Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - KA/Þór 28-20 | Haukar skutust upp fyrir Akureyringa Dagur Lárusson skrifar 3. desember 2022 18:15 Einu sinni sem oftar var Elín Klara Þorkelsdóttir í aðalhlutverki hjá Haukum. vísir/hulda margrét Haukar höfðu betur gegn KA/Þór á Ásvöllum í Olís-deild kvenna í dag en lokatölur leiksins voru 28-20. Fyrir leikinn voru liðin í fimmta og sjötta sæti deildarinnar, bæði með fjögur stig en KA/Þór með betri markatölu. Þegar liðin mættust fyrr í vetur var það Þór/KA sem hafði betur með einu marki. Nathalia Soares handsamar boltann.vísir/hulda margrét Það voru Haukakonur sem byrjuðu leikinn betur og komust strax í 3-0 forystu og það var forysta sem Haukar náði að halda í alveg þar til á lokamínútum fyrri hálfleiksins. Í fyrri hluta hálfleiksins var hvorugt liðið að spila frábæran varnarleik og voru það oft á tíðum markmenn liðanna sem stigu upp. Þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum voru Haukakonur ennþá með forystuna en þá tók Andri Snær Stefánsson, þjálfari Akureyringa, leikhlé fyrir gestina. Eftir það leiklé var það KA/Þór sem var betri aðilinn, náði að minnka forystu Hauka og að lokum komast yfir en staðan í hálfleik var 12-13. Elín Klara sleppur í gegnum vörn KA/Þórs.vísir/hulda margrét Í seinni hálfleiknum voru það aftur Haukakonur sem byrjuðu betur og þær voru því ekki lengi að snúa leiknum sér í vil á ný en þegar um fimm mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum var staðan orðin 17-15 og sóknir gestanna ekki upp á marga fiska. Nokkrum mínútum síðar ákvað Andri að taka leikhlé en það átti þó ekki eftir að skila miklu. Hart var barist í leiknum í dag.vísir/hulda margrét Eftir það leiklé gengu Haukakonur algjörlega á lagið og skoruðu hvert markið á fætur öðru þar til það mátti sjá ákveðna uppgjöf og þreytu í leikmönnum KA/Þórs. Lokakafli leiksins var því heldur þægilegur fyrir heimaliði og voru lokatölur 28-20. Af hverju unnu Haukar? Eins og sjá má á lokastöðunni þá fengu Haukar aðeins á sig 20 mörk sem verður að teljast sterkt. Varnarleikur liðsins var ekkert sérstakur fyrstu fimmtán mínútur leiksins en eftir það small hann. Hverjir stóðu uppúr? Elín Klara fór fyrir liði Hauka eins og svo oft og hún fór á kostum á lokakafla leiksins og var ein helsta ástæðan fyrir því að munurinn á liðunum var eins og hann var í leikslok. Berglind Benediktsdóttir skoraði fjögur mörk.vísir/hulda margrét Hvað gekk illa? Uppgjöf eða þreyta í liði KA/Þórs undir lokin. Hvað gerist næst? Næsti leikur Hauka er gegn Selfossi eftir viku á meðan næsti leikur KA/Þórs er gegn Stjörnunni þann sama dag. Ragnar: Fannst vörnin vera frábær nánast allan leikinn Ragnar Hermannsson var virkilega sáttur í leikslok.vísir/hulda margrét Ragnar Hermannsson, þjálfari Hauka, var að vonum ánægður með sigur síns liðs á KA/Þór í Olís deild kvenna í dag. „Já svona þegar upp var staðið myndi ég segja að allt hafi farið eftir plani,“ byrjaði Ragnar Hermannsson eftir leik. „Eins og við töluðum um um fyrir leikinn varðandi leikgreind og svo framvegis þá fannst mér vanta svolítið upp á það í fyrri hálfleiknum. Við vorum að taka skot þegar við áttum að róa spilið frekar niður og brjóta á þeim þegar þær voru í slæmum færum til dæmis,“ hélt Ragnar áfram. „Við missum bæði 5-1 og 10-7 niður í jafntefli það er svona það sem ég er ekki sáttur með hvað þennan leik varðar. En samt sem áður þá fannst mér við fá minna úr fyrri hálfleiknum en við áttum skilið.“ Ragnar var virkilega ánægður með varnarleikinn í leiknum. „Mér fannst vörnin vera frábær nánast allan leikinn en sérstaklega í seinni hálfleiknum. Svo voru sumir leikmenn sem sýndu á sér spari hliðarnar á þessum kafla þar sem við silgdum þess heim undir lokin,“ endaði Ragnar á að segja. Andri Snær: Megum ekki gefast upp Andri Snær Stefánsson segir að Akureyringar megi ekki leggja árar í bát.vísir/hulda margrét „Já, það er rétt, það er erfitt að kyngja þessu tapi og þetta eru gríðarleg vonbrigði,” byrjaði Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs, að segja eftir leik. „Við vorum einu marki yfir í hálfleik og köstuðum þessu frá okkur alltof auðveldlega og þetta er því mjög súrt,“ hélt Andri áfram. „Við féllum í gildruna í rauninni, þær voru að spila framarlega á okkur og við þurftum að láta boltann vinna og sýna þolinmæði og við gerðum það vel á köflum í fyrri hálfleiknum. En í seinni hálfleiknum fannst mér það vera aðallega okkar sóknarleikur sem fór með þetta. Við vorum að taka ákvarðanir allt of fljótt og þá væru þær fljótar að refsa.“ Andri var ekki viss hvort að það hafi verið þreyta, uppgjöf eða reynsluleysi sem varð hans liði falli á kaflanum þar sem Haukar gengu á lagið. „Það er engin afsökun að vera með svona ungt lið, ungar stelpur í stórum hlutverkum í liðinu. En við erum einfaldlega í djúpu lauginni og við þurfum að læra hratt og við megum ekki gefast upp,“ endaði Andri á að segja. Olís-deild kvenna Haukar KA Þór Akureyri
Haukar höfðu betur gegn KA/Þór á Ásvöllum í Olís-deild kvenna í dag en lokatölur leiksins voru 28-20. Fyrir leikinn voru liðin í fimmta og sjötta sæti deildarinnar, bæði með fjögur stig en KA/Þór með betri markatölu. Þegar liðin mættust fyrr í vetur var það Þór/KA sem hafði betur með einu marki. Nathalia Soares handsamar boltann.vísir/hulda margrét Það voru Haukakonur sem byrjuðu leikinn betur og komust strax í 3-0 forystu og það var forysta sem Haukar náði að halda í alveg þar til á lokamínútum fyrri hálfleiksins. Í fyrri hluta hálfleiksins var hvorugt liðið að spila frábæran varnarleik og voru það oft á tíðum markmenn liðanna sem stigu upp. Þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum voru Haukakonur ennþá með forystuna en þá tók Andri Snær Stefánsson, þjálfari Akureyringa, leikhlé fyrir gestina. Eftir það leiklé var það KA/Þór sem var betri aðilinn, náði að minnka forystu Hauka og að lokum komast yfir en staðan í hálfleik var 12-13. Elín Klara sleppur í gegnum vörn KA/Þórs.vísir/hulda margrét Í seinni hálfleiknum voru það aftur Haukakonur sem byrjuðu betur og þær voru því ekki lengi að snúa leiknum sér í vil á ný en þegar um fimm mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum var staðan orðin 17-15 og sóknir gestanna ekki upp á marga fiska. Nokkrum mínútum síðar ákvað Andri að taka leikhlé en það átti þó ekki eftir að skila miklu. Hart var barist í leiknum í dag.vísir/hulda margrét Eftir það leiklé gengu Haukakonur algjörlega á lagið og skoruðu hvert markið á fætur öðru þar til það mátti sjá ákveðna uppgjöf og þreytu í leikmönnum KA/Þórs. Lokakafli leiksins var því heldur þægilegur fyrir heimaliði og voru lokatölur 28-20. Af hverju unnu Haukar? Eins og sjá má á lokastöðunni þá fengu Haukar aðeins á sig 20 mörk sem verður að teljast sterkt. Varnarleikur liðsins var ekkert sérstakur fyrstu fimmtán mínútur leiksins en eftir það small hann. Hverjir stóðu uppúr? Elín Klara fór fyrir liði Hauka eins og svo oft og hún fór á kostum á lokakafla leiksins og var ein helsta ástæðan fyrir því að munurinn á liðunum var eins og hann var í leikslok. Berglind Benediktsdóttir skoraði fjögur mörk.vísir/hulda margrét Hvað gekk illa? Uppgjöf eða þreyta í liði KA/Þórs undir lokin. Hvað gerist næst? Næsti leikur Hauka er gegn Selfossi eftir viku á meðan næsti leikur KA/Þórs er gegn Stjörnunni þann sama dag. Ragnar: Fannst vörnin vera frábær nánast allan leikinn Ragnar Hermannsson var virkilega sáttur í leikslok.vísir/hulda margrét Ragnar Hermannsson, þjálfari Hauka, var að vonum ánægður með sigur síns liðs á KA/Þór í Olís deild kvenna í dag. „Já svona þegar upp var staðið myndi ég segja að allt hafi farið eftir plani,“ byrjaði Ragnar Hermannsson eftir leik. „Eins og við töluðum um um fyrir leikinn varðandi leikgreind og svo framvegis þá fannst mér vanta svolítið upp á það í fyrri hálfleiknum. Við vorum að taka skot þegar við áttum að róa spilið frekar niður og brjóta á þeim þegar þær voru í slæmum færum til dæmis,“ hélt Ragnar áfram. „Við missum bæði 5-1 og 10-7 niður í jafntefli það er svona það sem ég er ekki sáttur með hvað þennan leik varðar. En samt sem áður þá fannst mér við fá minna úr fyrri hálfleiknum en við áttum skilið.“ Ragnar var virkilega ánægður með varnarleikinn í leiknum. „Mér fannst vörnin vera frábær nánast allan leikinn en sérstaklega í seinni hálfleiknum. Svo voru sumir leikmenn sem sýndu á sér spari hliðarnar á þessum kafla þar sem við silgdum þess heim undir lokin,“ endaði Ragnar á að segja. Andri Snær: Megum ekki gefast upp Andri Snær Stefánsson segir að Akureyringar megi ekki leggja árar í bát.vísir/hulda margrét „Já, það er rétt, það er erfitt að kyngja þessu tapi og þetta eru gríðarleg vonbrigði,” byrjaði Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs, að segja eftir leik. „Við vorum einu marki yfir í hálfleik og köstuðum þessu frá okkur alltof auðveldlega og þetta er því mjög súrt,“ hélt Andri áfram. „Við féllum í gildruna í rauninni, þær voru að spila framarlega á okkur og við þurftum að láta boltann vinna og sýna þolinmæði og við gerðum það vel á köflum í fyrri hálfleiknum. En í seinni hálfleiknum fannst mér það vera aðallega okkar sóknarleikur sem fór með þetta. Við vorum að taka ákvarðanir allt of fljótt og þá væru þær fljótar að refsa.“ Andri var ekki viss hvort að það hafi verið þreyta, uppgjöf eða reynsluleysi sem varð hans liði falli á kaflanum þar sem Haukar gengu á lagið. „Það er engin afsökun að vera með svona ungt lið, ungar stelpur í stórum hlutverkum í liðinu. En við erum einfaldlega í djúpu lauginni og við þurfum að læra hratt og við megum ekki gefast upp,“ endaði Andri á að segja.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti