EddezeNNN með flestar fellur í sigri Dusty á Atlantic Snorri Rafn Hallsson skrifar 21. janúar 2023 18:30 Síðast þegar liðin mættust var það í Mirage og hafði Atlantic mikla yfirburði og vann 16–6. Greinilegt var að Dusty vildi hefna sín og varð Mirage því aftur fyrir valinu og byrjaði Dusty í vörn. Atlantic sótti á B svæðið í upphafi leiks en þar mætti Dusty þeim af krafti og felldi í fyrstu tveimur lotunum. Í þeirri þriðju stóð það tæpt en TH0R bjargaði lotunni fyrir horn eftir þrefalda fellu frá StebbaC0C0. Atlantic reyndi þá á A svæðið í staðinn og það tókst í 5. lotu. Dusty tók strax leikhlé og kom til baka af mikilli ró til að koma í veg fyrir að Atlantic tengdi saman lotur og senda þá í spar. EddezeNNN hafði verið einstaklega hittinn og hélt því áfram á meðan Atlantic var ekki að ná nægilega mörgum fellum til að skapa sér almennileg tækifæri og byggja upp banka. Atlantic hafði því úr litlu að moða bæði hvað varðaði búnað og hugmyndir. Plan B var hvergi að sjá og eftir 9 lotur var staðan 8–1 fyrir Dusty og EddezeNNN kominn með 15 fellur, TH0R 12. Jafnvel þegar Atlantic náði að setja saman góðar fléttur lentu þeir á vegg sjálfsöruggra Dusty manna sem náðu að nýta færin sín. Í 12. lotu var Atlantic í stöðunni 4 gegn 2 með sprengjuna niðri en StebbiC0C0 og EddezeNNN náðu enn sem áður að sjá við þeim. Atlantic náði loks sinni annarri lotu í leiknum í 13. lotu þegar þeir nýttu mistök Dusty til að fella nokkra og koma sprengjunni fyrir. Bjarni var kominn í gang og farinn að hitta og vann Atlantic síðustu þrjár loturnar. Staðan í hálfleik: Atlantic 4 – 11 Dusty Atlantic nýtti meðbyrinn og nældi sér í skammbyssulotuna og lotuna eftir það. Í 18. lotu kom Dusty með gífurlegum sprengikrafti inn á A svæðið og nýtti alla veikleika Atlantic til að halda aftur af þeim. Detinate var stór í lotunni eftir það, kom sprengjunni fyrir og felldi þrjá til að senda Atlantic enn og aftur í spar. Þá komst Dusty alveg frítt á A svæðið og felldi TH0R fjóra andstæðinga einn síns liðs. Þegar Dusty þurfti einungis eina lotu í viðbót til að vinna tókst Atlantic að næla sér í þrjár lotur þar sem Bjarni náði ótrúlegum fellum og gerði gífurlegan skaða á Dusty. Dusty þurfti þá að spara en EddezeNNN náði að stela vappa af Atlantic og endaði einn gegn LeFluff. LeFluff hafði betur og náði að aftengja sprengjuna svo enn þurfti Dusty að bíða. Fjórföld fella frá Bjarna minnkaði muninn í 15–11 og Atlantic búið að spila sig vel inn í leikinn á ný. Í 27. lotu féllu opnanirnar loks með Dusty og endaði RavlE einn gegn þremur en tókst ekki að vinna kraftaverk. Lokastaða: Atlantic 11 – 16 Dusty Með sigri í þessum toppslag er Dusty nú búið að jafna Atlantic að stigum á toppnum og Þór einungis 2 stigum á eftir og á leik til góða seinna í kvöld. Næstu leikir liðanna: Atlantic – Breiðablik, þriðjudaginn 31/1 kl. 19:30 LAVA – Dusty, fimmtudaginn, 2/2, kl. 21:30 Sýnt verður frá leikjunum í beinni á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Dusty
Síðast þegar liðin mættust var það í Mirage og hafði Atlantic mikla yfirburði og vann 16–6. Greinilegt var að Dusty vildi hefna sín og varð Mirage því aftur fyrir valinu og byrjaði Dusty í vörn. Atlantic sótti á B svæðið í upphafi leiks en þar mætti Dusty þeim af krafti og felldi í fyrstu tveimur lotunum. Í þeirri þriðju stóð það tæpt en TH0R bjargaði lotunni fyrir horn eftir þrefalda fellu frá StebbaC0C0. Atlantic reyndi þá á A svæðið í staðinn og það tókst í 5. lotu. Dusty tók strax leikhlé og kom til baka af mikilli ró til að koma í veg fyrir að Atlantic tengdi saman lotur og senda þá í spar. EddezeNNN hafði verið einstaklega hittinn og hélt því áfram á meðan Atlantic var ekki að ná nægilega mörgum fellum til að skapa sér almennileg tækifæri og byggja upp banka. Atlantic hafði því úr litlu að moða bæði hvað varðaði búnað og hugmyndir. Plan B var hvergi að sjá og eftir 9 lotur var staðan 8–1 fyrir Dusty og EddezeNNN kominn með 15 fellur, TH0R 12. Jafnvel þegar Atlantic náði að setja saman góðar fléttur lentu þeir á vegg sjálfsöruggra Dusty manna sem náðu að nýta færin sín. Í 12. lotu var Atlantic í stöðunni 4 gegn 2 með sprengjuna niðri en StebbiC0C0 og EddezeNNN náðu enn sem áður að sjá við þeim. Atlantic náði loks sinni annarri lotu í leiknum í 13. lotu þegar þeir nýttu mistök Dusty til að fella nokkra og koma sprengjunni fyrir. Bjarni var kominn í gang og farinn að hitta og vann Atlantic síðustu þrjár loturnar. Staðan í hálfleik: Atlantic 4 – 11 Dusty Atlantic nýtti meðbyrinn og nældi sér í skammbyssulotuna og lotuna eftir það. Í 18. lotu kom Dusty með gífurlegum sprengikrafti inn á A svæðið og nýtti alla veikleika Atlantic til að halda aftur af þeim. Detinate var stór í lotunni eftir það, kom sprengjunni fyrir og felldi þrjá til að senda Atlantic enn og aftur í spar. Þá komst Dusty alveg frítt á A svæðið og felldi TH0R fjóra andstæðinga einn síns liðs. Þegar Dusty þurfti einungis eina lotu í viðbót til að vinna tókst Atlantic að næla sér í þrjár lotur þar sem Bjarni náði ótrúlegum fellum og gerði gífurlegan skaða á Dusty. Dusty þurfti þá að spara en EddezeNNN náði að stela vappa af Atlantic og endaði einn gegn LeFluff. LeFluff hafði betur og náði að aftengja sprengjuna svo enn þurfti Dusty að bíða. Fjórföld fella frá Bjarna minnkaði muninn í 15–11 og Atlantic búið að spila sig vel inn í leikinn á ný. Í 27. lotu féllu opnanirnar loks með Dusty og endaði RavlE einn gegn þremur en tókst ekki að vinna kraftaverk. Lokastaða: Atlantic 11 – 16 Dusty Með sigri í þessum toppslag er Dusty nú búið að jafna Atlantic að stigum á toppnum og Þór einungis 2 stigum á eftir og á leik til góða seinna í kvöld. Næstu leikir liðanna: Atlantic – Breiðablik, þriðjudaginn 31/1 kl. 19:30 LAVA – Dusty, fimmtudaginn, 2/2, kl. 21:30 Sýnt verður frá leikjunum í beinni á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti