Spá elleftu hækkuninni í röð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. febrúar 2023 10:31 Stýrivextir hafa meðal annars áhrif á fasteignalán bankanna, sem hefur áhrif á fasteignamarkaðinn. Vísir/Vilhelm Hagfræðingar Landsbankans spá því að Seðlabanki Íslands muni hækka stýrivexti um 0,5 prósentur í næstu viku. Gangi þessi spá eftir verður það ellefta stýrivaxtahækkun Seðlabankans í röð. Stýrivextir Seðlabankans hafa hækkað skarpt frá því í maí 2021. Þá stóðu þeir í 0,75 prósent. Stýrivextir nú eru hins vegar sex prósent, eftir 0,25 prósentu hækkun á síðasta fundi Peningastefnunefndar bankans. Það var tíunda hækkunin í röð. Útlit er fyrir að þessi hækkunarhrina haldi áfram, ef marka má nýjustu Hagsjá Landsbankans. Í henni telja sérfræðingar bankans líklegast að Seðlabankinn muni hækka vexti um 0,5 prósentur, úr sex prósent í 6,5 prósent. Ákvörðun Seðlabankans verður kynnt næstkomandi miðvikudagsmorgun. „Það má færa rök fyrir minni hækkun, en miðað við núverandi ástand, og umræðuna í þjóðfélaginu, mun nefndin líklegast líta svo á að senda þurfi skýr skilaboð um að böndum verði náð á verðbólgu,“ segir í Hagsjánni. Nýjustu verðbólgutölur sýna að verðbólga mælist nú 9,9 prósent. Segir í Hagsjánni að líklega muni Peningastefnunefnd Seðlabankans skoða vaxtahækkun á bilinu 0,25 til 0,75 prósentur. Telur Landsbankinn þó að 0,25 prósentu hækkun væru ekki nægilega skýr skilaboð af hálfu Seðlabankans. Þá mæli þeir háu vextir sem nú þegar eru til staðar gegn því að hækka stýrivextina um meira en 0,5 prósentustig, auk þess sem að stutt sé í næstu ákvörðun á eftir þeirri sem tekin verður í næstu viku. Hagsjá Landsbankans má lesa hér. Hvað eru stýrivextir? Stýrivextir eru þeir vextir seðlabanka kallaðir sem hafa áhrif á aðra vexti í hagkerfinu, t.d. á bílalánum eða húsnæðislánum eða vexti á sparnaðarreikningum. Þar með hafa stýrivextir og breyting á þeim áhrif á eftirspurn og framboð af peningum og þannig á það magn peninga í umferð sem hægt er að nota til að kaupa og fjárfesta fyrir – eða spara. Ef þessir vextir seðlabanka eru lágir hafa fólk og fyrirtæki tilhneigingu til að spara minna en taka meira að láni og kaupa og fjárfesta meira. Þá er eftirspurn meiri eftir vörum og þjónustu, verð hefur tilhneigingu til að hækka og verðbólga er að jafnaði meiri. Hið gagnstæða gerist ef vextir eru háir eða eru hækkaðir. Heimild: Seðlabankinn Seðlabankinn Íslenskir bankar Fjármál heimilisins Húsnæðismál Fasteignamarkaður Verðlag Neytendur Íslenska krónan Tengdar fréttir Ekki innistæða fyrir gagnrýni á Seðlabankann Fjármálaráðherra segir ekki hægt að kenna gjaldahækkunum ríkissjóðs um áramótin um aukna verðbólgu eins og Neytendasamtökin og fleiri hafa gert. Allir þurfi að horfast í augu við raunveruleikann og standa með Seðlabankanum og öðrum sem gripið hafi til aðgerða til að ná verðbólgunni niður. 1. febrúar 2023 19:22 Spá að verðbólga hjaðni um tæp sjö prósent á næstu tveimur árum Verðbólga mun hjaðna úr þeim tæpum 10 prósent sem hún nemur núna niður í 2,8 prósent árið 2025 gangi ný Þjóðhagsspá Íslandsbanka eftir. Þá spáir greiningardeild bankans að atvinnuleysi muni standa í stað á árinu. 1. febrúar 2023 10:03 Segir landsmenn eyða of miklu Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir alla hafa áhyggjur af verðbólgunni sem nú mælist tæp 10 prósent. Hún segir rétt að hafa huga í allri umræðu að tekjustofnar ríkisins hafi rýrnað á sama tíma og verið sé að kallað eftir auknu fé í ýmis verkefni. Hún segir einnig vera ljóst að landsmenn séu að eyða of miklu. 1. febrúar 2023 08:59 Væntingar um 50 punkta vaxtahækkun farnar að myndast Sérfræðingar á skuldabréfamarkaði eru byrjaðir að gera ráð fyrir 50 punkta vaxtahækkun á næsta fundi peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands í febrúar. Verðbólgan er orðin víðtæk, krónan hefur átt erfitt uppdráttar og einkaneysla verður líklega meiri en spár Seðlabankans hafa gert ráð fyrir. 31. janúar 2023 13:30 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Stýrivextir Seðlabankans hafa hækkað skarpt frá því í maí 2021. Þá stóðu þeir í 0,75 prósent. Stýrivextir nú eru hins vegar sex prósent, eftir 0,25 prósentu hækkun á síðasta fundi Peningastefnunefndar bankans. Það var tíunda hækkunin í röð. Útlit er fyrir að þessi hækkunarhrina haldi áfram, ef marka má nýjustu Hagsjá Landsbankans. Í henni telja sérfræðingar bankans líklegast að Seðlabankinn muni hækka vexti um 0,5 prósentur, úr sex prósent í 6,5 prósent. Ákvörðun Seðlabankans verður kynnt næstkomandi miðvikudagsmorgun. „Það má færa rök fyrir minni hækkun, en miðað við núverandi ástand, og umræðuna í þjóðfélaginu, mun nefndin líklegast líta svo á að senda þurfi skýr skilaboð um að böndum verði náð á verðbólgu,“ segir í Hagsjánni. Nýjustu verðbólgutölur sýna að verðbólga mælist nú 9,9 prósent. Segir í Hagsjánni að líklega muni Peningastefnunefnd Seðlabankans skoða vaxtahækkun á bilinu 0,25 til 0,75 prósentur. Telur Landsbankinn þó að 0,25 prósentu hækkun væru ekki nægilega skýr skilaboð af hálfu Seðlabankans. Þá mæli þeir háu vextir sem nú þegar eru til staðar gegn því að hækka stýrivextina um meira en 0,5 prósentustig, auk þess sem að stutt sé í næstu ákvörðun á eftir þeirri sem tekin verður í næstu viku. Hagsjá Landsbankans má lesa hér. Hvað eru stýrivextir? Stýrivextir eru þeir vextir seðlabanka kallaðir sem hafa áhrif á aðra vexti í hagkerfinu, t.d. á bílalánum eða húsnæðislánum eða vexti á sparnaðarreikningum. Þar með hafa stýrivextir og breyting á þeim áhrif á eftirspurn og framboð af peningum og þannig á það magn peninga í umferð sem hægt er að nota til að kaupa og fjárfesta fyrir – eða spara. Ef þessir vextir seðlabanka eru lágir hafa fólk og fyrirtæki tilhneigingu til að spara minna en taka meira að láni og kaupa og fjárfesta meira. Þá er eftirspurn meiri eftir vörum og þjónustu, verð hefur tilhneigingu til að hækka og verðbólga er að jafnaði meiri. Hið gagnstæða gerist ef vextir eru háir eða eru hækkaðir. Heimild: Seðlabankinn
Stýrivextir eru þeir vextir seðlabanka kallaðir sem hafa áhrif á aðra vexti í hagkerfinu, t.d. á bílalánum eða húsnæðislánum eða vexti á sparnaðarreikningum. Þar með hafa stýrivextir og breyting á þeim áhrif á eftirspurn og framboð af peningum og þannig á það magn peninga í umferð sem hægt er að nota til að kaupa og fjárfesta fyrir – eða spara. Ef þessir vextir seðlabanka eru lágir hafa fólk og fyrirtæki tilhneigingu til að spara minna en taka meira að láni og kaupa og fjárfesta meira. Þá er eftirspurn meiri eftir vörum og þjónustu, verð hefur tilhneigingu til að hækka og verðbólga er að jafnaði meiri. Hið gagnstæða gerist ef vextir eru háir eða eru hækkaðir. Heimild: Seðlabankinn
Seðlabankinn Íslenskir bankar Fjármál heimilisins Húsnæðismál Fasteignamarkaður Verðlag Neytendur Íslenska krónan Tengdar fréttir Ekki innistæða fyrir gagnrýni á Seðlabankann Fjármálaráðherra segir ekki hægt að kenna gjaldahækkunum ríkissjóðs um áramótin um aukna verðbólgu eins og Neytendasamtökin og fleiri hafa gert. Allir þurfi að horfast í augu við raunveruleikann og standa með Seðlabankanum og öðrum sem gripið hafi til aðgerða til að ná verðbólgunni niður. 1. febrúar 2023 19:22 Spá að verðbólga hjaðni um tæp sjö prósent á næstu tveimur árum Verðbólga mun hjaðna úr þeim tæpum 10 prósent sem hún nemur núna niður í 2,8 prósent árið 2025 gangi ný Þjóðhagsspá Íslandsbanka eftir. Þá spáir greiningardeild bankans að atvinnuleysi muni standa í stað á árinu. 1. febrúar 2023 10:03 Segir landsmenn eyða of miklu Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir alla hafa áhyggjur af verðbólgunni sem nú mælist tæp 10 prósent. Hún segir rétt að hafa huga í allri umræðu að tekjustofnar ríkisins hafi rýrnað á sama tíma og verið sé að kallað eftir auknu fé í ýmis verkefni. Hún segir einnig vera ljóst að landsmenn séu að eyða of miklu. 1. febrúar 2023 08:59 Væntingar um 50 punkta vaxtahækkun farnar að myndast Sérfræðingar á skuldabréfamarkaði eru byrjaðir að gera ráð fyrir 50 punkta vaxtahækkun á næsta fundi peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands í febrúar. Verðbólgan er orðin víðtæk, krónan hefur átt erfitt uppdráttar og einkaneysla verður líklega meiri en spár Seðlabankans hafa gert ráð fyrir. 31. janúar 2023 13:30 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Ekki innistæða fyrir gagnrýni á Seðlabankann Fjármálaráðherra segir ekki hægt að kenna gjaldahækkunum ríkissjóðs um áramótin um aukna verðbólgu eins og Neytendasamtökin og fleiri hafa gert. Allir þurfi að horfast í augu við raunveruleikann og standa með Seðlabankanum og öðrum sem gripið hafi til aðgerða til að ná verðbólgunni niður. 1. febrúar 2023 19:22
Spá að verðbólga hjaðni um tæp sjö prósent á næstu tveimur árum Verðbólga mun hjaðna úr þeim tæpum 10 prósent sem hún nemur núna niður í 2,8 prósent árið 2025 gangi ný Þjóðhagsspá Íslandsbanka eftir. Þá spáir greiningardeild bankans að atvinnuleysi muni standa í stað á árinu. 1. febrúar 2023 10:03
Segir landsmenn eyða of miklu Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir alla hafa áhyggjur af verðbólgunni sem nú mælist tæp 10 prósent. Hún segir rétt að hafa huga í allri umræðu að tekjustofnar ríkisins hafi rýrnað á sama tíma og verið sé að kallað eftir auknu fé í ýmis verkefni. Hún segir einnig vera ljóst að landsmenn séu að eyða of miklu. 1. febrúar 2023 08:59
Væntingar um 50 punkta vaxtahækkun farnar að myndast Sérfræðingar á skuldabréfamarkaði eru byrjaðir að gera ráð fyrir 50 punkta vaxtahækkun á næsta fundi peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands í febrúar. Verðbólgan er orðin víðtæk, krónan hefur átt erfitt uppdráttar og einkaneysla verður líklega meiri en spár Seðlabankans hafa gert ráð fyrir. 31. janúar 2023 13:30