Hundruð þúsunda hafa lagt niður störf í dag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. febrúar 2023 15:01 Launþegar hafa safnast saman í miðborg Lundúna í dag. Getty/Dan Kitwood Um hundrað þúsund opinberir starfsmenn á Bretlandi hafa lagt niður störf í dag, þar á meðal starfsmenn háskóla, kennarar og lestarstjórar. Þetta er fyrsta verkfallið sem farið er í á Bretlandi síðan 2016. Launafólk fer fram á launahækkanir til að bregðast við hækkandi verðlagi. Kennarasamband Bretlands telur að minnst 85 prósent allra grunnskóla í landinu þurfi að loka alveg eða að hluta til vegna verkfallanna. Menntamálaráðherra landsins sagði þó í yfirlýsingu fyrr í dag að flestir skólar væru opnir þó einhverjar breytingar yrðu á skóladeginum vegna manneklu. Verkföllin teygja sig yfir nær allan opinbera geirann. Í dag taka verkföll til um 124 opinberra stofnana. Launþegar hafa krafist launahækkana og betri kjara. Kennarar í Englandi og Wales sem eru í stéttarfélaginu National Education Union hafa lagt niður störf í dag. Þeir munu jafnframt leggja niður störf 15. febrúar og 16. mars. Í sumum héruðum munu kennarar leggja niður störf fleiri daga. Þá hafa kennarar í Skotlandi, í stéttarfélaginu Educational Institute of Scotland, lagt niður störf en aðeins í Clackmannanshire og Aberdeen. Þar munu kennarar í tveimur héruðum leggja niður störf daglega til 6. febrúar. Vilja launahækkanir í takt við verðbólgu Kennarar í Englandi og Wales fengu 5 prósenta launahækkun í fyrra en vegna verðbólgu segja þeir að launahækkunin hafi engin verið. Í Skotlandi höfnuðu kennarar kjarasamning þar sem kveðið var á um fimm prósenta hækkun. Eins og áður segir eru kennarar ekki einir um að leggja niður störf. Starfsmenn lestarkerfisins hafa lagt niður störf og gera það aftur á föstudag. Um hundrað þúsund opinberir starfsmenn hafa lagt niður störf í dag og hafa farið fram á 10 prósenta launahækkun. Um sjötíu þúsund háskólastarfsmenn í 150 háskólum ætla að leggja niður störf í átján daga næstu tvo mánuði. Þeir hafa farið fram á 12 prósenta launahækkun, vilja aukin lífeyrisréttindi og að tekist verði á við mikið álag háskólastarfsmanna. Strætó- og rútubílstjórar leggja niður störf í dag, slökkviliðsmenn, sjúkraflutningamenn, hjúkrunarfræðingar, sjúkraþjálfarar, ljósmæður og starfsmenn póstþjónustu. Ljóst er að verkföllin munu hafa mikil áhrif í Bretlandi. Bretland England Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Kennarasamband Bretlands telur að minnst 85 prósent allra grunnskóla í landinu þurfi að loka alveg eða að hluta til vegna verkfallanna. Menntamálaráðherra landsins sagði þó í yfirlýsingu fyrr í dag að flestir skólar væru opnir þó einhverjar breytingar yrðu á skóladeginum vegna manneklu. Verkföllin teygja sig yfir nær allan opinbera geirann. Í dag taka verkföll til um 124 opinberra stofnana. Launþegar hafa krafist launahækkana og betri kjara. Kennarar í Englandi og Wales sem eru í stéttarfélaginu National Education Union hafa lagt niður störf í dag. Þeir munu jafnframt leggja niður störf 15. febrúar og 16. mars. Í sumum héruðum munu kennarar leggja niður störf fleiri daga. Þá hafa kennarar í Skotlandi, í stéttarfélaginu Educational Institute of Scotland, lagt niður störf en aðeins í Clackmannanshire og Aberdeen. Þar munu kennarar í tveimur héruðum leggja niður störf daglega til 6. febrúar. Vilja launahækkanir í takt við verðbólgu Kennarar í Englandi og Wales fengu 5 prósenta launahækkun í fyrra en vegna verðbólgu segja þeir að launahækkunin hafi engin verið. Í Skotlandi höfnuðu kennarar kjarasamning þar sem kveðið var á um fimm prósenta hækkun. Eins og áður segir eru kennarar ekki einir um að leggja niður störf. Starfsmenn lestarkerfisins hafa lagt niður störf og gera það aftur á föstudag. Um hundrað þúsund opinberir starfsmenn hafa lagt niður störf í dag og hafa farið fram á 10 prósenta launahækkun. Um sjötíu þúsund háskólastarfsmenn í 150 háskólum ætla að leggja niður störf í átján daga næstu tvo mánuði. Þeir hafa farið fram á 12 prósenta launahækkun, vilja aukin lífeyrisréttindi og að tekist verði á við mikið álag háskólastarfsmanna. Strætó- og rútubílstjórar leggja niður störf í dag, slökkviliðsmenn, sjúkraflutningamenn, hjúkrunarfræðingar, sjúkraþjálfarar, ljósmæður og starfsmenn póstþjónustu. Ljóst er að verkföllin munu hafa mikil áhrif í Bretlandi.
Bretland England Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira