„Ég var svo ánægður með þessa hugmynd að ég ákvað að prófa þetta“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. febrúar 2023 22:21 Snorri Steinn fer yfir málin með sínum mönnum í kvöld. Vísir/Diego Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, gat leyft sér að brosa eftir mjög svo sannfærandi sigur gegn FH í Olís-deildinni í dag. Valur með forystuna allan leikinn og vann að lokum átta marka sigur í miklum markaleik, 44-36. „Ég er mjög ánægður. Það er erfitt að vera annað,“ sagði Snorri Steinn í viðtali eftir leikinn. „Við byrjum mjög vel og mættum strax frá fyrstu mínútu. Við vorum flottir á flestum sviðum. Það var mikið skorað en þannig vil ég hafa það. Ég er líka ánægður með varnarleikinn þrátt fyrir að við fáum á okkur mikið af mörkum.“ Hann segir að Valsmenn hafi klárlega lagt með það að byrja af krafti og áræðni. Það gekk svo sannarlega upp. „Við lögðum klárlega upp með það. Við vorum að fara í gríðarlega mikilvægan leik í toppbaráttunni – við vissum hvað var undir – og við lögðum það þannig upp. Þetta var einn af þessum úrslitaleikjum. Mér fannst takturinn í liðinu vera eftir því. Við vorum ekki ánægðir með okkur í síðasta leik og við fórum yfir það. Það er mjög jákvætt að sýna aðra hlið á okkur í dag.“ Benedikt Gunnar Óskarsson átti stórleik og skoraði tíu mörk á fyrstu 15 mínútum leiksins. Hefur Snorri séð eitthvað þessu líkt áður? „Nei, örugglega ekki. Hann er frábær,“ sagði fyrrum landsliðsmaðurinn. Ný útfærsla hjá Val í yfirtölu gaf Benedikt auðveld mörk. Útfærslan var þannig að hann beið á miðjum vellinum þegar FH-ingar voru einum færri og svo kastaði Björgvin Páll Gústafsson, markvörður Vals, boltanum upp á hann. Þetta skilaði undantekningarlaust auðveldu marki fyrir heimamenn. Það var fyrrum landsliðsþjálfarinn Þorbjörn Jensson sem átti hugmyndina að þessu. „Lykilmaðurinn í þessu er Þorbjörn Jensson. Ég hitti hann um daginn og hann gaukaði þessu að mér. Ég var svo ánægður með þessa hugmynd að ég ákvað að prófa þetta. Tobbi Jens á þetta.“ Valur er með þægilegt forskot á toppnum. Er hætta á því núna að menn verði værukærir? „Ég held ekki. En þegar þér fer að líða vel í íþróttum þá er það viðvörunarbjalla. Ef okkur fer að líða þannig, þá endar það illa. Við ætlum okkur að verða betri. Ef við gefum færi á okkur þá er það séns fyrir hin liðin að saxa á okkur. Við erum í þéttu prógrammi og verðum að stýra þessu vel. Við tökum einn leik í einu og við förum í hvern leik til að vinna hann,“ sagði Snorri Steinn að lokum. Olís-deild karla Valur FH Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - FH 44-36 | Valssigur aldrei í hættu í áttatíu marka leik Íslandsmeiastarar Vals unnu öruggan átta marka sigur er liðið tók á móti FH í stórleik fjórtándu umferðar Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, 44-36. 3. febrúar 2023 22:17 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Sjá meira
„Ég er mjög ánægður. Það er erfitt að vera annað,“ sagði Snorri Steinn í viðtali eftir leikinn. „Við byrjum mjög vel og mættum strax frá fyrstu mínútu. Við vorum flottir á flestum sviðum. Það var mikið skorað en þannig vil ég hafa það. Ég er líka ánægður með varnarleikinn þrátt fyrir að við fáum á okkur mikið af mörkum.“ Hann segir að Valsmenn hafi klárlega lagt með það að byrja af krafti og áræðni. Það gekk svo sannarlega upp. „Við lögðum klárlega upp með það. Við vorum að fara í gríðarlega mikilvægan leik í toppbaráttunni – við vissum hvað var undir – og við lögðum það þannig upp. Þetta var einn af þessum úrslitaleikjum. Mér fannst takturinn í liðinu vera eftir því. Við vorum ekki ánægðir með okkur í síðasta leik og við fórum yfir það. Það er mjög jákvætt að sýna aðra hlið á okkur í dag.“ Benedikt Gunnar Óskarsson átti stórleik og skoraði tíu mörk á fyrstu 15 mínútum leiksins. Hefur Snorri séð eitthvað þessu líkt áður? „Nei, örugglega ekki. Hann er frábær,“ sagði fyrrum landsliðsmaðurinn. Ný útfærsla hjá Val í yfirtölu gaf Benedikt auðveld mörk. Útfærslan var þannig að hann beið á miðjum vellinum þegar FH-ingar voru einum færri og svo kastaði Björgvin Páll Gústafsson, markvörður Vals, boltanum upp á hann. Þetta skilaði undantekningarlaust auðveldu marki fyrir heimamenn. Það var fyrrum landsliðsþjálfarinn Þorbjörn Jensson sem átti hugmyndina að þessu. „Lykilmaðurinn í þessu er Þorbjörn Jensson. Ég hitti hann um daginn og hann gaukaði þessu að mér. Ég var svo ánægður með þessa hugmynd að ég ákvað að prófa þetta. Tobbi Jens á þetta.“ Valur er með þægilegt forskot á toppnum. Er hætta á því núna að menn verði værukærir? „Ég held ekki. En þegar þér fer að líða vel í íþróttum þá er það viðvörunarbjalla. Ef okkur fer að líða þannig, þá endar það illa. Við ætlum okkur að verða betri. Ef við gefum færi á okkur þá er það séns fyrir hin liðin að saxa á okkur. Við erum í þéttu prógrammi og verðum að stýra þessu vel. Við tökum einn leik í einu og við förum í hvern leik til að vinna hann,“ sagði Snorri Steinn að lokum.
Olís-deild karla Valur FH Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - FH 44-36 | Valssigur aldrei í hættu í áttatíu marka leik Íslandsmeiastarar Vals unnu öruggan átta marka sigur er liðið tók á móti FH í stórleik fjórtándu umferðar Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, 44-36. 3. febrúar 2023 22:17 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - FH 44-36 | Valssigur aldrei í hættu í áttatíu marka leik Íslandsmeiastarar Vals unnu öruggan átta marka sigur er liðið tók á móti FH í stórleik fjórtándu umferðar Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, 44-36. 3. febrúar 2023 22:17
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti