Atlantic með níu fingur á titlinum Snorri Rafn Hallsson skrifar 8. febrúar 2023 16:00 Atlantic sá við Viðstöðu 16–10 í 8. umferð deildarinnar en sá leikur fór fram í Mirage. Með sigri gat Atlantic fikrað sig einu skrefi nær sigri í deildinni en aðeins ein umferð er eftir af mótinu. Í þetta skiptið mættust liðin í Nuke, Viðstöðu hafði betur í hnífalotunni og byrjaði í vörn. Tvöföld opnun frá Blazter setti tóninn fyrir fyrstu lotuna sem Viðstöðu kláraði hratt og örugglega. Fjórföld fella frá Mozar7 lokaði á sókn Atlantic í þeirri næstu, en með Bl1ck í secret og árás á rampinn minnkaði Atlantic muninn í þriðju lotu. Viðstöðu komst í 4–1 en með góðum köllum og hárréttum ákvörðunum jafnaði Atlantic. Síðarnefnda liðið reiddi sig þó um of á fyrir fram ákveðnar aðgerðir og þegar þær gengu ekki upp átti Viðstöðu auðvelt með þá og kom sér í ákjósanlega stöðu, 8–4. Liðin skiptust svo á lotum þar sem Mozar7 bjargaði 14. lotunni fyrir horn einn gegn tveimur og höfðu óhræddir leikmenn Viðstöðu ágætt forskot inn í síðari hálfleikinn. Staðan í hálfleik: Atlantic 9 – 6 Viðstöðu RavlE og Pandaz stilltu upp skotheldum vegg í skammbyssulotunni til að hindra tilraun Viðstöðu til að koma sprengjunni fyrir. Bjarni og Bl1ck létu einnig að sér kveða en Pandaz leiddi þétta vörnina á meðan Atlantic jafnaði í 9–9. Hinu megin var Mozar7 með lang flestar fellur eftir átján lotur, 20 talsins, 8 fleiri en næsti maður, Blazter. Herslumuninn vantaði hjá Viðstöðu sem lentu í kjölfarið undir 11–9. Komust þeir ekki á blað fyrr en Mozart vann vappaeinvígi einn gegn Bjarna í 21. lotu eftir góðar fellur frá Pabo. Atlantic þurfti þá að spara og setti upp skemmtilega gildru á öðru sprengisvæðinu. Viðstöðu sótti þó á hitt og tókst að jafna. Blazter vissi nákvæmlega hvað hann var að gera þegar hann átti stórkostlegt sprey til að koma Viðstöðu yfir og brjóta efnahag Atlantic á bak aftur. Viðstöðu var komið í bílstjórasætið og í kjörstöðu til að hleypa spennu í toppbaráttu deildarinnar þegar staðan var 14–11. En ekki var öll von úti enn. Fjórföld fella frá Bjarna smeð deiglu og hníf hnífnum reddaði Atlantic vappa og hélt lífi í leiknum. Pandaz, Bjarni og LeFluff fóru á kostum og þegr tvær lotur voru eftir var leikurinn í járnum, staðan 14–14 og bæði lið fullvopnuð. Atlantic hafði betur og var ekki langt frá því að ljúka leiknum og koma níu fingrum á sigurinn í deildinni. RavlE opnaði á Mozar7 og Pabo snemma í 30. lotu en Viðstöðu tókst samt að koma sprengjunni fyrir. Blazter og LeFluff enduðu einir eftir, LeFluff felldi Blazter og var einungis hársbreidd frá því að aftengja sprengjuna áður en hún sprakk. Viðstöðu tókst því að jafna og leikurinn fór í framlengingu. Staða eftir venjulegan leiktíma: Atlantic 15 – 15 Viðstöðu Framlengingin var fram og til baka til að byrja með. Atlantic vann fyrstu lotuna þar sem enginn brást við LeFluff þegar hann kom inn á sprengjusvæðið. Viðstöðu jafnaði um hæl en Atlantic tók forystuna á ný. Voru þeir einungis einni lotu frá sigri þegar tvær lotur voru eftir. Bl1ck og Blazter tóku tvo hvor í upphafi lotunnar en Mozar7 og Xeny höfðu betur gegn Bl1ck og RavlE. Atlantic hafði þá eitt tækifæri til viðbótar. Aftur var það Bl1ck sem opnaði lotuna, Atlantic komu sér fyrir á réttum stöðum og unnu lotuna og leikinn. Lokastaðan: Atlantic 19 – 17 Viðstöðu Þessi sigur gerir það að verkum að Atlantic eru nú á toppi deildarinnar, tveimur stigum á undan Dusty og Þór sem þó eiga leik til góða á fimmtudaginn. Næstu leikir: Atlantic – Viðstöðu LAVA – Viðstöðu, þriðjudaginn 14/2 kl. 20:30 TEN5ION – Atlantic, fimmtudaginn 16/2 kl. 20:30 Sýnt verður frá leikjunum í beinni á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin
Atlantic sá við Viðstöðu 16–10 í 8. umferð deildarinnar en sá leikur fór fram í Mirage. Með sigri gat Atlantic fikrað sig einu skrefi nær sigri í deildinni en aðeins ein umferð er eftir af mótinu. Í þetta skiptið mættust liðin í Nuke, Viðstöðu hafði betur í hnífalotunni og byrjaði í vörn. Tvöföld opnun frá Blazter setti tóninn fyrir fyrstu lotuna sem Viðstöðu kláraði hratt og örugglega. Fjórföld fella frá Mozar7 lokaði á sókn Atlantic í þeirri næstu, en með Bl1ck í secret og árás á rampinn minnkaði Atlantic muninn í þriðju lotu. Viðstöðu komst í 4–1 en með góðum köllum og hárréttum ákvörðunum jafnaði Atlantic. Síðarnefnda liðið reiddi sig þó um of á fyrir fram ákveðnar aðgerðir og þegar þær gengu ekki upp átti Viðstöðu auðvelt með þá og kom sér í ákjósanlega stöðu, 8–4. Liðin skiptust svo á lotum þar sem Mozar7 bjargaði 14. lotunni fyrir horn einn gegn tveimur og höfðu óhræddir leikmenn Viðstöðu ágætt forskot inn í síðari hálfleikinn. Staðan í hálfleik: Atlantic 9 – 6 Viðstöðu RavlE og Pandaz stilltu upp skotheldum vegg í skammbyssulotunni til að hindra tilraun Viðstöðu til að koma sprengjunni fyrir. Bjarni og Bl1ck létu einnig að sér kveða en Pandaz leiddi þétta vörnina á meðan Atlantic jafnaði í 9–9. Hinu megin var Mozar7 með lang flestar fellur eftir átján lotur, 20 talsins, 8 fleiri en næsti maður, Blazter. Herslumuninn vantaði hjá Viðstöðu sem lentu í kjölfarið undir 11–9. Komust þeir ekki á blað fyrr en Mozart vann vappaeinvígi einn gegn Bjarna í 21. lotu eftir góðar fellur frá Pabo. Atlantic þurfti þá að spara og setti upp skemmtilega gildru á öðru sprengisvæðinu. Viðstöðu sótti þó á hitt og tókst að jafna. Blazter vissi nákvæmlega hvað hann var að gera þegar hann átti stórkostlegt sprey til að koma Viðstöðu yfir og brjóta efnahag Atlantic á bak aftur. Viðstöðu var komið í bílstjórasætið og í kjörstöðu til að hleypa spennu í toppbaráttu deildarinnar þegar staðan var 14–11. En ekki var öll von úti enn. Fjórföld fella frá Bjarna smeð deiglu og hníf hnífnum reddaði Atlantic vappa og hélt lífi í leiknum. Pandaz, Bjarni og LeFluff fóru á kostum og þegr tvær lotur voru eftir var leikurinn í járnum, staðan 14–14 og bæði lið fullvopnuð. Atlantic hafði betur og var ekki langt frá því að ljúka leiknum og koma níu fingrum á sigurinn í deildinni. RavlE opnaði á Mozar7 og Pabo snemma í 30. lotu en Viðstöðu tókst samt að koma sprengjunni fyrir. Blazter og LeFluff enduðu einir eftir, LeFluff felldi Blazter og var einungis hársbreidd frá því að aftengja sprengjuna áður en hún sprakk. Viðstöðu tókst því að jafna og leikurinn fór í framlengingu. Staða eftir venjulegan leiktíma: Atlantic 15 – 15 Viðstöðu Framlengingin var fram og til baka til að byrja með. Atlantic vann fyrstu lotuna þar sem enginn brást við LeFluff þegar hann kom inn á sprengjusvæðið. Viðstöðu jafnaði um hæl en Atlantic tók forystuna á ný. Voru þeir einungis einni lotu frá sigri þegar tvær lotur voru eftir. Bl1ck og Blazter tóku tvo hvor í upphafi lotunnar en Mozar7 og Xeny höfðu betur gegn Bl1ck og RavlE. Atlantic hafði þá eitt tækifæri til viðbótar. Aftur var það Bl1ck sem opnaði lotuna, Atlantic komu sér fyrir á réttum stöðum og unnu lotuna og leikinn. Lokastaðan: Atlantic 19 – 17 Viðstöðu Þessi sigur gerir það að verkum að Atlantic eru nú á toppi deildarinnar, tveimur stigum á undan Dusty og Þór sem þó eiga leik til góða á fimmtudaginn. Næstu leikir: Atlantic – Viðstöðu LAVA – Viðstöðu, þriðjudaginn 14/2 kl. 20:30 TEN5ION – Atlantic, fimmtudaginn 16/2 kl. 20:30 Sýnt verður frá leikjunum í beinni á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti