Einu höggi frá því að komast í gegnum niðurskurðinn Smári Jökull Jónsson skrifar 3. desember 2022 10:01 Guðmundur Ágúst Kristjánsson var einu höggi frá niðurskurðinum. Vísir/Getty Atvinnukylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Investec South African mótinu á Evrópumótaröðinni í golfi sem er nú í gangi í Jóhannesarborg. Guðmundur Ágúst lauk keppni á öðrum hring í morgun. Investec South African mótið er hluti af Evrópumótaröðinni í golfi en Guðmundur Ágúst tryggði sér fullan keppnisröð á Evrópumótaröðinni fyrir skömmu en hann er aðeins annar Íslendingurinn sem nær þeim áfanga, sá fyrri var Birgir Leifur Hafþórsson árin 2006 og 2007. Mótið er annað mótið sem Guðmundur Ágúst tekur þátt í á mótaröðinni en fyrsta mótið fór fram í síðustu viku, einnig í Jóhannesarborg. Þar lék Guðmundur Ágúst á 6 höggum yfir pari samtals á fyrstu tveimur keppnisdögunum og komst ekki í gegnum niðurskurð. Investec South African mótið hófst á fimmtudag og lék Guðmundur fyrsta hringinn á 72 höggum sem er par vallarins. Hann hafði svo leikið sex holur á öðrum hring þegar keppni var frestað vegna veðurs en þá var hann á einu höggi undir pari. Þá var hann fyrir ofan niðurskurðarlínuna og því á leið áfram eins og staðan var þá. Keppni hélt síðan áfram í morgun og eftir að hafa náð pari á þremur fyrstu holunum fékk hann tvo skolla í röð og féll niður fyrir niðurskurðarlínuna. Guðmundur lauk síðan keppni á einu höggi undir pari en það dugði ekki til þess að halda áfram keppni á hring þrjú og fjögur þar sem aðeins þeir kylfingar sem léku á tveimur höggum undir pari eða betur komust áfram. Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Investec South African mótið er hluti af Evrópumótaröðinni í golfi en Guðmundur Ágúst tryggði sér fullan keppnisröð á Evrópumótaröðinni fyrir skömmu en hann er aðeins annar Íslendingurinn sem nær þeim áfanga, sá fyrri var Birgir Leifur Hafþórsson árin 2006 og 2007. Mótið er annað mótið sem Guðmundur Ágúst tekur þátt í á mótaröðinni en fyrsta mótið fór fram í síðustu viku, einnig í Jóhannesarborg. Þar lék Guðmundur Ágúst á 6 höggum yfir pari samtals á fyrstu tveimur keppnisdögunum og komst ekki í gegnum niðurskurð. Investec South African mótið hófst á fimmtudag og lék Guðmundur fyrsta hringinn á 72 höggum sem er par vallarins. Hann hafði svo leikið sex holur á öðrum hring þegar keppni var frestað vegna veðurs en þá var hann á einu höggi undir pari. Þá var hann fyrir ofan niðurskurðarlínuna og því á leið áfram eins og staðan var þá. Keppni hélt síðan áfram í morgun og eftir að hafa náð pari á þremur fyrstu holunum fékk hann tvo skolla í röð og féll niður fyrir niðurskurðarlínuna. Guðmundur lauk síðan keppni á einu höggi undir pari en það dugði ekki til þess að halda áfram keppni á hring þrjú og fjögur þar sem aðeins þeir kylfingar sem léku á tveimur höggum undir pari eða betur komust áfram.
Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira