Karius segist ekki bera neinn kala til Klopp sem læsti hann úti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. desember 2022 13:00 Loris Karius grætur eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar á móti Real Madrid árið 2018. Getty/Simon Stacpoole Loris Karius talar ekki illa um knattspyrnustjóra Liverpool þrátt fyrir að Jürgen Klopp hafi hent honum úr liðinu eftir mistökin dýrkeyptu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2018. Karius er að reyna endurkomu í ensku úrvalsdeildina með Newcastle United fjórum árum eftir úrslitaleikinn afdrifaríka í Kiev. Karius gaf Real Madrid tvö mörk á silfurfati í úrslitaleiknum, fyrsta og þriðja markið í 3-1 sigri spænska liðsins. Fyrst henti hann boltanum í Karim Benzema sem skoraði og svo lak langskot Gareth Bale í gegnum hendur hans. Karius: No 'bad blood' with Klopp over L'pool exit https://t.co/gq1nEczjzX— Mark Ogden (@MarkOgden_) December 14, 2022 Karius hefur verið á láni undanfarin ár því hann spilaði ekki aftur fyrir Liverpool. Klopp keypti Alisson nokkrum vikum seinna og markvarslan var ekki lengur vandamál hjá Liverpool. Karius var tvö tímabil hjá Besiktas og eitt ár hjá Union Berlin. Hann fékk ekkert að spila á síðast ári sínu hjá Liverpool. Hann samdi síðan við Newcastle í september. „Tími minn hjá Liverpool var búinn og ég var að leita mér að nýju félagi. Það tókst ekki að ná samningi og því lenti ég í þeirri stöðu að ég varð að vera hjá Liverpool vitandi það að ég fengi ekki nein tækifæri,“ sagði Loris Karius. "For me it is tiring to keep talking about it, it's football and things happen"#LFC https://t.co/2ie4B5FJqm— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) December 14, 2022 „Ég ræddi þetta við knattspyrnustjórann. Ég ber samt engan kala til hans en vitandi stöðuna frá byrjun gerði þetta mjög erfitt,“ sagði Karius. „Þegar þú færð aldrei að vera í hópnum þá missir þú af því að upplif sigrana, tapleikina og að ferðast með liðinu,“ sagði Karius. „Ég saknaði þess. Það er ekki auðvelt að vera jákvæður og halda áfram að vinna af því að þú veist að það skiptir engu máli. Ég lærði samt mikið af þessu, reyndi mitt besta á æfingum og reyndi að halda mér jákvæðum andlega,“ sagði Karius. „Ég hef spilað yfir tvö hundruð leiki í efstu deild og landsliðum og ég veit hvað ég get. Ég vissi að ég gæti boðið margt. Ég er bara að verða þrítugur og það er ekki gamalt fyrir markvörð. Síðasta tímabil var samt erfitt,“ sagði Karius. Enski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Sjá meira
Karius er að reyna endurkomu í ensku úrvalsdeildina með Newcastle United fjórum árum eftir úrslitaleikinn afdrifaríka í Kiev. Karius gaf Real Madrid tvö mörk á silfurfati í úrslitaleiknum, fyrsta og þriðja markið í 3-1 sigri spænska liðsins. Fyrst henti hann boltanum í Karim Benzema sem skoraði og svo lak langskot Gareth Bale í gegnum hendur hans. Karius: No 'bad blood' with Klopp over L'pool exit https://t.co/gq1nEczjzX— Mark Ogden (@MarkOgden_) December 14, 2022 Karius hefur verið á láni undanfarin ár því hann spilaði ekki aftur fyrir Liverpool. Klopp keypti Alisson nokkrum vikum seinna og markvarslan var ekki lengur vandamál hjá Liverpool. Karius var tvö tímabil hjá Besiktas og eitt ár hjá Union Berlin. Hann fékk ekkert að spila á síðast ári sínu hjá Liverpool. Hann samdi síðan við Newcastle í september. „Tími minn hjá Liverpool var búinn og ég var að leita mér að nýju félagi. Það tókst ekki að ná samningi og því lenti ég í þeirri stöðu að ég varð að vera hjá Liverpool vitandi það að ég fengi ekki nein tækifæri,“ sagði Loris Karius. "For me it is tiring to keep talking about it, it's football and things happen"#LFC https://t.co/2ie4B5FJqm— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) December 14, 2022 „Ég ræddi þetta við knattspyrnustjórann. Ég ber samt engan kala til hans en vitandi stöðuna frá byrjun gerði þetta mjög erfitt,“ sagði Karius. „Þegar þú færð aldrei að vera í hópnum þá missir þú af því að upplif sigrana, tapleikina og að ferðast með liðinu,“ sagði Karius. „Ég saknaði þess. Það er ekki auðvelt að vera jákvæður og halda áfram að vinna af því að þú veist að það skiptir engu máli. Ég lærði samt mikið af þessu, reyndi mitt besta á æfingum og reyndi að halda mér jákvæðum andlega,“ sagði Karius. „Ég hef spilað yfir tvö hundruð leiki í efstu deild og landsliðum og ég veit hvað ég get. Ég vissi að ég gæti boðið margt. Ég er bara að verða þrítugur og það er ekki gamalt fyrir markvörð. Síðasta tímabil var samt erfitt,“ sagði Karius.
Enski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Sjá meira