Þessi 22 ára gamli framherji var nokkuð eftirsóttur síðasta sumar og var mikið orðaður við Chelsea. Hann óskaði eftir sölu frá uppeldisfélagi sínu, Everton, þegar Newcastle spurðist fyrir um hann í byrjun janúarmánaðar og var hættur að mæta á æfingar hjá Everton undir það síðasta.
Kaupverðið er 40 milljónir punda en getur hækkað upp í 45 milljónir í árangurstengdum greiðslum.
— Newcastle United FC (@NUFC) January 29, 2023
Gordon lék sinn fyrsta leik fyrir Everton í úrvalsdeildinni í byrjun árs 2020 og lék svo sem lánsmaður hjá Preston North End í ensku B-deildinni um stutt skeið 2021.
Hann hefur leikið 65 leiki í ensku úrvalsdeildinni og skorað sjö mörk.