hafi minnkað lítillega er verðbólguþrýstingur enn mikill og verðhækkanir á breiðum grunni. Verðbólguhorfur hafa versnað frá síðasta fundi nefndarinnar og þótt verðbólga hafi líklega náð hámarki tekur lengri tíma að ná henni niður í verðbólgumarkmið bankans en áður var talið. Lakari horfur skýrast einkum af því að nýgerðir kjarasamningar á almennum vinnumarkaði fela í sér töluvert meiri launahækkanir en þá var gert ráð fyrir. Einnig hefur gengi krónunnar lækkað og útlit er fyrir meiri framleiðsluspennu á spátímanum. Við þetta bætist að útlit er fyrir að aðhald fjárlaga verði minna en gert var ráð fyrir í nóvemberspá bankans þrátt fyrir að dragi úr hallarekstri ríkissjóðs í ár. Verðbólguvæntingar til lengri tíma eru enn vel yfir markmiði og raunvextir bankans hafa lækkað frá síðasta fundi. Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Seðlabankans var hagvöxtur í fyrra 7,1% sem er töluvert meira en gert var ráð fyrir í nóvember og yrði mesti hagvöxtur á einu ári síðan árið 2007 gangi spáin eftir. Horfur eru á minni hagvexti í ár en þó áfram búist við töluverðri spennu á vinnumarkaði. Peningastefnunefnd telur líklegt að auka þurfi aðhaldið enn frekar á næstunni til þess að verðbólga hjaðni í markmið innan ásættanlegs tíma,“ segir í yfirlýsingu peningastefnunefndar. Vextir verða því sem hér segir: Daglán 8,25% Lán gegn veði til 7 daga 7,25% Innlán bundin í 7 daga 6,50% Viðskiptareikningar 6,25% Vefútsending með kynningu á yfirlýsingu nefndarinnar hefst klukkan 9:30 og verður hægt að fylgjast með útsendingunni hér á Vísi. Á kynningunni gera Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, Rannveig Sigurðardóttur, varaseðlabankastjóri peningastefnu og staðgengill formanns og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, grein fyrir yfirlýsingu peningastefnunefndar og kynna efni Peningamála. Hagfræðingar Landsbankans spáði því að Seðlabankinn myndi hækka stýrivexti um 0,5 prósentur. Sömu sögu var af segja í hjá Arion banka, en Gunnar Örn Erlingsson hjá markaðsviðskiptum Arion banka, spáði í samtali við Innherja að vextir yrðu hækkaðir um 0,5 prósentur. Seðlabankinn Efnahagsmál Fjármál heimilisins Íslenska krónan Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Spá elleftu hækkuninni í röð Hagfræðingar Landsbankans spá því að Seðlabanki Íslands muni hækka stýrivexti um 0,5 prósentur í næstu viku. Gangi þessi spá eftir verður það ellefta stýrivaxtahækkun Seðlabankans í röð. 2. febrúar 2023 10:31 Væntingar um 50 punkta vaxtahækkun farnar að myndast Sérfræðingar á skuldabréfamarkaði eru byrjaðir að gera ráð fyrir 50 punkta vaxtahækkun á næsta fundi peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands í febrúar. Verðbólgan er orðin víðtæk, krónan hefur átt erfitt uppdráttar og einkaneysla verður líklega meiri en spár Seðlabankans hafa gert ráð fyrir. 31. janúar 2023 13:30 Mest lesið Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Viðskipti innlent Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Neytendur Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Viðskipti innlent Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Viðskipti innlent Hersir til Símans Viðskipti innlent Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Neytendur Innsæið: Við stressum oft fólk upp með spurningum og pressu Atvinnulíf Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Viðskipti innlent Kaupir þróunarstarfsemi Xbrane á 3,6 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hersir til Símans Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Mariam til Wisefish Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Kaupir þróunarstarfsemi Xbrane á 3,6 milljarða Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Staðfesta umfangsmikil og alvarleg samráðsbrot Samskipa Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Bein útsending: Ársfundur Samorku – Framkvæmum fyrir framtíðina Sólrún tekur við af Kristínu Lindu Lára nýr samskiptastjóri Reita Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Vaxtalækkunarferli Seðlabankans heldur áfram Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Sjá meira
Greint er frá ákvörðuninni í yfirlýsingu frá peningastefnunefnd Seðlabankans sem birt var 8:30. Fram kemur í yfirlýsingunni að verðbólga hafi aukist í janúar og mældist 9,9 prósent en undirliggjandi verðbólga hafi haldist óbreytt í 7 prósent. „Þótt tekið hafi að hægja á húsnæðismarkaði og alþjóðleg verðbólga hafi minnkað lítillega er verðbólguþrýstingur enn mikill og verðhækkanir á breiðum grunni. Verðbólguhorfur hafa versnað frá síðasta fundi nefndarinnar og þótt verðbólga hafi líklega náð hámarki tekur lengri tíma að ná henni niður í verðbólgumarkmið bankans en áður var talið. Lakari horfur skýrast einkum af því að nýgerðir kjarasamningar á almennum vinnumarkaði fela í sér töluvert meiri launahækkanir en þá var gert ráð fyrir. Einnig hefur gengi krónunnar lækkað og útlit er fyrir meiri framleiðsluspennu á spátímanum. Við þetta bætist að útlit er fyrir að aðhald fjárlaga verði minna en gert var ráð fyrir í nóvemberspá bankans þrátt fyrir að dragi úr hallarekstri ríkissjóðs í ár. Verðbólguvæntingar til lengri tíma eru enn vel yfir markmiði og raunvextir bankans hafa lækkað frá síðasta fundi. Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Seðlabankans var hagvöxtur í fyrra 7,1% sem er töluvert meira en gert var ráð fyrir í nóvember og yrði mesti hagvöxtur á einu ári síðan árið 2007 gangi spáin eftir. Horfur eru á minni hagvexti í ár en þó áfram búist við töluverðri spennu á vinnumarkaði. Peningastefnunefnd telur líklegt að auka þurfi aðhaldið enn frekar á næstunni til þess að verðbólga hjaðni í markmið innan ásættanlegs tíma,“ segir í yfirlýsingu peningastefnunefndar. Vextir verða því sem hér segir: Daglán 8,25% Lán gegn veði til 7 daga 7,25% Innlán bundin í 7 daga 6,50% Viðskiptareikningar 6,25% Vefútsending með kynningu á yfirlýsingu nefndarinnar hefst klukkan 9:30 og verður hægt að fylgjast með útsendingunni hér á Vísi. Á kynningunni gera Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, Rannveig Sigurðardóttur, varaseðlabankastjóri peningastefnu og staðgengill formanns og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, grein fyrir yfirlýsingu peningastefnunefndar og kynna efni Peningamála. Hagfræðingar Landsbankans spáði því að Seðlabankinn myndi hækka stýrivexti um 0,5 prósentur. Sömu sögu var af segja í hjá Arion banka, en Gunnar Örn Erlingsson hjá markaðsviðskiptum Arion banka, spáði í samtali við Innherja að vextir yrðu hækkaðir um 0,5 prósentur.
Seðlabankinn Efnahagsmál Fjármál heimilisins Íslenska krónan Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Spá elleftu hækkuninni í röð Hagfræðingar Landsbankans spá því að Seðlabanki Íslands muni hækka stýrivexti um 0,5 prósentur í næstu viku. Gangi þessi spá eftir verður það ellefta stýrivaxtahækkun Seðlabankans í röð. 2. febrúar 2023 10:31 Væntingar um 50 punkta vaxtahækkun farnar að myndast Sérfræðingar á skuldabréfamarkaði eru byrjaðir að gera ráð fyrir 50 punkta vaxtahækkun á næsta fundi peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands í febrúar. Verðbólgan er orðin víðtæk, krónan hefur átt erfitt uppdráttar og einkaneysla verður líklega meiri en spár Seðlabankans hafa gert ráð fyrir. 31. janúar 2023 13:30 Mest lesið Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Viðskipti innlent Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Neytendur Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Viðskipti innlent Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Viðskipti innlent Hersir til Símans Viðskipti innlent Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Neytendur Innsæið: Við stressum oft fólk upp með spurningum og pressu Atvinnulíf Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Viðskipti innlent Kaupir þróunarstarfsemi Xbrane á 3,6 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hersir til Símans Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Mariam til Wisefish Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Kaupir þróunarstarfsemi Xbrane á 3,6 milljarða Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Staðfesta umfangsmikil og alvarleg samráðsbrot Samskipa Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Bein útsending: Ársfundur Samorku – Framkvæmum fyrir framtíðina Sólrún tekur við af Kristínu Lindu Lára nýr samskiptastjóri Reita Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Vaxtalækkunarferli Seðlabankans heldur áfram Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Sjá meira
Spá elleftu hækkuninni í röð Hagfræðingar Landsbankans spá því að Seðlabanki Íslands muni hækka stýrivexti um 0,5 prósentur í næstu viku. Gangi þessi spá eftir verður það ellefta stýrivaxtahækkun Seðlabankans í röð. 2. febrúar 2023 10:31
Væntingar um 50 punkta vaxtahækkun farnar að myndast Sérfræðingar á skuldabréfamarkaði eru byrjaðir að gera ráð fyrir 50 punkta vaxtahækkun á næsta fundi peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands í febrúar. Verðbólgan er orðin víðtæk, krónan hefur átt erfitt uppdráttar og einkaneysla verður líklega meiri en spár Seðlabankans hafa gert ráð fyrir. 31. janúar 2023 13:30
Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Viðskipti innlent
Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Viðskipti innlent