Tók meðvitaða ákvörðun um að gefa dómurum vinnufrið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2022 11:31 Bjarni Fritzson vill einbeita sér að þjálfun síns liðs en ekki að því að reyna að hafa áhrif á dómara. VÍSIR/BÁRA Handboltaþjálfarinn Bjarni Fritzson segir að sýn hans á störf dómara í handbolta hafi algjörlega breyst eftir að hann starfaði sem sérfræðingur í sjónvarpi. Bjarni tók við þjálfun ÍR í Olís deild karla fyrir þetta tímabil en hafði þar áður verið sérfræðingur í Seinni bylgjunni í tvö tímabil. Sýn hans á dómara breyttist gríðarlega við það að fara hinum megin við borðið. Í seinni bylgjunni var hann að greina leikinn fyrir sjónvarp og sá því leikinn allt öðrum augum. „Þegar ég var í Seinni bylgjunni í fyrra þá var það mjög gott fyrir mig að stíga út úr þjálfuninni. Þegar maður er ofan í þessu þá týnir maður sér inn í þessu einhvern veginn,,“ sagði Bjarni Fritzson við Stefán Árna Pálsson. „Þegar ég steig aðeins út úr þessu þá fór ég að horfa á leikinn sem áhorfandi. Þá fannst mér svolítið fyndið þetta mikla dómaratuð sem var í gangi. Það sem mér fannst eiginlega merkilegast var að dómararnir höfðu yfirleitt alltaf rétt fyrir sér,“ sagði Bjarni. „Það er mikið að vera tuða yfir alls konar hlutum og ég fór að hugsa þetta svolítið. Við erum með tvö lið og við erum með einhvern viðburð sem er leikurinn. Við ráðum tvo menn til að hafa stjórn á leiknum. Við erum síðan öskrandi á þá allan leikinn,“ sagði Bjarni. „Mér finnst ekki vera hægt að bjóða dómurum upp á það. Ég tók meðvitaða ákvörðun um að gefa þeim vinnufrið en auðvitað tala ég alveg stundum við þá. Ég reyni að gera það prúðmannlega og vera vingjarnlegur,“ sagði Bjarni. Bjarni hefur enn ekki fengið gult spjald á tímabilinu. „Sumir sækja sér gult spjald til þess að láta finna fyrir sér. Ég var samt ekkert búinn að pæla neitt í því og það getur vel verið að það komin einhvern tímann,“ sagði Bjarni og hann segist fyrir vikið vera betri þjálfari. „Ég er með miklu betri fókus á leikinn. Það er einn leikur sem ég var með hærra spennustig heldur en í hinum og mér finnst það vera lélegasti leikur minn sem þjálfari. Mér fannst ég ekki ná að sjá leikinn nægilega vel,“ sagði Bjarni. Það er nóg að gera hjá Bjarna þessa dagana því hann stendur í bókaútgáfu. Hvernig fer það saman að vera rithöfundur og handboltaþjálfari. „Það er bara ótrúlega skemmtilegt. Með bókunum ertu svolítið einn í þínu horni að týna þér inn í einhverjum heimum sem þú ert að búa til. Svo færðu útrás fyrir adrenalínið, spennuna og stemmninguna í handboltanum. Mér hefur alltaf fundist það passa mjög vel saman,“ sagði Bjarni. Bjarni gefur út bækurnar um Orra ótöðvandi og Sölku. Þetta er önnur bókin um Sölku og heitir hún: Salka 2: Tímaflakkið. Þetta er síðan fimmta og síðasta bókin um Orra og heitir hún: Orri óstöðvandi: Draumur Möggu Messi. Olís-deild karla Seinni bylgjan ÍR Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Fleiri fréttir Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Sjá meira
Bjarni tók við þjálfun ÍR í Olís deild karla fyrir þetta tímabil en hafði þar áður verið sérfræðingur í Seinni bylgjunni í tvö tímabil. Sýn hans á dómara breyttist gríðarlega við það að fara hinum megin við borðið. Í seinni bylgjunni var hann að greina leikinn fyrir sjónvarp og sá því leikinn allt öðrum augum. „Þegar ég var í Seinni bylgjunni í fyrra þá var það mjög gott fyrir mig að stíga út úr þjálfuninni. Þegar maður er ofan í þessu þá týnir maður sér inn í þessu einhvern veginn,,“ sagði Bjarni Fritzson við Stefán Árna Pálsson. „Þegar ég steig aðeins út úr þessu þá fór ég að horfa á leikinn sem áhorfandi. Þá fannst mér svolítið fyndið þetta mikla dómaratuð sem var í gangi. Það sem mér fannst eiginlega merkilegast var að dómararnir höfðu yfirleitt alltaf rétt fyrir sér,“ sagði Bjarni. „Það er mikið að vera tuða yfir alls konar hlutum og ég fór að hugsa þetta svolítið. Við erum með tvö lið og við erum með einhvern viðburð sem er leikurinn. Við ráðum tvo menn til að hafa stjórn á leiknum. Við erum síðan öskrandi á þá allan leikinn,“ sagði Bjarni. „Mér finnst ekki vera hægt að bjóða dómurum upp á það. Ég tók meðvitaða ákvörðun um að gefa þeim vinnufrið en auðvitað tala ég alveg stundum við þá. Ég reyni að gera það prúðmannlega og vera vingjarnlegur,“ sagði Bjarni. Bjarni hefur enn ekki fengið gult spjald á tímabilinu. „Sumir sækja sér gult spjald til þess að láta finna fyrir sér. Ég var samt ekkert búinn að pæla neitt í því og það getur vel verið að það komin einhvern tímann,“ sagði Bjarni og hann segist fyrir vikið vera betri þjálfari. „Ég er með miklu betri fókus á leikinn. Það er einn leikur sem ég var með hærra spennustig heldur en í hinum og mér finnst það vera lélegasti leikur minn sem þjálfari. Mér fannst ég ekki ná að sjá leikinn nægilega vel,“ sagði Bjarni. Það er nóg að gera hjá Bjarna þessa dagana því hann stendur í bókaútgáfu. Hvernig fer það saman að vera rithöfundur og handboltaþjálfari. „Það er bara ótrúlega skemmtilegt. Með bókunum ertu svolítið einn í þínu horni að týna þér inn í einhverjum heimum sem þú ert að búa til. Svo færðu útrás fyrir adrenalínið, spennuna og stemmninguna í handboltanum. Mér hefur alltaf fundist það passa mjög vel saman,“ sagði Bjarni. Bjarni gefur út bækurnar um Orra ótöðvandi og Sölku. Þetta er önnur bókin um Sölku og heitir hún: Salka 2: Tímaflakkið. Þetta er síðan fimmta og síðasta bókin um Orra og heitir hún: Orri óstöðvandi: Draumur Möggu Messi.
Olís-deild karla Seinni bylgjan ÍR Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Fleiri fréttir Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Sjá meira