Völlurinn frosinn og leikur Chelsea og Liverpool flautaður af Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. janúar 2023 14:30 Flauta þurfti leik Chelsea og Liverpool af vegna þess að völlurinn var frosinn. Clive Rose/Getty Images Það voru aðeins rúmar sex mínútur liðnar af leik Chelsea og Liverpool í ensku Ofurdeildinni þegar flauta þurfti leikinn af. Hættulegar aðstæður sköpuðust fyrir leikmenn og aðra þátttakendur leiksins þar sem völlurinn var frosinn. Þrátt fyrir að hafa skoðað völlinn fyrir leik var það ekki fyrr enn eftir að hann hófst að dómarar og aðrir framkvæmdaraðilar leiksins áttuðu sig á því að völlurinn hafi ekki verið í nægilega góðu standi til að hægt væri að leika á honum. The referee has taken the decision to abandon today's game due to a frozen pitch.The club will provide a further announcement on the fixture in due course.#CFCW— Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) January 22, 2023 Eftir leikinn hafa heyrst háværar gagnrýnisraddir sökum þess að vellirnir sem leikið er á í kvennadeildum Englands eru almennt ekki upphitaðir og því ljóst að mikil hætta getur skapast yfir vetrartímann. Þjálfarar beggja liða gagnrýndu ákvörðunina um að leikurinn skildi fara fram í dag, enda hafi verið augljóst að völlurinn var óleikfær. „Þau vildu bíða og sjá hvernig þetta myndi fara, það var útskýringin,“ sagði Matt Beard, þjálfari Liverpool í viðtali eftir að leikurinn var flautaður af. „Það var ekki öruggt að vera þarna hjá varamannabekkjunum. Það voru nokkrir blettir á miðsvæði vallarins og hér og þar sem þetta var í lagi, en á stærstum hluta vallarins var það ekki.“ „Hitastigið var ekkert að fara að batna í dag. Það á bara að kólna.“ Emma Hayes, þjálfari Chelsea, tók í sama streng og segir að það hafi í raun verið vitleysa að hefja leik. „Maður sá það strax frá fyrstu mínútu að þetta var eins og svell á köntunum,“ sagði Hayes. „Það er ekki undir okkur þjálfurunum komið að ákveða hvort leikirnir fari fram. Það er undir knattspyrnusambandinu og dómurum komið. Nú er komið að því að við verðum að fá hita undir vellina. Við verðum að taka leikinn okkar alvarlega.“ „Leikurinn átti aldrei að fara fram,“ bætti Hayes við. Staðan er óásættanleg Eins og áður segir hafa háværar gagnrýnisraddir heyrst eftir að leikur Chelsea og Liverpool var flautaður af. Janine Beckie, fyrrverandi leikmaður Manchester City, segir stöðuna óásættanlega. 4 years playing in England and this was a potential reality for every team, every week. The WSL is a top 3 league in the world, this is unacceptable and the players deserve to be playing in suitable grounds where this is not a reality. We’re far past this in the women’s game! https://t.co/qsEA67EZH2— Janine Beckie (@janinebeckie) January 22, 2023 „Fjögur ár sem ég spilaði á Englandi og þetta gat komið fyrir hvaða lið sem er í hverri einustu viku. Þetta er ein af þrem stærstu deildum í heimi. Þetta er óásættanlegt og leikmenn eiga skilið að spila á góðum völlum þar sem þessi möguleiki er ekki til staðar. Kvennaboltinn er kominn miklu lengra en þetta!“ ritar Beckie á Twitter-síðu sína. CHE - LIV… 🤦🏼♀️ and (TOT - LEI) #WSL Players safety should always come first. Luckily no one got injured today.Only way to fix this is to demand undersoil heating or playing our games in men’s stadiums. FA and clubs, please do better. 🙏🏽— Vivianne Miedema (@VivianneMiedema) January 22, 2023 So so sorry to all our fans who turned up today and braved the cold weather. This shouldn’t be happening and we will demand more for our game. Angry and frustrated but we will be ready for Wednesday 💙 @ChelseaFCW— Erin Cuthbert (@erincuthbert_) January 22, 2023 Enski boltinn Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Sjá meira
Þrátt fyrir að hafa skoðað völlinn fyrir leik var það ekki fyrr enn eftir að hann hófst að dómarar og aðrir framkvæmdaraðilar leiksins áttuðu sig á því að völlurinn hafi ekki verið í nægilega góðu standi til að hægt væri að leika á honum. The referee has taken the decision to abandon today's game due to a frozen pitch.The club will provide a further announcement on the fixture in due course.#CFCW— Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) January 22, 2023 Eftir leikinn hafa heyrst háværar gagnrýnisraddir sökum þess að vellirnir sem leikið er á í kvennadeildum Englands eru almennt ekki upphitaðir og því ljóst að mikil hætta getur skapast yfir vetrartímann. Þjálfarar beggja liða gagnrýndu ákvörðunina um að leikurinn skildi fara fram í dag, enda hafi verið augljóst að völlurinn var óleikfær. „Þau vildu bíða og sjá hvernig þetta myndi fara, það var útskýringin,“ sagði Matt Beard, þjálfari Liverpool í viðtali eftir að leikurinn var flautaður af. „Það var ekki öruggt að vera þarna hjá varamannabekkjunum. Það voru nokkrir blettir á miðsvæði vallarins og hér og þar sem þetta var í lagi, en á stærstum hluta vallarins var það ekki.“ „Hitastigið var ekkert að fara að batna í dag. Það á bara að kólna.“ Emma Hayes, þjálfari Chelsea, tók í sama streng og segir að það hafi í raun verið vitleysa að hefja leik. „Maður sá það strax frá fyrstu mínútu að þetta var eins og svell á köntunum,“ sagði Hayes. „Það er ekki undir okkur þjálfurunum komið að ákveða hvort leikirnir fari fram. Það er undir knattspyrnusambandinu og dómurum komið. Nú er komið að því að við verðum að fá hita undir vellina. Við verðum að taka leikinn okkar alvarlega.“ „Leikurinn átti aldrei að fara fram,“ bætti Hayes við. Staðan er óásættanleg Eins og áður segir hafa háværar gagnrýnisraddir heyrst eftir að leikur Chelsea og Liverpool var flautaður af. Janine Beckie, fyrrverandi leikmaður Manchester City, segir stöðuna óásættanlega. 4 years playing in England and this was a potential reality for every team, every week. The WSL is a top 3 league in the world, this is unacceptable and the players deserve to be playing in suitable grounds where this is not a reality. We’re far past this in the women’s game! https://t.co/qsEA67EZH2— Janine Beckie (@janinebeckie) January 22, 2023 „Fjögur ár sem ég spilaði á Englandi og þetta gat komið fyrir hvaða lið sem er í hverri einustu viku. Þetta er ein af þrem stærstu deildum í heimi. Þetta er óásættanlegt og leikmenn eiga skilið að spila á góðum völlum þar sem þessi möguleiki er ekki til staðar. Kvennaboltinn er kominn miklu lengra en þetta!“ ritar Beckie á Twitter-síðu sína. CHE - LIV… 🤦🏼♀️ and (TOT - LEI) #WSL Players safety should always come first. Luckily no one got injured today.Only way to fix this is to demand undersoil heating or playing our games in men’s stadiums. FA and clubs, please do better. 🙏🏽— Vivianne Miedema (@VivianneMiedema) January 22, 2023 So so sorry to all our fans who turned up today and braved the cold weather. This shouldn’t be happening and we will demand more for our game. Angry and frustrated but we will be ready for Wednesday 💙 @ChelseaFCW— Erin Cuthbert (@erincuthbert_) January 22, 2023
Enski boltinn Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Sjá meira