Varaforseti Evrópuþingsins grunaður um spillingu Bjarki Sigurðsson skrifar 10. desember 2022 09:37 Hin gríska Eva Kaili er ein fjórtán varaforseta Evrópuþingsins. Getty/Vladimir Rys Evu Kaili, einni af fjórtán varaforsetum Evrópuþingsins, hefur verið vikið úr stjórnmálaflokk sínum í heimalandinu vegna gruns um spillingu. Henni hefur einnig verið vikið úr þingflokknum á Evrópuþinginu. Belgíska lögreglan gerði í gær húsleit á sextán heimilum og hneppti fjóra einstaklinga í gæsluvarðhald. Talið er að einstaklingarnir hafi tekið þátt í þrýstihópsstarfsemi fyrir Katar í aðdragandanum að heimsmeistaramótinu í fótbolta sem fram fer þar í landi um þessar mundir. Í grein Politico um málið segir að Katarar hafi greitt meðlimum Evrópuþingsins og öðru áhrifafólki innan Evrópusambandsins mútur og gefið þeim gjafir ef þau myndi takmarka gagnrýni sína á Katar og ekki taka þátt í efnahagslegum aðgerðum gegn ríkinu. Við húsleitirnar lagði lögreglan hald á tæplega níutíu milljónir króna, farsíma og annan tölvubúnað. Lögreglan telur að um nokkurt skeið hafi katörsk yfirvöld haft áhrif á ýmis mál innan Evrópusambandsins í gegnum fólkið. Kaili er sú valdamesta af þeim sem gerð húsleit var hjá en hún situr á þinginu fyrir vinstri flokkinn Sósíalistar og demókratar. Þá hefur hún verið meðlimur gríska flokksins Pasok. Henni hefur verið vikið úr báðum flokkum. Meðal þess sem Kaili sagði á þinginu var að Katarar væru „framúrskarandi í réttindum verkamanna“ eftir að hafa hitt vinnumálaráðherra landsins. Hvorki Kaili né yfirvöld í Katar hafa viljað svara fjölmiðlum um málið hingað til. Evrópusambandið Grikkland HM 2022 í Katar Belgía Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Belgíska lögreglan gerði í gær húsleit á sextán heimilum og hneppti fjóra einstaklinga í gæsluvarðhald. Talið er að einstaklingarnir hafi tekið þátt í þrýstihópsstarfsemi fyrir Katar í aðdragandanum að heimsmeistaramótinu í fótbolta sem fram fer þar í landi um þessar mundir. Í grein Politico um málið segir að Katarar hafi greitt meðlimum Evrópuþingsins og öðru áhrifafólki innan Evrópusambandsins mútur og gefið þeim gjafir ef þau myndi takmarka gagnrýni sína á Katar og ekki taka þátt í efnahagslegum aðgerðum gegn ríkinu. Við húsleitirnar lagði lögreglan hald á tæplega níutíu milljónir króna, farsíma og annan tölvubúnað. Lögreglan telur að um nokkurt skeið hafi katörsk yfirvöld haft áhrif á ýmis mál innan Evrópusambandsins í gegnum fólkið. Kaili er sú valdamesta af þeim sem gerð húsleit var hjá en hún situr á þinginu fyrir vinstri flokkinn Sósíalistar og demókratar. Þá hefur hún verið meðlimur gríska flokksins Pasok. Henni hefur verið vikið úr báðum flokkum. Meðal þess sem Kaili sagði á þinginu var að Katarar væru „framúrskarandi í réttindum verkamanna“ eftir að hafa hitt vinnumálaráðherra landsins. Hvorki Kaili né yfirvöld í Katar hafa viljað svara fjölmiðlum um málið hingað til.
Evrópusambandið Grikkland HM 2022 í Katar Belgía Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira