FIA skerðir tjáningarfrelsi keppenda Valur Páll Eiríksson skrifar 21. desember 2022 12:31 Lewis Hamilton hefur lagt sig hvað mest fram við að vekja athygli á málefnum líkt og loftlagsmálum eða réttindum hinseginfólks. AP Photo/Kamran Jebreili FIA, alþjóðasamband akstursíþrótta, sem er meðal annars yfir Formúlu 1 kappakstrinum, hefur samþykkt nýja reglugerð sem skerðir tjáningarfrelsi ökuþóra til muna. Borið hefur á pólitískum skilaboðum ökuþóra í Formúlu 1 síðustu misseri þar sem þeir hafa klæðst bolum eða hjálmum til stuðnings réttindum hinsegin fólks eða til að vekja athygli á loftlagsmálum. Sebastian Vettel og Lewis Hamilton hafa verið mest áberandi hvað það varðar, en eftir nýjasta útspil FIA er ljóst að draga mun úr slíku á næstunni. Regnbogahjálmur sem Lewis Hamilton bar á höfði sér í Katarkappakstrinum í fyrra.Mark Thompson/Getty Images Sambandið samþykkti í gær reglugerð sem kemur í veg fyrir að ökuþórar sendi ákveðin persónuleg eða pólitísk skilaboð nema þau séu samþykkt fyrirfram af FIA. Í reglugerðinni segir að eftirfarandi brjóti í bága við nýju reglugerðina: „Almenn framsetning eða birting á pólitískum, trúarlegum og persónulegum yfirlýsingum eða athugasemdum, sérstaklega þær sem brjóti í bága við almenna hlutleysisreglu FIA í lögum þess, nema það sé fyrirfram samþykkt skriflega af FIA,“ Breyting FIA er gerð í kjölfar heimsmeistaramóts karla í fótbolta, sem fram fór í Katar, þar sem Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hótaði refsingum gegn liðum sem bæru svokölluð One Love-regnbogabönd sem var ætlað að stuðla að auknum réttindum hinsegin fólks. Lewis Hamilton hefur bar regnbogahjálm þegar hann keppti í Katar árið 2021, og gerði slíkt hið sama í Sádí-Arabíu og Abú Dabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Samkynhneigð er ólögleg í öllum þremur ríkjunum. Tjáningarfrelsi Akstursíþróttir Mest lesið Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Borið hefur á pólitískum skilaboðum ökuþóra í Formúlu 1 síðustu misseri þar sem þeir hafa klæðst bolum eða hjálmum til stuðnings réttindum hinsegin fólks eða til að vekja athygli á loftlagsmálum. Sebastian Vettel og Lewis Hamilton hafa verið mest áberandi hvað það varðar, en eftir nýjasta útspil FIA er ljóst að draga mun úr slíku á næstunni. Regnbogahjálmur sem Lewis Hamilton bar á höfði sér í Katarkappakstrinum í fyrra.Mark Thompson/Getty Images Sambandið samþykkti í gær reglugerð sem kemur í veg fyrir að ökuþórar sendi ákveðin persónuleg eða pólitísk skilaboð nema þau séu samþykkt fyrirfram af FIA. Í reglugerðinni segir að eftirfarandi brjóti í bága við nýju reglugerðina: „Almenn framsetning eða birting á pólitískum, trúarlegum og persónulegum yfirlýsingum eða athugasemdum, sérstaklega þær sem brjóti í bága við almenna hlutleysisreglu FIA í lögum þess, nema það sé fyrirfram samþykkt skriflega af FIA,“ Breyting FIA er gerð í kjölfar heimsmeistaramóts karla í fótbolta, sem fram fór í Katar, þar sem Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hótaði refsingum gegn liðum sem bæru svokölluð One Love-regnbogabönd sem var ætlað að stuðla að auknum réttindum hinsegin fólks. Lewis Hamilton hefur bar regnbogahjálm þegar hann keppti í Katar árið 2021, og gerði slíkt hið sama í Sádí-Arabíu og Abú Dabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Samkynhneigð er ólögleg í öllum þremur ríkjunum.
Tjáningarfrelsi Akstursíþróttir Mest lesið Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira