Þjálfari Ástrala þakkar samfélagsmiðlabanni góðan árangur Smári Jökull Jónsson skrifar 30. nóvember 2022 23:00 Graham Arnold og Aaron Mooy fagna eftir að Ástralir tryggðu sér sæti í 16-liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar. Vísir/Getty Graham Arnold er búinn að stýra Áströlum í 16-liða úrslit heimsmeistarakeppninnar í Katar eftir góðan sigur á Dönum í dag. Hann þakkar samfélagsmiðlabanni leikmanna því að liðið er komið svona langt í keppninni. Ástralir komu mörgum á óvart þegar þeir tryggðu sér annað sætið í D-riðli og þar með sæti í 16-liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar. Þeir tryggðu sér áframhald í keppninni með góðum 1-0 sigri á Dönum í dag og mæta heimsmeisturum Frakka í 16-liða úrslitunum á sunnudag. Graham Arnold þjálfari Ástrala var gríðarlega ánægður með sína menn en þetta er aðeins í annað sinn sem Ástralía kemst í 16-liða úrslit heimsmeistaramótsins en þeim árangri náðu þeir einnig árið 2006 þegar þeir féllu síðan úr leik gegn verðandi heimsmeisturum Ítala eftir mikla dramatík. „Ég er svo stoltur af vinnunni sem strákarnir hafa lagt á sig,“ sagði Arnold eftir sigurinn í dag en hann hefur verið þjálfari liðsins frá árinu 2018. „Þessir strákar eru með frábært hugarfar. Við höfum unnið að þessu síðustu fjögur og hálfa árið, að hafa trú, orku og einbeitingu. Ég sá það í augunum á þeim að þeir voru tilbúnir í kvöld.“ Ástralir fagna marki Matthew Leckie gegn Dönum í dag.Vísir/Getty Hann segir að liðið muni þó ekki fagna sigrinum gegn Dönum. „Engin fagnaðarlæti! Það er þess vegna sem við unnum eftir frábæran sigur gegn Túnis. Engin fagnaðarlæti, engar tilfinningar, svefn og engir samfélagsmiðlar.“ Arnold segir að fjölmiðlar og samskiptamiðlar geti haft slæm áhrif. „Ég veit hvaða áhrif þetta getur haft og þessir hlutir hafa mikil áhrif á frægt fólk, íþróttastjörnur og hvern sem er. Sama fólkið og styður þig slátrar þér daginn eftir.“ „Andlega er þetta stór þáttur og ef þetta hefur áhrif á heilastarfsemina þá skiptir ekki máli í hvernig formi þú ert, hversu tæknilega góður þú ert eða hversu góð taktík liðsins er. Leikmenn meðtaka það ekki því þeir eru ekki andlega tilbúnir.“ HM 2022 í Katar Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Ástralir vilja frí fyrir landsmenn á morgun eftir að hafa tryggt sér sigur um miðja nótt Ástralir tryggðu sér fyrr í dag sæti í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Katar með 1-0 sigri á Dönum í lokaleik riðlakeppninnar. Leiknum lauk um miðja nótt að áströlskum tíma en stuðningsmenn liðsins heima fyrir létu það ekki stoppa sig í fagnaðarlátunum. 30. nóvember 2022 18:01 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Fleiri fréttir Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Sjá meira
Ástralir komu mörgum á óvart þegar þeir tryggðu sér annað sætið í D-riðli og þar með sæti í 16-liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar. Þeir tryggðu sér áframhald í keppninni með góðum 1-0 sigri á Dönum í dag og mæta heimsmeisturum Frakka í 16-liða úrslitunum á sunnudag. Graham Arnold þjálfari Ástrala var gríðarlega ánægður með sína menn en þetta er aðeins í annað sinn sem Ástralía kemst í 16-liða úrslit heimsmeistaramótsins en þeim árangri náðu þeir einnig árið 2006 þegar þeir féllu síðan úr leik gegn verðandi heimsmeisturum Ítala eftir mikla dramatík. „Ég er svo stoltur af vinnunni sem strákarnir hafa lagt á sig,“ sagði Arnold eftir sigurinn í dag en hann hefur verið þjálfari liðsins frá árinu 2018. „Þessir strákar eru með frábært hugarfar. Við höfum unnið að þessu síðustu fjögur og hálfa árið, að hafa trú, orku og einbeitingu. Ég sá það í augunum á þeim að þeir voru tilbúnir í kvöld.“ Ástralir fagna marki Matthew Leckie gegn Dönum í dag.Vísir/Getty Hann segir að liðið muni þó ekki fagna sigrinum gegn Dönum. „Engin fagnaðarlæti! Það er þess vegna sem við unnum eftir frábæran sigur gegn Túnis. Engin fagnaðarlæti, engar tilfinningar, svefn og engir samfélagsmiðlar.“ Arnold segir að fjölmiðlar og samskiptamiðlar geti haft slæm áhrif. „Ég veit hvaða áhrif þetta getur haft og þessir hlutir hafa mikil áhrif á frægt fólk, íþróttastjörnur og hvern sem er. Sama fólkið og styður þig slátrar þér daginn eftir.“ „Andlega er þetta stór þáttur og ef þetta hefur áhrif á heilastarfsemina þá skiptir ekki máli í hvernig formi þú ert, hversu tæknilega góður þú ert eða hversu góð taktík liðsins er. Leikmenn meðtaka það ekki því þeir eru ekki andlega tilbúnir.“
HM 2022 í Katar Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Ástralir vilja frí fyrir landsmenn á morgun eftir að hafa tryggt sér sigur um miðja nótt Ástralir tryggðu sér fyrr í dag sæti í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Katar með 1-0 sigri á Dönum í lokaleik riðlakeppninnar. Leiknum lauk um miðja nótt að áströlskum tíma en stuðningsmenn liðsins heima fyrir létu það ekki stoppa sig í fagnaðarlátunum. 30. nóvember 2022 18:01 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Fleiri fréttir Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Sjá meira
Ástralir vilja frí fyrir landsmenn á morgun eftir að hafa tryggt sér sigur um miðja nótt Ástralir tryggðu sér fyrr í dag sæti í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Katar með 1-0 sigri á Dönum í lokaleik riðlakeppninnar. Leiknum lauk um miðja nótt að áströlskum tíma en stuðningsmenn liðsins heima fyrir létu það ekki stoppa sig í fagnaðarlátunum. 30. nóvember 2022 18:01
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti