Liverpool leiðir kapphlaupið um Bellingham Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. janúar 2023 07:01 Jude Bellingham verður einn eftirsóttasti bitinn á markaðnum í sumar. Edith Geuppert - GES Sportfoto/Getty Images Þrátt fyrir áhuga frá stórliðum á borð við Manchester City og Real Madrid leiðir Liverpool kapphlaupið um að kaupa enska miðjumanninn Jude Bellingham frá Borussia Dortmund. Þetta segir Florian Plettenberg, íþróttafréttamaður hjá Sky Germany. Hann segir að Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, vinni nú hörðum höndum að því að sannfæra þennan eftirsótta leikmann um að velja Liverpool sem sinn næsta áfangastað. Þrátt fyrir að vera aðeins 19 ára gamall hefur miðjumaðurinn verið á radarnum hjá mörgum af stærstu liðum heims í langan tíma. Hann hefur skorað tíu mörk í 23 leikjum í öllum keppnum fyrir Dortmund á tímabilinu. Klopp hefur nú þegar gefið í skyn að miklar breytingar verði á leikmannahópi Liverpool í sumar. Gengi liðsins á tímabilinu hefur ekki verið upp á marga fiska og liðið situr í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Þá höfðu margir áhyggjur af miðsvæði Liverpool-liðsins fyrir tímabilið og miðað við spilamennsku Liverpool á tímabilinu er ljóst að það er svæði sem liðið þarf að styrkja. "Liverpool is Bellingham's most likely destination in the summer." 🔴👀 pic.twitter.com/4xklo1EXDL— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 24, 2023 „Við teljum öll að Bellingham muni yfirgefa Dortmund í sumar og það er ekki séns að Dortmund haldi honum eins og staðan er núna,“ sagði Plettenberg. „En hann er samningsbundinn Dortmund og það er ekkert losunarákvæði í samningnum þannig að verðmiðinn er mjög hár. Dortmund vill fá á bilinu 100 til 150 milljónir evra fyrir hann í sumar.“ „Það eru þrír mögulegir áfangastaðir fyrir hann: Real Madrid, Manchester City og Liverpool. Liverpool er einn af líklegustu áfangastöðunum . Jürgen Klopp er að ýta á að fá hann og segir að það sé forgangsatriði númer eitt að fá hann.“ Bellingham er samningsbundinn Dortmund til ársins 2025 og því getur félagið sett gríðarlega háan verðmiða á þennan eftirsótta leikmann. Þrátt fyrir ungan aldur á hann að baki 77 deildarleiki fyrir Dortmund og 22 leiki fyrir enska landsliðið. Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Fleiri fréttir Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sjá meira
Þetta segir Florian Plettenberg, íþróttafréttamaður hjá Sky Germany. Hann segir að Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, vinni nú hörðum höndum að því að sannfæra þennan eftirsótta leikmann um að velja Liverpool sem sinn næsta áfangastað. Þrátt fyrir að vera aðeins 19 ára gamall hefur miðjumaðurinn verið á radarnum hjá mörgum af stærstu liðum heims í langan tíma. Hann hefur skorað tíu mörk í 23 leikjum í öllum keppnum fyrir Dortmund á tímabilinu. Klopp hefur nú þegar gefið í skyn að miklar breytingar verði á leikmannahópi Liverpool í sumar. Gengi liðsins á tímabilinu hefur ekki verið upp á marga fiska og liðið situr í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Þá höfðu margir áhyggjur af miðsvæði Liverpool-liðsins fyrir tímabilið og miðað við spilamennsku Liverpool á tímabilinu er ljóst að það er svæði sem liðið þarf að styrkja. "Liverpool is Bellingham's most likely destination in the summer." 🔴👀 pic.twitter.com/4xklo1EXDL— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 24, 2023 „Við teljum öll að Bellingham muni yfirgefa Dortmund í sumar og það er ekki séns að Dortmund haldi honum eins og staðan er núna,“ sagði Plettenberg. „En hann er samningsbundinn Dortmund og það er ekkert losunarákvæði í samningnum þannig að verðmiðinn er mjög hár. Dortmund vill fá á bilinu 100 til 150 milljónir evra fyrir hann í sumar.“ „Það eru þrír mögulegir áfangastaðir fyrir hann: Real Madrid, Manchester City og Liverpool. Liverpool er einn af líklegustu áfangastöðunum . Jürgen Klopp er að ýta á að fá hann og segir að það sé forgangsatriði númer eitt að fá hann.“ Bellingham er samningsbundinn Dortmund til ársins 2025 og því getur félagið sett gríðarlega háan verðmiða á þennan eftirsótta leikmann. Þrátt fyrir ungan aldur á hann að baki 77 deildarleiki fyrir Dortmund og 22 leiki fyrir enska landsliðið.
Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Fleiri fréttir Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sjá meira