Fimmtíu bestu á öldinni: Fylgt úr hlaði Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. janúar 2023 09:30 Næstu þrjár vikurnar verður fjallað um fimmtíu bestu leikmenn efstu deildar karla í handbolta á 21. öldinni. grafík/hjalti Vísir réðst í það viðamikla verkefni að setja saman lista yfir fimmtíu bestu leikmenn efstu deildar karla í handbolta á þessari öld. Hann birtist á næstu dögum. En hvernig í ósköpunum velur maður fimmtíu bestu af þeim hundruðum leikmanna sem hafa spilað í efstu deild á Íslandi á þessari öld? Hvaða þættir eiga að vega þyngst? Áþreifanlegir þættir eins og titlar, mörk, lengd ferils og svo framvegis? Eða óáþreifanlegir eins og ára, eftirminnileg augnablik, leiðtogahæfni og þar fram eftir götunum? Og hvað í veröldinni felst í því að vera bestur? Svo það sé sagt strax er þetta ekki umfjöllun um bestu leikmenn sem spilað hafa í efstu deild á Íslandi ef svo má segja. Þá myndu silfur- og bronsdrengirnir auk leikmanna í íslenska landsliðinu í dag fylla drjúgan hluta listans. Björgvin Páll Gústavsson og Hvítu riddararnir hafa sett svip sinn á 21. öldina í efstu deild karla í handbolta.vísir/hulda margrét En fæstir af þeim leikmönnum komast á þennan lista enda áttu þeir sín bestu ár erlendis og spiluðu alltof stutt hér á landi. Þeir uxu einfaldlega snemma upp úr íslensku deildinni og unnu sín mestu afrek utan landsteinanna. Tilgangurinn með umfjölluninni er miklu frekar að hampa þeim leikmönnum sem áttu, eða hafa átt, sín bestu ár í deildinni hér heima og mörkuðu dýpstu sporin í sögu hennar á þessari öld. Hverjir voru mikilvægustu leikmennirnir, gerðu mest síðustu rúmu tuttugu árin og réðu mestu um það hvert stóru titlarnir fóru? En aðeins að verklaginu og valinu. Fyrst reyndi undirritaður að velja bestu leikmenn efstu deildar einn síns liðs, eingöngu með óvísindalegum hætti og með því að fara eftir tilfinningu. En það ferðalag var án áfangastaðar. Selfyssingar hafa gert sig gildandi á undanförnum árum.vísir/vilhelm Því var ákveðið að setja upp stigakerfi til að styðjast við. Í kringum sjötíu leikmenn fengu stig út frá ákveðnu kerfi. Markmiðið var ekkert endilega að hafa sjötíu en einhvers staðar varð að stoppa. Leikmenn fengu stig fyrir titla sem þeir unnu, einstaklingsverðlaun, ákveðinn markafjölda sem þeir náðu og svo framvegis. Allt voru þetta áþreifanlegir eða hlutlægir þættir nema „besti leikmaður í meistaraliði“ sem gaf hæstu einkunnina. Það er samt í flestum tilfellum nokkuð ljóst en í einhverjum umdeilanlegt, þá helst með síðustu þrjú meistaralið Vals og meistaralið Hauka 2008. Hlutlægnin skilar sér samt bara ákveðið langt því titlafjöldi vinnur með leikmönnum sem spiluðu lengi hér á landi og tekur ekki tillit til þess hversu stóran þátt viðkomandi átti í árangrinum. David May vann miklu fleiri titla en Alan Shearer en er samt ekki betri leikmaður. „Fleiri medalíur en Shearer,“ segir David May oft. Það er rétt en enginn heldur því í alvöru fram að hann hafi verið betri leikmaður.getty/Shaun Botterill Þess vegna var ákveðið að leita álits hjá tuttugu sérfræðingum sem völdu sína tíu bestu leikmenn í efstu deild á þessari öld, frá sæti eitt niður í sæti tíu. Reynt var að hafa sérfræðingana á nokkuð breiðu aldursbili enda 23 ár undir í þessu vali. Sérfræðingarnir Arnar Daði Arnarsson Árni Stefán Guðjónsson Benedikt Grétarsson Edda Sif Pálsdóttir Guðjón Guðmundsson Henry Birgir Gunnarsson Ívar Benediktsson Ólafur Sigurgeirsson Óskar Ófeigur Jónsson Ríkharð Óskar Guðnason Sigurlaug Rúnarsdóttir Sindri Sverrisson Stefán Árnason Stefán Árni Pálsson Styrmir Sigurðsson Svava Kristín Gretarsdóttir Theodór Ingi Pálmason Tómas Þór Þórðarson Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson Þórður Már Sigfússon Stiga- og einkunnagjöfin talaði að mestu saman og summan af þeim ætti að gefa nokkuð góða mynd af því hverjir eru bestu leikmenn efstu deildar karla í handbolta á þessari öld. Ef leikmenn voru jafnir að stigum valdi undirritaður á milli. Þessi listi yfir fimmtíu bestu leikmenn efstu deildar karla í handbolta á þessari öld er ekki algildur og opinber sannleikur. Þetta var fyrst og fremst gert af væntumþykju um íþróttina, til að freista þess að varðveita söguna og vonandi skapa umræðu. Fyrsti hluti niðurtalningarinnar birtist í dag. Fyrst munu birtast fimm leikmenn í einu, síðan tveir og loks einn. Og berjast! Olís-deild karla 50 bestu Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Sjá meira
En hvernig í ósköpunum velur maður fimmtíu bestu af þeim hundruðum leikmanna sem hafa spilað í efstu deild á Íslandi á þessari öld? Hvaða þættir eiga að vega þyngst? Áþreifanlegir þættir eins og titlar, mörk, lengd ferils og svo framvegis? Eða óáþreifanlegir eins og ára, eftirminnileg augnablik, leiðtogahæfni og þar fram eftir götunum? Og hvað í veröldinni felst í því að vera bestur? Svo það sé sagt strax er þetta ekki umfjöllun um bestu leikmenn sem spilað hafa í efstu deild á Íslandi ef svo má segja. Þá myndu silfur- og bronsdrengirnir auk leikmanna í íslenska landsliðinu í dag fylla drjúgan hluta listans. Björgvin Páll Gústavsson og Hvítu riddararnir hafa sett svip sinn á 21. öldina í efstu deild karla í handbolta.vísir/hulda margrét En fæstir af þeim leikmönnum komast á þennan lista enda áttu þeir sín bestu ár erlendis og spiluðu alltof stutt hér á landi. Þeir uxu einfaldlega snemma upp úr íslensku deildinni og unnu sín mestu afrek utan landsteinanna. Tilgangurinn með umfjölluninni er miklu frekar að hampa þeim leikmönnum sem áttu, eða hafa átt, sín bestu ár í deildinni hér heima og mörkuðu dýpstu sporin í sögu hennar á þessari öld. Hverjir voru mikilvægustu leikmennirnir, gerðu mest síðustu rúmu tuttugu árin og réðu mestu um það hvert stóru titlarnir fóru? En aðeins að verklaginu og valinu. Fyrst reyndi undirritaður að velja bestu leikmenn efstu deildar einn síns liðs, eingöngu með óvísindalegum hætti og með því að fara eftir tilfinningu. En það ferðalag var án áfangastaðar. Selfyssingar hafa gert sig gildandi á undanförnum árum.vísir/vilhelm Því var ákveðið að setja upp stigakerfi til að styðjast við. Í kringum sjötíu leikmenn fengu stig út frá ákveðnu kerfi. Markmiðið var ekkert endilega að hafa sjötíu en einhvers staðar varð að stoppa. Leikmenn fengu stig fyrir titla sem þeir unnu, einstaklingsverðlaun, ákveðinn markafjölda sem þeir náðu og svo framvegis. Allt voru þetta áþreifanlegir eða hlutlægir þættir nema „besti leikmaður í meistaraliði“ sem gaf hæstu einkunnina. Það er samt í flestum tilfellum nokkuð ljóst en í einhverjum umdeilanlegt, þá helst með síðustu þrjú meistaralið Vals og meistaralið Hauka 2008. Hlutlægnin skilar sér samt bara ákveðið langt því titlafjöldi vinnur með leikmönnum sem spiluðu lengi hér á landi og tekur ekki tillit til þess hversu stóran þátt viðkomandi átti í árangrinum. David May vann miklu fleiri titla en Alan Shearer en er samt ekki betri leikmaður. „Fleiri medalíur en Shearer,“ segir David May oft. Það er rétt en enginn heldur því í alvöru fram að hann hafi verið betri leikmaður.getty/Shaun Botterill Þess vegna var ákveðið að leita álits hjá tuttugu sérfræðingum sem völdu sína tíu bestu leikmenn í efstu deild á þessari öld, frá sæti eitt niður í sæti tíu. Reynt var að hafa sérfræðingana á nokkuð breiðu aldursbili enda 23 ár undir í þessu vali. Sérfræðingarnir Arnar Daði Arnarsson Árni Stefán Guðjónsson Benedikt Grétarsson Edda Sif Pálsdóttir Guðjón Guðmundsson Henry Birgir Gunnarsson Ívar Benediktsson Ólafur Sigurgeirsson Óskar Ófeigur Jónsson Ríkharð Óskar Guðnason Sigurlaug Rúnarsdóttir Sindri Sverrisson Stefán Árnason Stefán Árni Pálsson Styrmir Sigurðsson Svava Kristín Gretarsdóttir Theodór Ingi Pálmason Tómas Þór Þórðarson Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson Þórður Már Sigfússon Stiga- og einkunnagjöfin talaði að mestu saman og summan af þeim ætti að gefa nokkuð góða mynd af því hverjir eru bestu leikmenn efstu deildar karla í handbolta á þessari öld. Ef leikmenn voru jafnir að stigum valdi undirritaður á milli. Þessi listi yfir fimmtíu bestu leikmenn efstu deildar karla í handbolta á þessari öld er ekki algildur og opinber sannleikur. Þetta var fyrst og fremst gert af væntumþykju um íþróttina, til að freista þess að varðveita söguna og vonandi skapa umræðu. Fyrsti hluti niðurtalningarinnar birtist í dag. Fyrst munu birtast fimm leikmenn í einu, síðan tveir og loks einn. Og berjast!
Arnar Daði Arnarsson Árni Stefán Guðjónsson Benedikt Grétarsson Edda Sif Pálsdóttir Guðjón Guðmundsson Henry Birgir Gunnarsson Ívar Benediktsson Ólafur Sigurgeirsson Óskar Ófeigur Jónsson Ríkharð Óskar Guðnason Sigurlaug Rúnarsdóttir Sindri Sverrisson Stefán Árnason Stefán Árni Pálsson Styrmir Sigurðsson Svava Kristín Gretarsdóttir Theodór Ingi Pálmason Tómas Þór Þórðarson Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson Þórður Már Sigfússon
Olís-deild karla 50 bestu Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Sjá meira