Trans kona dæmd fyrir nauðganir tekur dóminn út í karlafangelsi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 26. janúar 2023 23:51 Isla Bryson, áður Adam Graham á leið sinni að dómstól í Glasgow. Andrew Milligan/PA Images via Getty Trans kona í Skotlandi var í vikunni fundin sek um að hafa nauðgað tveimur konum áður en hún kom út úr skápnum. Eftir að dómurinn féll var hún flutt í kvennafangelsi en yfirvöld segja hana ekki munu verða vistaða þar, hvorki til skemmri né lengri tíma. Hin 31 árs gamla Isla Bryson var sakfelld fyrir að hafa nauðgað tveimur konum í Glasgow árin 2016 og 2019. Þegar hún var handtekin og ákærð gekk hún undir nafninu Adam Graham en kom út úr skápnum á meðan réttarhöldin stóðu yfir. Eftir að dómur féll var Bryson flutt í Cornton Vale kvennafangelsið í Skotlandi en sú ákvörðun vakti harða gagnrýni. Sá Nicola Sturgeon forsætisráðherra sig knúna til að grípa inn í og stíga fram og lýsa því yfir að Bryson myndi ekki afplána dóm sinn í kvennafangelsinu. Að sögn saksóknara níddist Bryson á konum í viðkvæmri stöðu en hún neitaði sök fyrir dómi og sagðist aldrei myndu gera flugu mein. Eiginkona Bryson hefur stigið fram og greint fjölmiðlum frá því að hún telji yfirlýsingar Bryson um kynvitund sína ekkert annað en blekkingar. Forsætisráðherrann Sturgeon var spurð út í málið í kjölfar þess að talsmaður forsætisráðherra Bretlands sendi frá sér yfirlýsingu þar sem lýst var áhyggjum af því hvernig fangelsisvist Bryson væri háttað. Sturgeon sagði vistun trans einstaklinga alltaf háða persónubundnu mati en hún væri sammála þeim orðum framkvæmdastjóra Rape Crisis Scotland að það ætti aldrei að vista nauðgara í kvennafangelsi. Hún ítrekaði þó að umræðan mætti ekki verða á þann veg að konum stafaði ógn af trans konum, þótt trans einstaklingar gerðust sekir um lögbrot í einangruðum tilvikum. Skotland Málefni trans fólks Bretland Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira
Hin 31 árs gamla Isla Bryson var sakfelld fyrir að hafa nauðgað tveimur konum í Glasgow árin 2016 og 2019. Þegar hún var handtekin og ákærð gekk hún undir nafninu Adam Graham en kom út úr skápnum á meðan réttarhöldin stóðu yfir. Eftir að dómur féll var Bryson flutt í Cornton Vale kvennafangelsið í Skotlandi en sú ákvörðun vakti harða gagnrýni. Sá Nicola Sturgeon forsætisráðherra sig knúna til að grípa inn í og stíga fram og lýsa því yfir að Bryson myndi ekki afplána dóm sinn í kvennafangelsinu. Að sögn saksóknara níddist Bryson á konum í viðkvæmri stöðu en hún neitaði sök fyrir dómi og sagðist aldrei myndu gera flugu mein. Eiginkona Bryson hefur stigið fram og greint fjölmiðlum frá því að hún telji yfirlýsingar Bryson um kynvitund sína ekkert annað en blekkingar. Forsætisráðherrann Sturgeon var spurð út í málið í kjölfar þess að talsmaður forsætisráðherra Bretlands sendi frá sér yfirlýsingu þar sem lýst var áhyggjum af því hvernig fangelsisvist Bryson væri háttað. Sturgeon sagði vistun trans einstaklinga alltaf háða persónubundnu mati en hún væri sammála þeim orðum framkvæmdastjóra Rape Crisis Scotland að það ætti aldrei að vista nauðgara í kvennafangelsi. Hún ítrekaði þó að umræðan mætti ekki verða á þann veg að konum stafaði ógn af trans konum, þótt trans einstaklingar gerðust sekir um lögbrot í einangruðum tilvikum.
Skotland Málefni trans fólks Bretland Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira