Dómararnir þurftu fylgd inn í klefa eftir að leikmenn Úrúgvæ gerðu að þeim aðsúg Smári Jökull Jónsson skrifar 3. desember 2022 12:00 Dómararnir fengu fylgd inn í klefa eftir leik. Leikmenn Úrúgvæ voru mjög ósáttir að fá ekki vítaspyrnu í leiknum. Vísir/Getty Það voru mikil læti eftir að leik Úrúgvæ og Gana lauk á heimsmeistaramótinu í Katar í gær og þurftu dómarar leiksins fylgd inn í klefa að honum loknum. Luis Suarez segir að FIFA sé á móti Úrúgvæ. Það var mikil dramatík í H-riðli heimsmeistaramótsins í gær þegar Suður-Kórea tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum með 2-1 sigri á Portúgal en sigurmark Hwang Hee-Chan kom í uppbótartíma. Úrúgvæ vann á sama tíma Gana 2-0 en hefði þurft eitt mark í viðbót til að fara uppfyrir Suður Kóreu á markatölu. Í lok leiks Úrúgvæ og Gana vildu Suður-Ameríkumennirnir fá vítaspyrnu þegar Edinson Cavani féll í teignum eftir baráttu við varnarmann Gana. Dómarinn Daniel Siebert dæmdi ekkert og VAR-dómarinn kallaði Seibert ekki að skjánum til að skoða atvikið, leikmönnum Úrúgvæ til mikillar gremju. Úrúgvæ vildi einnig fá víti fyrr í leiknum þegar Darwin Nunez fór niður í vítateignum. Uruguay were all over the officials after the whistle pic.twitter.com/PJVSQbVeAn— B/R Football (@brfootball) December 2, 2022 Í leikslok varð síðan allt brjálað. Leikmenn Úrúgvæ þustu að hinum þýska Siebert og kröfðust útskýringa á því af hverju vítaspyrna var ekki dæmd. Bæði Edinson Cavani og Jose Gimenez fengu gult spjald eftir að flautað var af og þurftu dómararnir fylgd inn í búningsklefa. Luis Suarez kom að báðum mörkum Úrúgvæ í fyrri hálfleiknum en var síðan tekin af velli í þeim síðari. Þetta er að öllum líkindum hans síðasta heimsmeistaramót en Suarez var í öngum sínum á bekknum síðustu mínútur leiksins og grét eftir að Siebert flautaði til leiksloka. Nunes fellur niður innan teigs, atriðið var skoðað frá nokkrum sjónarhornum, niðurstaðan ekkert brot, ekkert víti. Leikmenn Úrúgvæ ekki sáttir við þessa niðurstöðu pic.twitter.com/hrSnOT8nCO— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 2, 2022 Í viðtali eftir leik hraunaði Suarez yfir FIFA og sagði að Úrúgvæ þyrfti að fá meiri völd innan sambandsins. „Fólkið hjá FIFA þarf að útskýra fyrir okkur hvernig þeir komust að þessari niðurstöðu. Þeir dæma ótrúlega vítaspyrnu og við fáum ekki þessar tvær,“ sagði Suarez eftir leik en Gana fékk víti í fyrri hálfleiknum sem Sergio Rochet, markvörður Úrúgvæ, varði frá Andre Ayew. „Við verðum að segja eitthvað. Eftir leik vildi ég hitta börnin mín en FIFA bannaði það, leikmaður Frakka var hins vegar með barnið sitt á bekknum. Úrúgvæ þarf meiri völd, FIFA hefur alltaf verið á móti Úrúgvæ.“ Eins og sjá má var leikmönnum Úrúgvæ ansi heitt í hamsi eftir leik.Vísir/Getty Suarez var afskaplega svekktur í leikslok.Vísir/Getty HM 2022 í Katar Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Sjá meira
Það var mikil dramatík í H-riðli heimsmeistaramótsins í gær þegar Suður-Kórea tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum með 2-1 sigri á Portúgal en sigurmark Hwang Hee-Chan kom í uppbótartíma. Úrúgvæ vann á sama tíma Gana 2-0 en hefði þurft eitt mark í viðbót til að fara uppfyrir Suður Kóreu á markatölu. Í lok leiks Úrúgvæ og Gana vildu Suður-Ameríkumennirnir fá vítaspyrnu þegar Edinson Cavani féll í teignum eftir baráttu við varnarmann Gana. Dómarinn Daniel Siebert dæmdi ekkert og VAR-dómarinn kallaði Seibert ekki að skjánum til að skoða atvikið, leikmönnum Úrúgvæ til mikillar gremju. Úrúgvæ vildi einnig fá víti fyrr í leiknum þegar Darwin Nunez fór niður í vítateignum. Uruguay were all over the officials after the whistle pic.twitter.com/PJVSQbVeAn— B/R Football (@brfootball) December 2, 2022 Í leikslok varð síðan allt brjálað. Leikmenn Úrúgvæ þustu að hinum þýska Siebert og kröfðust útskýringa á því af hverju vítaspyrna var ekki dæmd. Bæði Edinson Cavani og Jose Gimenez fengu gult spjald eftir að flautað var af og þurftu dómararnir fylgd inn í búningsklefa. Luis Suarez kom að báðum mörkum Úrúgvæ í fyrri hálfleiknum en var síðan tekin af velli í þeim síðari. Þetta er að öllum líkindum hans síðasta heimsmeistaramót en Suarez var í öngum sínum á bekknum síðustu mínútur leiksins og grét eftir að Siebert flautaði til leiksloka. Nunes fellur niður innan teigs, atriðið var skoðað frá nokkrum sjónarhornum, niðurstaðan ekkert brot, ekkert víti. Leikmenn Úrúgvæ ekki sáttir við þessa niðurstöðu pic.twitter.com/hrSnOT8nCO— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 2, 2022 Í viðtali eftir leik hraunaði Suarez yfir FIFA og sagði að Úrúgvæ þyrfti að fá meiri völd innan sambandsins. „Fólkið hjá FIFA þarf að útskýra fyrir okkur hvernig þeir komust að þessari niðurstöðu. Þeir dæma ótrúlega vítaspyrnu og við fáum ekki þessar tvær,“ sagði Suarez eftir leik en Gana fékk víti í fyrri hálfleiknum sem Sergio Rochet, markvörður Úrúgvæ, varði frá Andre Ayew. „Við verðum að segja eitthvað. Eftir leik vildi ég hitta börnin mín en FIFA bannaði það, leikmaður Frakka var hins vegar með barnið sitt á bekknum. Úrúgvæ þarf meiri völd, FIFA hefur alltaf verið á móti Úrúgvæ.“ Eins og sjá má var leikmönnum Úrúgvæ ansi heitt í hamsi eftir leik.Vísir/Getty Suarez var afskaplega svekktur í leikslok.Vísir/Getty
HM 2022 í Katar Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Sjá meira