Stuðningsmenn Ekvador vildu bjór en Katarar fóru snemma heim Smári Jökull Jónsson skrifar 20. nóvember 2022 23:02 Stuðningsmenn Ekvador höfðu ærna ástæðu til að fagna í dag. Vísir/Getty Ekvador vann 2-0 sigur á Katar í opnunarleik heimsmeistaramótsins í Katar í dag. Stuðningsmenn Ekvadora sungu óskasöngva um bjór á vellinum í dag á meðan Katarar gáfust upp snemma. Heimsmeistaramótið í Katar hófst í dag þar sem Ekvador með Enner Valencia í fararbroddi kom, sá og sigraði í opnunarleiknum. Hann skoraði bæði mörk liðsins í 2-0 sigri á heimamönnum í Katar. Tæplega 70.000 áhorfendur fylgdust með leiknum á Al Bayt vellinum og virtist mikið um dýrðir. Á föstudaginn bárust fréttir af því að mótshaldarar í Katar hefðu tekið algjöra U-beygju hvað varðar bjórsölu á völlunum í Katar og tilkynntu að ekkert áfengi yrði til sölu. Vöktu fréttirnar mikla athygli enda FIFA með stóran samning við bjórframleiðandann Budweiser. Stuðningsmenn lýstu yfir óánægju með ákvörðunina enda ómissandi hluti af leiknum fyrir marga að geta fengið sér einn kaldan í stúkunni. Stuðningsmenn Ekvador voru hressir í stúkunni í dag og þegar staðan var orðin 2-0 í fyrri hálfleiknum hófu þeir upp raust sína og vildu fá bjórinn sinn. „Queremos cerveza“ eða „Við viljum bjór“ ómaði um stúkurnar og hefur eflaust vakið takmarkaða lukku hjá mótshöldurum. Ecuador fans chanting "we want beer" ("queremos cerveza") in the opening World Cup game at Qatar.pic.twitter.com/CznahzbxmA— Sam Street (@samstreetwrites) November 20, 2022 Það var hins vegar ekki sama stemmningin hjá stuðningsmönnum Katar. Þeir fjölmenntu vissulega á leikinn og var stemmningin góð þegar flautað var til leiks. Hún minnkaði þó strax eftir þrjár mínútur þegar Enner Valencia skoraði í fyrsta sinn í leiknum, þó svo að Katarar hafi fagnað skömmu síðar þegar markið var dæmt af. Valencia hafði þó skorað tvö mörk til viðbótar hálftíma seinna og skellt heimamönnum niður á jörðina. Miðað við frammistöðuna í dag virðist sem flestar spár knattspyrnusérfræðinga fyrir mótið hafi verið réttar, að lítið sé varið í lið heimamanna. Margir Katarar virðast hafa gefið upp vonina snemma því eftir leikhléið mátti sjá mörg tóm sæti á vellinum og ljóst að sumir stuðningsmanna heimaliðsins höfðu þá haldið heim á leið. Einhverjir stuðningsmanna Katar fóru heim í hálfleik í dag þegar liðið var 2-0 undir. Hér má sjá hálf tómar stúkur á Al Bayt vellinum í Al Kohr í dag.Vísir/Getty Mörkin hjá Enner Valencia þýða að hann er kominn með fimm mörk fyrir þjóð sína á heimsmeistaramótum en hann skoraði þrjú mörk fyrir liðið á mótinu í Brasilíu árið 2014. Ekvador mætir næst Hollandi á föstudag en Hollendingar hefja leik á morgun þegar þeir mæta Senegal klukkan 16:00. Katar leikur einnig sinn annan leik á föstudaginn. Þá mæta þeir Senegal sem verða án stjórstjörnunnar Sadio Mané á mótinu. HM 2022 í Katar Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Fleiri fréttir Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Sjá meira
Heimsmeistaramótið í Katar hófst í dag þar sem Ekvador með Enner Valencia í fararbroddi kom, sá og sigraði í opnunarleiknum. Hann skoraði bæði mörk liðsins í 2-0 sigri á heimamönnum í Katar. Tæplega 70.000 áhorfendur fylgdust með leiknum á Al Bayt vellinum og virtist mikið um dýrðir. Á föstudaginn bárust fréttir af því að mótshaldarar í Katar hefðu tekið algjöra U-beygju hvað varðar bjórsölu á völlunum í Katar og tilkynntu að ekkert áfengi yrði til sölu. Vöktu fréttirnar mikla athygli enda FIFA með stóran samning við bjórframleiðandann Budweiser. Stuðningsmenn lýstu yfir óánægju með ákvörðunina enda ómissandi hluti af leiknum fyrir marga að geta fengið sér einn kaldan í stúkunni. Stuðningsmenn Ekvador voru hressir í stúkunni í dag og þegar staðan var orðin 2-0 í fyrri hálfleiknum hófu þeir upp raust sína og vildu fá bjórinn sinn. „Queremos cerveza“ eða „Við viljum bjór“ ómaði um stúkurnar og hefur eflaust vakið takmarkaða lukku hjá mótshöldurum. Ecuador fans chanting "we want beer" ("queremos cerveza") in the opening World Cup game at Qatar.pic.twitter.com/CznahzbxmA— Sam Street (@samstreetwrites) November 20, 2022 Það var hins vegar ekki sama stemmningin hjá stuðningsmönnum Katar. Þeir fjölmenntu vissulega á leikinn og var stemmningin góð þegar flautað var til leiks. Hún minnkaði þó strax eftir þrjár mínútur þegar Enner Valencia skoraði í fyrsta sinn í leiknum, þó svo að Katarar hafi fagnað skömmu síðar þegar markið var dæmt af. Valencia hafði þó skorað tvö mörk til viðbótar hálftíma seinna og skellt heimamönnum niður á jörðina. Miðað við frammistöðuna í dag virðist sem flestar spár knattspyrnusérfræðinga fyrir mótið hafi verið réttar, að lítið sé varið í lið heimamanna. Margir Katarar virðast hafa gefið upp vonina snemma því eftir leikhléið mátti sjá mörg tóm sæti á vellinum og ljóst að sumir stuðningsmanna heimaliðsins höfðu þá haldið heim á leið. Einhverjir stuðningsmanna Katar fóru heim í hálfleik í dag þegar liðið var 2-0 undir. Hér má sjá hálf tómar stúkur á Al Bayt vellinum í Al Kohr í dag.Vísir/Getty Mörkin hjá Enner Valencia þýða að hann er kominn með fimm mörk fyrir þjóð sína á heimsmeistaramótum en hann skoraði þrjú mörk fyrir liðið á mótinu í Brasilíu árið 2014. Ekvador mætir næst Hollandi á föstudag en Hollendingar hefja leik á morgun þegar þeir mæta Senegal klukkan 16:00. Katar leikur einnig sinn annan leik á föstudaginn. Þá mæta þeir Senegal sem verða án stjórstjörnunnar Sadio Mané á mótinu.
HM 2022 í Katar Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Fleiri fréttir Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Sjá meira