Furious á flugi á háloftunum Snorri Rafn Hallsson skrifar 18. janúar 2023 16:01 Fyrri leikur liðanna, sem einnig fór fram í Vertigo fór 16–9 fyrir Breiðabliki. WNKR tryggði Breiðabliki hnífalotuna með fellu á CaPPiNg! og hóf liðið því leik í vörn. Sókn TEN5ION var aftur á móti beitt. Moshii lék listir sínar á sprengjusvæðinu í skammbyssulotunni og Sveittur nældi sér í fjórfalda fellu í næstu lotu strax á eftir. Aðgerðir TEN5ION voru ákveðnar og markvissar og áttu þeir auðvelt með að komast inn á sprengjusvæðið og koma sér í stöðuna 5–0. Breiðablik lét hins vegar byrjunarörðugleika ekki á sig fá og bætti um betur. Með því að hægja á leiknum í 6. lotu kom Breiðablik í veg fyrir að Sveittur gæti opnað fyrir TEN5ION og þá gátu Blikar pikkað TEN5ION-menn út einn af öðrum. WNKR stóð sig vel í að beita búnaði í upphafi lotanna til að búa til tíma fyrir Breiðablik, Viruz hitti vel á vappanum og Furious var í fantaformi. Þannig tókst Breiðabliki að verja sprengjusvæðin gríðarlega vel, og ekki bara jafna heldur brjóta TEN5ION niður og vinna tíu lotur í röð. Staðan í hálfleik: Breiðablik 10 – 5 TEN5ION Fyrsta lota síðari hálfleiks féll með Breiðabliki en eftir þrefalda fellu frá CaPPing! í annarri lotu var kviknað undir TEN5ION á ný. Breiðablik gat ekki vopnast vel og TEN5ION minnkaði muninn í 11–9. Furious og Viruz sneru þó vörn í sókn í 21. lotu, tveir gegn fjórum andstæðingum. Ótrúlegar þrjár fellur frá Furious kveiktu núna undir Breiðabliki og fór liðið langleiðina að sigrinum í næstu lotum. í stöðunni 15–9 sló TEN5ION leikslokunum á frest með þriggja lotu runu. í 26. lotu náði Saxi að koma sprengjunni fyrir en Tight sá við honum. Úrslitin réðust þó skömmu síðar þegar Breiðablik sótti hratt á A svæðið. Frábært samspil WNKR og Furious hélt aftur af TEN5ION og Furious setti punktinn yfir i-ið með þrefaldri fellu og rauf þar með 30 fellu múrinn í lokalotunni. Lokastaða: Breiðablik 16 – 12 TEN5ION Næstu leikir: FH – Breiðablik, laugardaginn 21/1 kl. 18:00 Þór – TEN5ION, laugardaginn 21/1 kl. 20:00 Sýnt verður frá leikjunum í beinni á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Breiðablik
Fyrri leikur liðanna, sem einnig fór fram í Vertigo fór 16–9 fyrir Breiðabliki. WNKR tryggði Breiðabliki hnífalotuna með fellu á CaPPiNg! og hóf liðið því leik í vörn. Sókn TEN5ION var aftur á móti beitt. Moshii lék listir sínar á sprengjusvæðinu í skammbyssulotunni og Sveittur nældi sér í fjórfalda fellu í næstu lotu strax á eftir. Aðgerðir TEN5ION voru ákveðnar og markvissar og áttu þeir auðvelt með að komast inn á sprengjusvæðið og koma sér í stöðuna 5–0. Breiðablik lét hins vegar byrjunarörðugleika ekki á sig fá og bætti um betur. Með því að hægja á leiknum í 6. lotu kom Breiðablik í veg fyrir að Sveittur gæti opnað fyrir TEN5ION og þá gátu Blikar pikkað TEN5ION-menn út einn af öðrum. WNKR stóð sig vel í að beita búnaði í upphafi lotanna til að búa til tíma fyrir Breiðablik, Viruz hitti vel á vappanum og Furious var í fantaformi. Þannig tókst Breiðabliki að verja sprengjusvæðin gríðarlega vel, og ekki bara jafna heldur brjóta TEN5ION niður og vinna tíu lotur í röð. Staðan í hálfleik: Breiðablik 10 – 5 TEN5ION Fyrsta lota síðari hálfleiks féll með Breiðabliki en eftir þrefalda fellu frá CaPPing! í annarri lotu var kviknað undir TEN5ION á ný. Breiðablik gat ekki vopnast vel og TEN5ION minnkaði muninn í 11–9. Furious og Viruz sneru þó vörn í sókn í 21. lotu, tveir gegn fjórum andstæðingum. Ótrúlegar þrjár fellur frá Furious kveiktu núna undir Breiðabliki og fór liðið langleiðina að sigrinum í næstu lotum. í stöðunni 15–9 sló TEN5ION leikslokunum á frest með þriggja lotu runu. í 26. lotu náði Saxi að koma sprengjunni fyrir en Tight sá við honum. Úrslitin réðust þó skömmu síðar þegar Breiðablik sótti hratt á A svæðið. Frábært samspil WNKR og Furious hélt aftur af TEN5ION og Furious setti punktinn yfir i-ið með þrefaldri fellu og rauf þar með 30 fellu múrinn í lokalotunni. Lokastaða: Breiðablik 16 – 12 TEN5ION Næstu leikir: FH – Breiðablik, laugardaginn 21/1 kl. 18:00 Þór – TEN5ION, laugardaginn 21/1 kl. 20:00 Sýnt verður frá leikjunum í beinni á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti