Jóladagatal Vísis: Skítamórall meðal ferðalanga Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 20. desember 2022 07:00 Það var hálfgerður skítamórall í Leifsstöð í gær en við vonum að ferðalangar geti tekið gleði sína á ný í dag og flogið áfram. Mummi Lú Upp er runninn 20. Desember. Óveðrið síðustu daga hefur líklega ekki farið fram hjá nokkrum landsmanni, en ein af afleiðingum þess var sú að fjölmargir sátu eftir með sárt ennið og komust ekki í flug. Spenntir strandaglópar sem þyrsti í sól og sumaril eiga hug okkar allan og lag dagsins í Jóladagatali Vísis er tileinkað þeim. Við vonum að veðurguðirnir veiti þeim vægð og allir komist á áfangastað. Lagið er Fljúgum áfram með Skítamóral. Upptakan er síðan sveitin flutti lagið af miklum krafti í þættinum Logi í beinni árið 2010. Lagið kom út á plötunni Nákvæmlega árið 1998 og sló heldur betur í gegn. Lagið er líka viðeigandi af þeim sökum að tíminn flýgur sannarlega áfram og vert að minnast á það að aðeins eru fjórir dagar í jól! Jóladagatal Vísis Tónlist Mest lesið Í þremur vinnum og seldi af sér föt til þess að láta jóladrauminn rætast Jól Vinsæl jóladagatöl á Íslandi: Bjór, snyrtivörur, kaffi og lakkrís Jól Jólalestin fer sinn árlega hring í dag Jól Jólamolar: Besta jólagjöfin væri að greinast ekki með Covid Jól Opið bréf til jólasveinanna: Góð ráð og hugmyndir í skóinn Jól Einvalalið leikara kveður árið 2020 Jól Stekkjastaur er háður Instagram og Ketkrókur breytti sér í Ketó krók Jól Ómissandi hefðir listamanna á aðventunni Jól Svona tengist Bergen einni helstu jólaráðgátu Íslands Jól „Mamma mín, taktu úr lás alla sunnudaga á næstunni svo ég komist örugglega inn“ Jól
Lagið er Fljúgum áfram með Skítamóral. Upptakan er síðan sveitin flutti lagið af miklum krafti í þættinum Logi í beinni árið 2010. Lagið kom út á plötunni Nákvæmlega árið 1998 og sló heldur betur í gegn. Lagið er líka viðeigandi af þeim sökum að tíminn flýgur sannarlega áfram og vert að minnast á það að aðeins eru fjórir dagar í jól!
Jóladagatal Vísis Tónlist Mest lesið Í þremur vinnum og seldi af sér föt til þess að láta jóladrauminn rætast Jól Vinsæl jóladagatöl á Íslandi: Bjór, snyrtivörur, kaffi og lakkrís Jól Jólalestin fer sinn árlega hring í dag Jól Jólamolar: Besta jólagjöfin væri að greinast ekki með Covid Jól Opið bréf til jólasveinanna: Góð ráð og hugmyndir í skóinn Jól Einvalalið leikara kveður árið 2020 Jól Stekkjastaur er háður Instagram og Ketkrókur breytti sér í Ketó krók Jól Ómissandi hefðir listamanna á aðventunni Jól Svona tengist Bergen einni helstu jólaráðgátu Íslands Jól „Mamma mín, taktu úr lás alla sunnudaga á næstunni svo ég komist örugglega inn“ Jól