Enskir miðlar eins og BBC fylgjast vel með stjóraleit Everton og segja að það sé pressa að klára þær sem fyrst.
Það fer hins vegar tvennum sögum af því hvort að Bielsa hafi í raun áhuga á starfinu. BBC sagði frá því að hann væri í viðræðum í morgun en seinna sló Daily Mail því upp að hann hafi í raun hafnað tilboði Everton.
BREAKING: Marcelo Bielsa tells Everton he DOESN'T WANT their manager's job https://t.co/XJH7YXmdD5 pic.twitter.com/DOtOpshUSF
— MailOnline Sport (@MailSport) January 27, 2023
Þessi 67 ára gamli fyrrum knattspyrnustjóri Leeds United var efstur á blaði hjá eigandanum Farhad Moshiri.
Sean Dyche, sem hefur verið atvinnulaus síðan í apríl eftir að hafa verið rekinn frá Burnley, er annar sem kemur til greina í starfið á Goodison Park. Hann er því líklegast efstur á blaði núna.
Everton stefnir að því að vera búið að ráða eftirmann Frank Lampard um helgina.
Það bíður nýja stjórans ekki auðvelt verkefni enda situr liðið í nítjánda og næstsíðasta sæti.
Everton hefur tapað þremur deildarleikjum í röð, leikið átta leiki í röð án þess að vinna og fagnaði síðast sigri í ensku úrvalsdeildinni 22. október síðastliðinn.