Þorvaldur Davíð Kristjánsson leikari og Sara Dís Hjaltested sungu lagið inn á plötuna Barnabros 2 árið 1995, þegar þau voru sjálf í grunnskóla. Lagið sló strax í gegn og hefur verið vinsælt allar götur síðan.
Árið 2017 var lagið endurútgefið í tilefni af degi rauða nefsins, þar sem upprunalegu flytjendurnir, Þorvaldur og Sara Dís komu fram ásamt helstu röppurum landsins. Fínasta útgáfa en á þó ekkert í þá upprunalegu að okkar mati. Gamla góða klassíkin er jú alltaf best.
