Tvöfaldur framúrakstur Hamilton valinn tilþrif tímabilsins Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. nóvember 2022 10:45 Lewis Hamilton var langt frá sínu besta á tímabilinu, en sýndi þó nokkur frábær tilþrif. Dan Mullan - Formula 1/Formula 1 via Getty Images Sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton vann ekki eina einustu keppni á tímabilinu í Formúlu 1 í fyrsta skipti á ferlinum á nýafstöðnu tímabili. Hann getur þó mögulega huggað sig að einhverju leyti við það að tvöfaldur framúrakstur hans á heimavelli var valinn sem tilþrif tímabilsins. Breski ökuþórinn Hamilton þekkir fátt annað en að vinna þegar kemur að því að aka í Formúlu 1. Það var þó ljóst strax í upphafi tímabils að hann og lið hans, Mercedes, yrði í vandræðum, enda voru bílar liðsins mun hægari en þeir hjá Red Bull og Ferrari. Staða Mercedes batnaði þó til muna eftir því sem líða fór á tímabilið. Bíllinn varð samkeppnishæfari með hverri keppninni og liðsfélaga hans, George Russell, tókst að sækja einn sigur fyrir liðið í brasilíska kappakstrinum. GEORGE RUSSELL WINS THE BRAZILIAN GRAND PRIX GET IN THERE!!! pic.twitter.com/NRamOJ6q4v— Mercedes-AMG F1 News ✇ (@MercedesNewsUK) November 13, 2022 Sjöfalda heimsmeistaranum Hamilton tókst hins vegar ekki að sækja einn einasta sigur á tímabilinu í fyrsta sinn á ferlinum. Hann endaði í sjötta sæti í heimsmeistarakeppni ökumanna, 35 stigum á eftir liðsfélaga sínum og 214 stigum á eftir heimsmeistaranum Max Verstappen. Þrátt fyrir það sýndi Hamilton nokkur góð tilþrif á tímabilinu og þar ber hæst að nefna tvöfaldan framúrakstur hans á heimavelli í breska kappakstrinum í sumar. Þegar ökumennirnir höfðu ekið 44 hringi var Hamilton í harðri baráttu við Charles Leclerc ár Ferrari og Sergio Perez á Red Bull. Hamilton nýtti sér slag þeirra tveggja og tók fram úr þeim báðum með glæsibrag eins og sjá má í myndbandinu í Twitter-færslu Mercedes-liðsins hér að neðan. Með framúrakstrinum stökk Hamilton úr fjórða og upp í annað sæti, en hann endaði kappaksturinn að lokum í þriðja sæti. Lewis Hamilton has won F1's 'Action of the year award' for 𝗧𝗛𝗜𝗦 double overtake on Charles Leclerc and Sergio Perez 👏pic.twitter.com/lLiVXJE8Dj— Mercedes-AMG F1 News ✇ (@MercedesNewsUK) November 26, 2022 Akstursíþróttir Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport Fleiri fréttir Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Breski ökuþórinn Hamilton þekkir fátt annað en að vinna þegar kemur að því að aka í Formúlu 1. Það var þó ljóst strax í upphafi tímabils að hann og lið hans, Mercedes, yrði í vandræðum, enda voru bílar liðsins mun hægari en þeir hjá Red Bull og Ferrari. Staða Mercedes batnaði þó til muna eftir því sem líða fór á tímabilið. Bíllinn varð samkeppnishæfari með hverri keppninni og liðsfélaga hans, George Russell, tókst að sækja einn sigur fyrir liðið í brasilíska kappakstrinum. GEORGE RUSSELL WINS THE BRAZILIAN GRAND PRIX GET IN THERE!!! pic.twitter.com/NRamOJ6q4v— Mercedes-AMG F1 News ✇ (@MercedesNewsUK) November 13, 2022 Sjöfalda heimsmeistaranum Hamilton tókst hins vegar ekki að sækja einn einasta sigur á tímabilinu í fyrsta sinn á ferlinum. Hann endaði í sjötta sæti í heimsmeistarakeppni ökumanna, 35 stigum á eftir liðsfélaga sínum og 214 stigum á eftir heimsmeistaranum Max Verstappen. Þrátt fyrir það sýndi Hamilton nokkur góð tilþrif á tímabilinu og þar ber hæst að nefna tvöfaldan framúrakstur hans á heimavelli í breska kappakstrinum í sumar. Þegar ökumennirnir höfðu ekið 44 hringi var Hamilton í harðri baráttu við Charles Leclerc ár Ferrari og Sergio Perez á Red Bull. Hamilton nýtti sér slag þeirra tveggja og tók fram úr þeim báðum með glæsibrag eins og sjá má í myndbandinu í Twitter-færslu Mercedes-liðsins hér að neðan. Með framúrakstrinum stökk Hamilton úr fjórða og upp í annað sæti, en hann endaði kappaksturinn að lokum í þriðja sæti. Lewis Hamilton has won F1's 'Action of the year award' for 𝗧𝗛𝗜𝗦 double overtake on Charles Leclerc and Sergio Perez 👏pic.twitter.com/lLiVXJE8Dj— Mercedes-AMG F1 News ✇ (@MercedesNewsUK) November 26, 2022
Akstursíþróttir Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport Fleiri fréttir Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira