Lukaku klúðraði öllu og braut síðan varamannaskýlið Smári Jökull Jónsson skrifar 1. desember 2022 22:32 Lukaku var eðlilega niðurbrotinn eftir leik. Vísir/Getty Belgíski framherjinn Romelu Lukaku mun eflaust eiga erfitt með svefn í nótt eftir að hafa misnotað fjölmörg færi þegar Belgía féll úr leik á heimsmeistaramótinu eftir jafntefli gegn Króatíu. Belgar eru í öðru sæti heimslista FIFA og því afar óvænt að liðið hafi ekki komist í 16-liða úrslit heimsmeistaramótið. Liðið var ósannfærandi í Katar, vann reyndar fyrsta leikinn gegn Kanada en tapaði síðan gegn Marokkó og þurfti sigur gegn Króatíu til að tryggja sig áfram. Romelu Lukaku átti erfiðan dag í leiknum gegn Króatíu en stjörnuframherjinn kom inn á í hálfleik en hann hefur átt við meiðsli að stríða. Lukaku fékk fjölmörg góð færi til að koma Belgum yfir en tókst ekki að koma boltanum yfir marklínuna. Belgar eru úr leik og Króatar í 16 liða úrslit ásamt Marokkó. Heimir vorkennir Lukaku. Hvernig fóru Belgar eiginilega að því að skora ekki gegn Króötum? pic.twitter.com/6ciqNSplTi— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 1, 2022 Eftir leik var Lukaku eðlilega afskaplega vonsvikinn. Liðsfélagar reyndi að hughreysta hann og þá sást Thierry Henry, aðstoðarþjálfari Belga, halda utan um Lukaku á hliðarlínunni eftir að lokaflautið gall. Lukaku lét hins vegar reiði sína bitna á varamannaskýlinu á Ahmed bin Ali vellinum því hann lamdi í hlið skýlisins sem brotnaði við höggið. XG tölfræði Lukaku í leiknum var ansi mögnuð. XG merkir „expected goals“ og segir til um hversu líklegt er að skorað sé miðað við tækifærin sem gefast. Lukaku var með 1,67 í XG sem er mjög hátt fyrir einn leikmann. Lukaku finally hits the targetpic.twitter.com/SHFbEffyVB— Troll Football (@TrollFootball) December 1, 2022 Eftir leikinn í dag tilkynnti Roberto Martinez þjálfari Belga að hann væri hættur með liðið en hann hefur verið þjálfari þess síðan árið 2016. Belgía náði í bronsverðlaun á heimsmeistaramótið í Rússlandi árið 2018 og bjuggust margir við þeim öflugum í Katar en raunin varð svo sannarlega önnur. HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Martinez hættur með Belga eftir vonbrigðin í Katar Jafnteflisleikur Belga gegn Króatíu í dag var síðasti leikur Roberto Martinez sem landsliðsþjálfari Belgíu. Hann tilkynnti eftir leikinn að hann væri hættur en jafnteflið þýddi að Belgar féllu úr leik á heimsmeistaramótinu. 1. desember 2022 19:49 Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Fleiri fréttir Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Sjá meira
Belgar eru í öðru sæti heimslista FIFA og því afar óvænt að liðið hafi ekki komist í 16-liða úrslit heimsmeistaramótið. Liðið var ósannfærandi í Katar, vann reyndar fyrsta leikinn gegn Kanada en tapaði síðan gegn Marokkó og þurfti sigur gegn Króatíu til að tryggja sig áfram. Romelu Lukaku átti erfiðan dag í leiknum gegn Króatíu en stjörnuframherjinn kom inn á í hálfleik en hann hefur átt við meiðsli að stríða. Lukaku fékk fjölmörg góð færi til að koma Belgum yfir en tókst ekki að koma boltanum yfir marklínuna. Belgar eru úr leik og Króatar í 16 liða úrslit ásamt Marokkó. Heimir vorkennir Lukaku. Hvernig fóru Belgar eiginilega að því að skora ekki gegn Króötum? pic.twitter.com/6ciqNSplTi— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 1, 2022 Eftir leik var Lukaku eðlilega afskaplega vonsvikinn. Liðsfélagar reyndi að hughreysta hann og þá sást Thierry Henry, aðstoðarþjálfari Belga, halda utan um Lukaku á hliðarlínunni eftir að lokaflautið gall. Lukaku lét hins vegar reiði sína bitna á varamannaskýlinu á Ahmed bin Ali vellinum því hann lamdi í hlið skýlisins sem brotnaði við höggið. XG tölfræði Lukaku í leiknum var ansi mögnuð. XG merkir „expected goals“ og segir til um hversu líklegt er að skorað sé miðað við tækifærin sem gefast. Lukaku var með 1,67 í XG sem er mjög hátt fyrir einn leikmann. Lukaku finally hits the targetpic.twitter.com/SHFbEffyVB— Troll Football (@TrollFootball) December 1, 2022 Eftir leikinn í dag tilkynnti Roberto Martinez þjálfari Belga að hann væri hættur með liðið en hann hefur verið þjálfari þess síðan árið 2016. Belgía náði í bronsverðlaun á heimsmeistaramótið í Rússlandi árið 2018 og bjuggust margir við þeim öflugum í Katar en raunin varð svo sannarlega önnur.
HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Martinez hættur með Belga eftir vonbrigðin í Katar Jafnteflisleikur Belga gegn Króatíu í dag var síðasti leikur Roberto Martinez sem landsliðsþjálfari Belgíu. Hann tilkynnti eftir leikinn að hann væri hættur en jafnteflið þýddi að Belgar féllu úr leik á heimsmeistaramótinu. 1. desember 2022 19:49 Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Fleiri fréttir Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Sjá meira
Martinez hættur með Belga eftir vonbrigðin í Katar Jafnteflisleikur Belga gegn Króatíu í dag var síðasti leikur Roberto Martinez sem landsliðsþjálfari Belgíu. Hann tilkynnti eftir leikinn að hann væri hættur en jafnteflið þýddi að Belgar féllu úr leik á heimsmeistaramótinu. 1. desember 2022 19:49