Sara Björk hætt í íslenska landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. janúar 2023 10:25 Sara Björk Gunnarsdóttir í einum af 145 landsleikjum sínum. Vísir/Vilhelm Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, hefur ákveðið að hætta að spila með landsliðinu. Sara Björk gaf þetta út í pistli á samfélagmiðlum í dag. Hún skrifar pistil sinn á ensku en endar hann á að segja: Áfram Ísland. Sara Björk hefur verið í íslenska landsliðinu í sextán ár og á landsleikjametið sem eru 145 leikir. Hún tók við fyrirliðabandinu af Katrínu Jónsdóttur fyrir tæpum áratug. Sara Björk lék sinn fyrsta A-landsleik á móti Slóveníu í ágúst 2007 þegar hún var ekki búin að halda upp á sautján ára afmælið sitt. Hún hefur átt landsleikjametið síðan hún sló met Katrínar Jónsdóttur árið 2020. 145 A landsleikir, 24 mörk, fjögur EM. Takk fyrir allar minningarnar Sara Björk. It's been some ride @sarabjork18 - thank you for all the memories.#dottir pic.twitter.com/YHbcwfXlh7— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 13, 2023 Sara gefur ekki út sérstaka ástæðu fyrir því að hún sé hætt í landsliðinu en segir að þetta hafi verið langur og ánægjulegur tími en að nú sé kominn tími til að segja bless. „Þetta hefur verið eitt svakalegt ferðalag,“ skrifaði Sara Björk Gunnarsdóttir meðal annars í pistli sínum. Sara hefur verið með í öllum fjórum Evrópukeppnum íslenska landsliðsins. Sara endar á því að þakka Knattspyrnusambandi Íslands fyrir allt samstarfið öll þessi ár og óskar þess að sambandið og kvennalandsliðið eigi bjarta framtíð. Sara er nú leikmaður Juventus á Ítalíu en hefur verið að glíma við meiðsli á þessu tímabili. Hún lék áður með stórliði Lyon í Frakklandi og þar áður með Wolfsburg í Þýskalandi. Hún vann Meistaradeildina tvisvar með Lyon og hefur unnið marga landstitla með liðum sínum í Svíþjóð, Þýskalandi og Frakklandi. Sara hefur spilað sem atvinnumaður í Evrópu frá árinu 2011. Hún sneri aftur á fótboltavöllinn í fyrra eftir að hafa eignast barn árið 2021. Sara hefur tvisvar verið kosin Íþróttamaður ársins, fyrst 2018 og svo aftur árið 2020. View this post on Instagram A post shared by Sara Bjo rk Gunnarsdo ttir (@sarabjork90) Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Tímamót KSÍ Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Sjá meira
Sara Björk gaf þetta út í pistli á samfélagmiðlum í dag. Hún skrifar pistil sinn á ensku en endar hann á að segja: Áfram Ísland. Sara Björk hefur verið í íslenska landsliðinu í sextán ár og á landsleikjametið sem eru 145 leikir. Hún tók við fyrirliðabandinu af Katrínu Jónsdóttur fyrir tæpum áratug. Sara Björk lék sinn fyrsta A-landsleik á móti Slóveníu í ágúst 2007 þegar hún var ekki búin að halda upp á sautján ára afmælið sitt. Hún hefur átt landsleikjametið síðan hún sló met Katrínar Jónsdóttur árið 2020. 145 A landsleikir, 24 mörk, fjögur EM. Takk fyrir allar minningarnar Sara Björk. It's been some ride @sarabjork18 - thank you for all the memories.#dottir pic.twitter.com/YHbcwfXlh7— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 13, 2023 Sara gefur ekki út sérstaka ástæðu fyrir því að hún sé hætt í landsliðinu en segir að þetta hafi verið langur og ánægjulegur tími en að nú sé kominn tími til að segja bless. „Þetta hefur verið eitt svakalegt ferðalag,“ skrifaði Sara Björk Gunnarsdóttir meðal annars í pistli sínum. Sara hefur verið með í öllum fjórum Evrópukeppnum íslenska landsliðsins. Sara endar á því að þakka Knattspyrnusambandi Íslands fyrir allt samstarfið öll þessi ár og óskar þess að sambandið og kvennalandsliðið eigi bjarta framtíð. Sara er nú leikmaður Juventus á Ítalíu en hefur verið að glíma við meiðsli á þessu tímabili. Hún lék áður með stórliði Lyon í Frakklandi og þar áður með Wolfsburg í Þýskalandi. Hún vann Meistaradeildina tvisvar með Lyon og hefur unnið marga landstitla með liðum sínum í Svíþjóð, Þýskalandi og Frakklandi. Sara hefur spilað sem atvinnumaður í Evrópu frá árinu 2011. Hún sneri aftur á fótboltavöllinn í fyrra eftir að hafa eignast barn árið 2021. Sara hefur tvisvar verið kosin Íþróttamaður ársins, fyrst 2018 og svo aftur árið 2020. View this post on Instagram A post shared by Sara Bjo rk Gunnarsdo ttir (@sarabjork90)
Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Tímamót KSÍ Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Sjá meira