Félagaúthlutun að hefjast hjá SVFR Karl Lúðvíksson skrifar 6. desember 2022 08:44 Stangaveiðifélag Reykjavíkur hefur líklega sjaldan verið með jafn mikið úrval af veiði fyrir sína félaga og nú styttist í úthlutun á veiðileyfum. Félagaúthlutun hefst í næstu viku og af þeim sökum sitja veiðimenn og veiðikonur yfir úrvali veiðileyfa hjá SVFR og sækja um þá daga sem óskað er eftir en almennt ríkir mikil spenna fyrir henni að vanda. Aðeins félagsmenn sem greitt hafa félagsgjöldin hafa aðgang að úthlutun þannig að það er um að gera fyrir þá sem eiga eftir að greiða félagsgjöldin að ganga frá þeim. Einnig bendum við á að ef þú ert kominn með nýtt netfang að senda tölvupóst á svfr@svfr.is þannig að skrifstofa félagsins geti uppfært það í sínum kerfum. Meðal veiðisvæða hjá félaginu má nefna Langá á Mýrum, Flekkudalsá, Gljúfurá, Gufudalsá, Haukadalsá, Korpa, Laugardalsá, Laxá í Laxárdal, Laxá í Mý, Leirvogsá, Miðá í Dölum, Sandá í Þistilfirði, Varmá og auðvitað Elliðaárnar en dregið er úr umsóknum úr þeim seinna og tengist sú úthlutun eða sá dráttur ekki öðrum umsóknum í veiðisvæði félagsins. Félagaúthlutun hefst 14. desember. Stangveiði Mest lesið Fiskvegur skal gerður fyrir ísaldarurriðann Veiði Talið niður í gæsaveiðina Veiði Veiðigoðsögnin Völundur Þorsteinn er látinn Veiði Yfir 1000 laxar gengnir í Elliðaárnar Veiði Stefnir í kuldalega veiðiopnun Veiði Yfirlýsing frá Skotvís vegna rjúpnaveiða í Húnaþingi vestra Veiði 44 laxar á land á fyrsta degi í Miðfjarðará Veiði Gekkstu vel frá veiðidótinu þínu? Veiði Guðrún er staðalbúnaður í hverri veiðiferð Veiði Fyrsti laxinn úr Mýrarkvísl Veiði
Félagaúthlutun hefst í næstu viku og af þeim sökum sitja veiðimenn og veiðikonur yfir úrvali veiðileyfa hjá SVFR og sækja um þá daga sem óskað er eftir en almennt ríkir mikil spenna fyrir henni að vanda. Aðeins félagsmenn sem greitt hafa félagsgjöldin hafa aðgang að úthlutun þannig að það er um að gera fyrir þá sem eiga eftir að greiða félagsgjöldin að ganga frá þeim. Einnig bendum við á að ef þú ert kominn með nýtt netfang að senda tölvupóst á svfr@svfr.is þannig að skrifstofa félagsins geti uppfært það í sínum kerfum. Meðal veiðisvæða hjá félaginu má nefna Langá á Mýrum, Flekkudalsá, Gljúfurá, Gufudalsá, Haukadalsá, Korpa, Laugardalsá, Laxá í Laxárdal, Laxá í Mý, Leirvogsá, Miðá í Dölum, Sandá í Þistilfirði, Varmá og auðvitað Elliðaárnar en dregið er úr umsóknum úr þeim seinna og tengist sú úthlutun eða sá dráttur ekki öðrum umsóknum í veiðisvæði félagsins. Félagaúthlutun hefst 14. desember.
Stangveiði Mest lesið Fiskvegur skal gerður fyrir ísaldarurriðann Veiði Talið niður í gæsaveiðina Veiði Veiðigoðsögnin Völundur Þorsteinn er látinn Veiði Yfir 1000 laxar gengnir í Elliðaárnar Veiði Stefnir í kuldalega veiðiopnun Veiði Yfirlýsing frá Skotvís vegna rjúpnaveiða í Húnaþingi vestra Veiði 44 laxar á land á fyrsta degi í Miðfjarðará Veiði Gekkstu vel frá veiðidótinu þínu? Veiði Guðrún er staðalbúnaður í hverri veiðiferð Veiði Fyrsti laxinn úr Mýrarkvísl Veiði