Friðrik Grétarson leikstýrði myndbandinu sem var framleitt af Geir Ólafssyni. Kristján sýnir sínar bestu hliðar og slær ekki feilnótu frekar en nokkru sinni. Söngurinn er kannski ekki beint fyrir hvern sem er til að leika eftir. Það gæti þó verið hin besta skemmtun í komandi jólaboðum að reyna við lagið ef stemningin er eitthvað dauf. Við þorum að ábyrgjast að það myndi hressa upp á stemninguna - við mönum þig til að prófa.
Lag dagsins er Nessun Dorma með Kristjáni Jóhannsyni.