Óttast öldu nauðgana í Katar | Þau sem kæra gætu sjálf lent í fangelsi Smári Jökull Jónsson skrifar 19. nóvember 2022 15:01 Myndin er frá áhorfendahátíð í Al Bidda garðinum í Qatar í gær. Vísir/Getty Gestur sem sækir Katar heim til að fylgjast með heimsmeistaramótinu gæti sjálfur lent í fangelsi kæri hann nauðgun. Mannréttindasamtök óttast öldu nauðgana á meðan á mótinu stendur. Sænska Aftonbladet vinnur að greinaflokki um stöðu kvenna í Katar og hefur rætt við konur sem hafa orðið fórnarlömb réttarkerfis sem þekkt er fyrir ósanngjarna lagasetningu þegar kemur að kynferðisbrotum. Í grein Aftonbladet í dag er viðtal við Rothna Begum, rannsakanda hjá Human Rights Watch með miðausturlönd sem sérsvið. Hún segir að stærsta vandmálið sé hvernig lögunum sé framfylgt, frekar en hvernig þau eru skrifuð. Begum segir að það hvernig dómstólar framfylgja lögum um kynlíf utan hjónabands, hræði konur frá því að tilkynna nauðganir. Nauðganir eru vissulega refsivert athæfi í Katar en gerandinn er sjaldan dæmdur ef hann tengist fórnarlambinu og dugir þá að vera samstarfsfélagi eða vinur viðkomandi. Umræða um margskonar mannréttindamál hefur farið fram í aðdraganda heimsmeistaramótsins og margir hvatt til þess að almenningur sniðgangi mótið.Vísir/Getty Það sem gerir stöðuna enn verri fyrir fórnarlömbin er að það getur verið litið á tilkynningu um naugðun sem viðurkenningu á því að stundað hafi verið kynlíf utan hjónabands. Kynlíf utan hjónabands er refsivert athæfi í Katar og gæti þýtt allt að sjö ára fangelsisdóm. „Það fyrsta sem þarf að skilja er að ef brotið er á þér kynferðislega þá verður þú líklegast handtekinn ef þú kærir. Því þá telst það sem svo að þú sért að viðurkenna að hafa stundað kynlíf. Það hvort samþykki hafi verið til staðar skiptir minna máli þegar litið er til aðstæðna.“ Hún tekur dæmi um filippeyska farandverkakonu, sem varð fyrir árás annars farandverkamanns á heimili sínu, og var gefið það ráð að hringja í lögregluna. Málið var lagt niður en konan fangelsuð eftir að hafa verið neitað um túlk í málsmeðferðinni. „Hann hélt því fram að kynlífið hefði verið með hennar samþykki og lögreglan fann númerið hans í símanum hennar. Það voru nægileg sönnunargögn fyrir því að þau hefðu átt í sambandi. Konan fékk ekki útskýringu á því hvers vegna hún var í fangelsi fyrr en fjórum mánuðum síðar.“ Þjónustufólk í sérstaklega mikilli hættu Human Rights Watch segir að þjónustufólk og sérstaklega kvenfólk sem vinnur við þrif á hótelherbergjum sé í sérstaklega viðkvæmri stöðu þann mánuð sem heimsmeistaramótið fer fram. „Munum það að láglauna farandverkakonan er alltaf í mestri hættu. Verst er staðan hjá hótelþjónustukonu frá Asíu sem fer inn í hótelherbergi að þrífa hjá karlmönnum sem eru komnir til að fylgjast með HM. Ef eitthvað gerist og hún kærir þá á hún á hættu að lenda í miklum vandræðum.“ Begum segir að það sé rétt að dómskerfið í Katar mismuni konum en það þýðir ekki að það séu bara karlmenn frá Katar sem gerist sekir um kynferðisbrot í Doha. „Áhyggjur okkar snúast að því að kerfið hvetji til brota. Við erum hrædd um að einhverjir hafi séð hvernig lögunum er framfylgt og upplifi frelsi til að haga sér hvernig sem er. Því konan getur ekki kært. Það gefur sumum karlmönnum frelsi sem við teljum að gæti orðið til þess að kynferðisbrotum fjölgar.“ HM 2022 í Katar Kynferðisofbeldi Katar Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Sjá meira
Sænska Aftonbladet vinnur að greinaflokki um stöðu kvenna í Katar og hefur rætt við konur sem hafa orðið fórnarlömb réttarkerfis sem þekkt er fyrir ósanngjarna lagasetningu þegar kemur að kynferðisbrotum. Í grein Aftonbladet í dag er viðtal við Rothna Begum, rannsakanda hjá Human Rights Watch með miðausturlönd sem sérsvið. Hún segir að stærsta vandmálið sé hvernig lögunum sé framfylgt, frekar en hvernig þau eru skrifuð. Begum segir að það hvernig dómstólar framfylgja lögum um kynlíf utan hjónabands, hræði konur frá því að tilkynna nauðganir. Nauðganir eru vissulega refsivert athæfi í Katar en gerandinn er sjaldan dæmdur ef hann tengist fórnarlambinu og dugir þá að vera samstarfsfélagi eða vinur viðkomandi. Umræða um margskonar mannréttindamál hefur farið fram í aðdraganda heimsmeistaramótsins og margir hvatt til þess að almenningur sniðgangi mótið.Vísir/Getty Það sem gerir stöðuna enn verri fyrir fórnarlömbin er að það getur verið litið á tilkynningu um naugðun sem viðurkenningu á því að stundað hafi verið kynlíf utan hjónabands. Kynlíf utan hjónabands er refsivert athæfi í Katar og gæti þýtt allt að sjö ára fangelsisdóm. „Það fyrsta sem þarf að skilja er að ef brotið er á þér kynferðislega þá verður þú líklegast handtekinn ef þú kærir. Því þá telst það sem svo að þú sért að viðurkenna að hafa stundað kynlíf. Það hvort samþykki hafi verið til staðar skiptir minna máli þegar litið er til aðstæðna.“ Hún tekur dæmi um filippeyska farandverkakonu, sem varð fyrir árás annars farandverkamanns á heimili sínu, og var gefið það ráð að hringja í lögregluna. Málið var lagt niður en konan fangelsuð eftir að hafa verið neitað um túlk í málsmeðferðinni. „Hann hélt því fram að kynlífið hefði verið með hennar samþykki og lögreglan fann númerið hans í símanum hennar. Það voru nægileg sönnunargögn fyrir því að þau hefðu átt í sambandi. Konan fékk ekki útskýringu á því hvers vegna hún var í fangelsi fyrr en fjórum mánuðum síðar.“ Þjónustufólk í sérstaklega mikilli hættu Human Rights Watch segir að þjónustufólk og sérstaklega kvenfólk sem vinnur við þrif á hótelherbergjum sé í sérstaklega viðkvæmri stöðu þann mánuð sem heimsmeistaramótið fer fram. „Munum það að láglauna farandverkakonan er alltaf í mestri hættu. Verst er staðan hjá hótelþjónustukonu frá Asíu sem fer inn í hótelherbergi að þrífa hjá karlmönnum sem eru komnir til að fylgjast með HM. Ef eitthvað gerist og hún kærir þá á hún á hættu að lenda í miklum vandræðum.“ Begum segir að það sé rétt að dómskerfið í Katar mismuni konum en það þýðir ekki að það séu bara karlmenn frá Katar sem gerist sekir um kynferðisbrot í Doha. „Áhyggjur okkar snúast að því að kerfið hvetji til brota. Við erum hrædd um að einhverjir hafi séð hvernig lögunum er framfylgt og upplifi frelsi til að haga sér hvernig sem er. Því konan getur ekki kært. Það gefur sumum karlmönnum frelsi sem við teljum að gæti orðið til þess að kynferðisbrotum fjölgar.“
HM 2022 í Katar Kynferðisofbeldi Katar Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð