Umboðsmaður Haaland segir að hann sé eins milljarðs evra virði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2023 18:01 Erling Haaland í baráttu um boltann við Thomas Partey hjá Arsenal. AP/Dave Thompson Umboðsmaður norska framherjans Erling Braut Haaland hefur gefið út sitt mat á því hvað leikmaðurinn hans ætti að kosta ef allt væri tekið til greina. Umboðsmaður Haaland heitir Rafaela Pimenta og hún ræddi raunvirði framherja Manchester City í viðtali við spænska blaðið AS á dögunum. Að mati Pimenta þá er Haaland eins milljarðs evra virði en það jafngildir 154 milljörðum íslenskra króna. Exclusive: Haaland's agent opens upFrom being called a whore by a sporting director to Mino Raiola's last words, it's been an interesting career so far for Rafaela Pimentahttps://t.co/jUFWjjmyKo— AS USA (@English_AS) February 1, 2023 Rökin að baki þessari rosalegu upphæð segir Pimenta eftirfarandi í viðtalinu: „Með því að kaupa hann færðu stuðningsmenn, mörk, úrslit, fagmennsku, samfélagsmiðlaefni, orðspor og styrktaraðila. Ef þú leggur allt þetta saman þá sést þar að virði leikmannsins samanstendur af mörgum hlutum,“ sagði Rafaela Pimenta. „Ég veit að enginn er að fara að borga sjö hundruð milljónir evra fyrir leikmann en ég er ekki í vafa um það hversu mikils virði Erling væri fyrir nýtt félag. Að minnsta kosti eins milljarðs evra virði,“ sagði Pimenta. Haaland hefur verið einn heitasti framherji heims í langan tíma og hefur vaxið við hvert skref sem hann hefur tekið. Nú síðast fór hann frá Dortmund í þýsku deildinni til Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. Haaland hefur skorað 25 mörk í fyrstu 19 leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og er þegar kominn með 31 mark í öllum keppnum á sinni fyrstu leiktíð og það eru tæpir fjórir mánuðir eftir af tímabilinu. Dýrasti knattspyrnumaður heims er enn Neymar en Paris Saint Germain keypti hann frá Barcelona fyrir 222 milljónir evra árið 2017. "Erling Haaland will be the first player to achieve a transfer that will be around £1bn."Haaland's agent Rafaela Pimenta on the player's worth, a new contract at Man City and a release clause to Real Madrid pic.twitter.com/njMjYpxBDC— Football Daily (@footballdaily) October 21, 2022 Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Sjá meira
Umboðsmaður Haaland heitir Rafaela Pimenta og hún ræddi raunvirði framherja Manchester City í viðtali við spænska blaðið AS á dögunum. Að mati Pimenta þá er Haaland eins milljarðs evra virði en það jafngildir 154 milljörðum íslenskra króna. Exclusive: Haaland's agent opens upFrom being called a whore by a sporting director to Mino Raiola's last words, it's been an interesting career so far for Rafaela Pimentahttps://t.co/jUFWjjmyKo— AS USA (@English_AS) February 1, 2023 Rökin að baki þessari rosalegu upphæð segir Pimenta eftirfarandi í viðtalinu: „Með því að kaupa hann færðu stuðningsmenn, mörk, úrslit, fagmennsku, samfélagsmiðlaefni, orðspor og styrktaraðila. Ef þú leggur allt þetta saman þá sést þar að virði leikmannsins samanstendur af mörgum hlutum,“ sagði Rafaela Pimenta. „Ég veit að enginn er að fara að borga sjö hundruð milljónir evra fyrir leikmann en ég er ekki í vafa um það hversu mikils virði Erling væri fyrir nýtt félag. Að minnsta kosti eins milljarðs evra virði,“ sagði Pimenta. Haaland hefur verið einn heitasti framherji heims í langan tíma og hefur vaxið við hvert skref sem hann hefur tekið. Nú síðast fór hann frá Dortmund í þýsku deildinni til Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. Haaland hefur skorað 25 mörk í fyrstu 19 leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og er þegar kominn með 31 mark í öllum keppnum á sinni fyrstu leiktíð og það eru tæpir fjórir mánuðir eftir af tímabilinu. Dýrasti knattspyrnumaður heims er enn Neymar en Paris Saint Germain keypti hann frá Barcelona fyrir 222 milljónir evra árið 2017. "Erling Haaland will be the first player to achieve a transfer that will be around £1bn."Haaland's agent Rafaela Pimenta on the player's worth, a new contract at Man City and a release clause to Real Madrid pic.twitter.com/njMjYpxBDC— Football Daily (@footballdaily) October 21, 2022
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Sjá meira