Rooney gekk í raðir United frá Everton haustið 2004 og skömmu síðar fékk hann að kynnast því hversu mikil áhrif Ferguson hafði.
„Þetta var gott kvöld svo ég keyrði yfir til Crocky [Croxteth í Liverpool] til að hitta fjölskylduna. Á leiðinni sá ég mömmu og pabba á bílastæði fyrir utan bar og ég fór þangað. Við ákváðum svo að fá okkur drykk. Ég var þar aðeins í 10-15 mínútur áður en ég fór heim,“ sagði Rooney.
„Daginn eftir kallaði stjórinn mig inn á skrifstofu áður og spurði mig hvað ég hefði verið að gera á þessum bar í Croxteth.“
Rooney er markahæsti leikmaður í sögu United. Hann var fyrirliði liðsins um tíma og vann allt sem hægt var að vinna með því, þar á meðal enska meistaratitilinn fimm sinnum og Meistaradeild Evrópu einu sinni.
Rooney er núna þjálfari DC United í bandarísku MLS-deildinni.