Neville segir að Arsenal endi ekki sem meistarar Smári Jökull Jónsson skrifar 15. janúar 2023 23:16 Gary Neville er sérfræðingur hjá Skysports og hann er á því að Arsenal endi fyrir neðan bæði Manchesterliðin. Vísir/Getty Arsenal er með átta stiga forskot í ensku úrvalsdeildinni nú þegar mótið er um það bil hálfnað. Gary Neville er á því að Arsenal muni fatast flugið og enda fyrir neðan bæði liðin frá Manchester. Með sigri Arsenal á nágrönnum sínum í Tottenham í dag náði liðið átta stiga forskoti í ensku úrvalsdeildinni. Manchester City er í öðru sæti en City tapaði gegn erkifjendum sínum í Manchester United í gær en nú munar aðeins einu stigi á Manchesterliðunum. Gary Neville er sérfræðingur hjá Skysports og fyrrum leikmaður Manchester United til margra ára. Hann segir að Arsenal muni ekki enda sem meistarar. Martin Tyler: "Will Arsenal win the league?"Gary Neville: "No. Manchester City will win the league and Manchester United will finish second" pic.twitter.com/5UZIhCjR9S— SPORTbible (@sportbible) January 15, 2023 „Nei, en ég sagði að Leicester myndi ekki vinna deildina. Þeir munu ekki vinna deildina, Manchester City mun vinna og ég held að Manchester United lendi í öðru sæti. Ég veit að þetta mun pirra stuðningsmenn Arsenal,“ sagði Neville en Arsenal hefur ekki unnið enska meistaratitilinn síðan árið 2004. „Ég myndi frekar vilja að Arsenal verði meistarar heldur en Manchester City. Ég held að það yrði magnað fyrir deildina.“ Neville segir að City hafi valtað yfir deildina síðustu árin fyrir utan þegar Liverpool varð meistari árið 2020. Hann segir að það lífgi upp á umræðuna að tala um að Arsenal gæti unnið. „Ég myndi elska það ef Manchester United myndi vinna, en ég held að það gerist ekki á þessu tímabili.“ „City mun fara á skrið“ Gary Neville segir að lið Manchester City muni á einhverjum tímapunkti ná góðu skriði. Hann bendir á á Arsenal og City eigi eftir að mætast tvisvar og veltir fyrir sér hvort Erling Haaland sé ekki að fá næga þjónustu í framlínu City. „Ef Erling Haaland heldur áfram, ef City-vélin fer að malla, ef vörnin stígur aðeins meira upp en þeir hafa gert og þeir þurfa Ruben Dias, þá held ég að City vinni.“ „Einhvern tíman mun Arsenal fara í gegnum erfitt tímabil. Mun Arsenal ná að halda áfram að spila eins og þeir gera núna? Ég held ekki. Þeir gætu gert tvö jafntefli og tapað leik á þriggja leikja tímabili og ef þeir gera það þá er forystan farin.“ The victorious Arsenal team celebrates with their 3,000 travelling supporters after the Gunners beat Spurs 2-0 to win the North London derby pic.twitter.com/xfq2Yds7eG— Layth (@laythy29) January 15, 2023 Neville segir þó að tímabilið muni enda mun betur hjá Arsenal en hann hefði nokkurn tíman giskað á. „Ég veit að stuðningsmenn Arsenal munu skjóta á mig líkt og þeir hafa gert síðustu fjóra mánuði, ég vona að þið vinnið! Hvað varðar Mikel Arteta, þá er svo erfitt fyrir unga knattspyrnustjóra að ná sama stalli og Conte, Klopp, Ancelotti, Guardiola og Mourinho eru á, að verða einn af þessum ofurstjórum. Það er varla hægt.“ Enski boltinn Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira
Með sigri Arsenal á nágrönnum sínum í Tottenham í dag náði liðið átta stiga forskoti í ensku úrvalsdeildinni. Manchester City er í öðru sæti en City tapaði gegn erkifjendum sínum í Manchester United í gær en nú munar aðeins einu stigi á Manchesterliðunum. Gary Neville er sérfræðingur hjá Skysports og fyrrum leikmaður Manchester United til margra ára. Hann segir að Arsenal muni ekki enda sem meistarar. Martin Tyler: "Will Arsenal win the league?"Gary Neville: "No. Manchester City will win the league and Manchester United will finish second" pic.twitter.com/5UZIhCjR9S— SPORTbible (@sportbible) January 15, 2023 „Nei, en ég sagði að Leicester myndi ekki vinna deildina. Þeir munu ekki vinna deildina, Manchester City mun vinna og ég held að Manchester United lendi í öðru sæti. Ég veit að þetta mun pirra stuðningsmenn Arsenal,“ sagði Neville en Arsenal hefur ekki unnið enska meistaratitilinn síðan árið 2004. „Ég myndi frekar vilja að Arsenal verði meistarar heldur en Manchester City. Ég held að það yrði magnað fyrir deildina.“ Neville segir að City hafi valtað yfir deildina síðustu árin fyrir utan þegar Liverpool varð meistari árið 2020. Hann segir að það lífgi upp á umræðuna að tala um að Arsenal gæti unnið. „Ég myndi elska það ef Manchester United myndi vinna, en ég held að það gerist ekki á þessu tímabili.“ „City mun fara á skrið“ Gary Neville segir að lið Manchester City muni á einhverjum tímapunkti ná góðu skriði. Hann bendir á á Arsenal og City eigi eftir að mætast tvisvar og veltir fyrir sér hvort Erling Haaland sé ekki að fá næga þjónustu í framlínu City. „Ef Erling Haaland heldur áfram, ef City-vélin fer að malla, ef vörnin stígur aðeins meira upp en þeir hafa gert og þeir þurfa Ruben Dias, þá held ég að City vinni.“ „Einhvern tíman mun Arsenal fara í gegnum erfitt tímabil. Mun Arsenal ná að halda áfram að spila eins og þeir gera núna? Ég held ekki. Þeir gætu gert tvö jafntefli og tapað leik á þriggja leikja tímabili og ef þeir gera það þá er forystan farin.“ The victorious Arsenal team celebrates with their 3,000 travelling supporters after the Gunners beat Spurs 2-0 to win the North London derby pic.twitter.com/xfq2Yds7eG— Layth (@laythy29) January 15, 2023 Neville segir þó að tímabilið muni enda mun betur hjá Arsenal en hann hefði nokkurn tíman giskað á. „Ég veit að stuðningsmenn Arsenal munu skjóta á mig líkt og þeir hafa gert síðustu fjóra mánuði, ég vona að þið vinnið! Hvað varðar Mikel Arteta, þá er svo erfitt fyrir unga knattspyrnustjóra að ná sama stalli og Conte, Klopp, Ancelotti, Guardiola og Mourinho eru á, að verða einn af þessum ofurstjórum. Það er varla hægt.“
Enski boltinn Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira