Fimm góð ráð til þess að draga úr jólastressi og kvíða hjá börnum Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 30. nóvember 2022 15:04 Börn geta fundið fyrir stressi og kvíða í jólaösinni. Getty/sBENITEZ „Hátíðirnar eru rosalega skemmtilegur tími en hann getur líka verið rosalega annasamur. Þá er mjög vert að huga að því að streita og kvíði geta farið að einkenna börnin okkar,“ segir Ásgerður Guðmundsdóttir hjá Vinnuheilsu. Ásgerður var gestur Óskar Gunnars á FM957 þar sem hún fór yfir það hvernig draga mætti úr stressi og kvíða barna yfir hátíðirnar. Það er gjarnan talað um jólin sem hátíð barnanna. Það gleymist þó stundum að taka það inn í myndina að jólaösin, sykurneyslan og rútínuleysið, sem eru oft fylgifiskar jólanna, geta haft neikvæð áhrif á börnin. „Það er svo mikið um að vera. Það er ýmislegt að gerast í skólanum og ýmislegt um að vera heima. Það er allt af hinu góða en þetta getur orðið of mikið,“ segir Ásgerður sem lumar á fimm góðum ráðum til þess að draga úr stressi og kvíða barna í desember. Ásgerður Guðmundsdóttir frá Vinnuheilsu var gestur Óskar Gunnars á FM957. Rólegir foreldrar: „Ég myndi segja að fyrsta og besta ráðið sé að foreldrar séu sjálfir í rólegu tempói og séu svolítið skipulagður og taka börnin svolítið með inn í dæmið. Það eru eiginlega foreldrarnir sem gefa tóninn fyrir það hvernig börnin haga sér.“ Södd börn: „Reyna að forðast það að fara með svöng börn inn í verslunarmiðstöðvar og á hátíðarsamkomur. Þegar börn eru svöng þá verða þau svo tryllt og tens. Það helst alveg í hendur að vera svangur og að vera þreyttur. Það er erfitt, jafnvel fyrir fullorðna, að takast á við hávaða og mikla örvun þegar börnunum okkar líður ekki sem best.“ Næringarríkt snarl: „Við þurfum að fylgjast með því hvað börnin okkar eru að borða. Í svona asa og þegar við lendum í svona aðstæðum þá verður skyndibiti oft fyrir valinu því það er kannski ekki tími fyrir reglubundnar máltíðir. Þá er ráðið að vera með holt nesti í farteskinu.“ Útivist og hreyfing: „Gefa sér tíma til þess að fara út með börnin og viðra þau, leika sér, hoppa um og hlaupa og fá súrefni ofan í lungun. Við þurfum að huga að því líka.“ Ekki plana of mikið: „Síðasta ráðið er að forðast að plana um og of. Að hafa dagskránna ekki það skipulagða að það séu einhverjir skipulagðir viðburðir á hverjum einasta degi. Höfum tíma til að taka því rólega og setjast út í kósýhorn og kveikja á kertum og lesa góða bók með barninu. Plana frekar rólegheit.“ Börn og uppeldi FM957 Heilsa Mest lesið Jóladagatal Vísis: Brauðristin bregður Brynjari Níelssyni Jól Sigurjóna Sverris: Samveran skiptir mestu Jól Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Jólalag dagsins: Eyþór Ingi flytur Ó, helga nótt Jól Dæturnar miðpunktur jólahaldsins Jól Þegar Trölli stal jólunum Jól Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Vestfirskar hveitikökur og metnaðarfullar skreytingar Jól Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira
Það er gjarnan talað um jólin sem hátíð barnanna. Það gleymist þó stundum að taka það inn í myndina að jólaösin, sykurneyslan og rútínuleysið, sem eru oft fylgifiskar jólanna, geta haft neikvæð áhrif á börnin. „Það er svo mikið um að vera. Það er ýmislegt að gerast í skólanum og ýmislegt um að vera heima. Það er allt af hinu góða en þetta getur orðið of mikið,“ segir Ásgerður sem lumar á fimm góðum ráðum til þess að draga úr stressi og kvíða barna í desember. Ásgerður Guðmundsdóttir frá Vinnuheilsu var gestur Óskar Gunnars á FM957. Rólegir foreldrar: „Ég myndi segja að fyrsta og besta ráðið sé að foreldrar séu sjálfir í rólegu tempói og séu svolítið skipulagður og taka börnin svolítið með inn í dæmið. Það eru eiginlega foreldrarnir sem gefa tóninn fyrir það hvernig börnin haga sér.“ Södd börn: „Reyna að forðast það að fara með svöng börn inn í verslunarmiðstöðvar og á hátíðarsamkomur. Þegar börn eru svöng þá verða þau svo tryllt og tens. Það helst alveg í hendur að vera svangur og að vera þreyttur. Það er erfitt, jafnvel fyrir fullorðna, að takast á við hávaða og mikla örvun þegar börnunum okkar líður ekki sem best.“ Næringarríkt snarl: „Við þurfum að fylgjast með því hvað börnin okkar eru að borða. Í svona asa og þegar við lendum í svona aðstæðum þá verður skyndibiti oft fyrir valinu því það er kannski ekki tími fyrir reglubundnar máltíðir. Þá er ráðið að vera með holt nesti í farteskinu.“ Útivist og hreyfing: „Gefa sér tíma til þess að fara út með börnin og viðra þau, leika sér, hoppa um og hlaupa og fá súrefni ofan í lungun. Við þurfum að huga að því líka.“ Ekki plana of mikið: „Síðasta ráðið er að forðast að plana um og of. Að hafa dagskránna ekki það skipulagða að það séu einhverjir skipulagðir viðburðir á hverjum einasta degi. Höfum tíma til að taka því rólega og setjast út í kósýhorn og kveikja á kertum og lesa góða bók með barninu. Plana frekar rólegheit.“
Börn og uppeldi FM957 Heilsa Mest lesið Jóladagatal Vísis: Brauðristin bregður Brynjari Níelssyni Jól Sigurjóna Sverris: Samveran skiptir mestu Jól Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Jólalag dagsins: Eyþór Ingi flytur Ó, helga nótt Jól Dæturnar miðpunktur jólahaldsins Jól Þegar Trölli stal jólunum Jól Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Vestfirskar hveitikökur og metnaðarfullar skreytingar Jól Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira