Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - ÍBV 38-28 | Fyrsti sigur Ásgeirs og Haukar upp úr fallsæti Andri Már Eggertsson skrifar 19. nóvember 2022 20:00 Andri Már og Atli Már í leik kvöldsins Vísir/Diego Haukar unnu sinn fyrsta leik síðan 22. september. Haukar tóku frumkvæðið í fyrri hálfleik og voru í bílstjórasætinu allan leikinn og heimamenn unnu tíu marka sigur 38-28. Það var mikill hiti í leiknum og fengu Heimir Óli og Petar Jokanovic báðir beint rautt. Haukar fögnuðu mikið eftir leikVísir/Diego Jafnræði var með liðunum til að byrja með þar sem liðin skiptust á mörkum. Haukar tóku síðan yfir leikinn eftir tæplega tíu mínútur þar sem Eyjamenn gerðu eitt mark á tæplega sjö mínútum og Haukar komust sex mörkum yfir 11-5. Það var mikil stemmning hjá Haukum og var hverju einasta atviki fagnað. Heimir Óli Heimisson fékk beint rautt spjald á 13. mínútu þegar hann fór í andlitið á Elmari Erlingssyni. Þetta var nákvæmlega eins atvik og í síðasta leik þegar Stefán Rafn Sigurmannsson fékk beint rautt spjald. Það var mikill hiti í leiknumVísir/Diego Þrátt fyrir að hafa misst hjartað í vörninni létu heimamenn rauða spjaldið ekkert á sig fá og héldu áfram að spila frábæran varnarleik. ÍBV var að tapa boltanum oft á tíðum klaufalega og var markahæsti leikmaður deildarinnar, Rúnar Kárason, ekki að finna sig í fyrri hálfleik þar sem hann var með 3 mörk úr 8 skotum ásamt því tapaði hann þremur boltum. Rúnar Kárason gerði 6 mörk í leiknumVísir/Diego Haukar voru sjö mörkum yfir í hálfleik 18-11. Það þekkist ekki í Vestmannaeyjum að leggja árar í bát og ÍBV byrjaði seinni hálfleik á að minnka forskot Hauka niður. Petar Jokanovic tók nokkra bolta og sóknarleikurinn fylgdi með. ÍBV náði að minnka forskot Hauka niður í fimm mörk 22-17 en eftir það tók við mikill sirkus. Það sauð allt upp úr í leiknumVísir/Diego Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, tók leikhlé og eftir flautið tók Stefán Rafn skot í átt að höfði Petar Jokanovic sem trompaðist og lét í sér heyra. Leikmenn beggja liða tókust á og Petar ýtti í bakið á Guðmundi Braga og fékk beint rautt spjald. Stefán Rafn fékk einnig brottvísun fyrir sinn hlut og hafði þá lokið leik þar sem þetta var hans þriðja tveggja mínútna brottvísun. Petar að fá reisupassannVísir/Diego Haukar héldu haus eftir þennan sirkus og unnu að lokum sannfærandi tíu marka sigur 38-28. Af hverju unnu Haukar? Fyrri hálfleikur Hauka var frábær bæði varnar og sóknarlega. ÍBV gerði aðeins ellefu mörk í fyrri hálfleik og Haukar refsuðu ítrekað þegar gestirnir töpuðu boltanum og tóku léleg skot. Sjö mörkum yfir í hálfleik héldu Haukar sjó í seinni hálfleik og létu háttspennustig ekki trufla sig. Hverjir stóðu upp úr? Andri Már Rúnarsson fór á kostum í fyrri hálfleik og gerði sjö mörk. Í seinni hálfleik gerði Andri eitt mark og endaði með átta mörk í leiknum. Adam Haukur Bamruk spilaði afar vel á báðum endum vallarins. Adam spilaði með Stefáni Rafni í þristinum eftir að Heimir fékk rautt og leysti það afar vel. Adam skoraði 5 mörk og nokkur á afar mikilvægum tímapunkti í seinni hálfleik. Hvað gekk illa? Markahæsti leikmaður deildarinnar, Rúnar Kárason átti sinn lélegasta leik á tímabilinu. Rúnar spilaði afar illa í fyrri hálfleik þar sem hann skoraði 3 mörk úr 8 skotum og tapaði þremur boltum. Petar Jokanovic missti hausinn og fékk rautt spjald. Petar gerði liðsfélögum sínum engan greiða þar sem Jóhannes Esra Ingólfsson kom í markið og náði sér ekki á strik. Hvað gerist næst? Haukar fara í Hertz-höllina á miðvikudaginn og mæta Gróttu klukkan 19:30. Á fimmtudaginn mætast Fram og ÍBV í Úlfarsárdal klukkan 18:30. Ásgeir: Kærkominn sigur Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, á hliðarlínunni í leik kvöldsinsVísir/Diego Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, var afar ánægður með tíu marka sigur á ÍBV. „Þetta var hrikalega kærkomið og augljóslega var öllum létt og núna þurfum við að muna þessa tilfinningu og hugsa til baka hvað það er sætt að vinna og halda áfram. Það er leikur á miðvikudaginn,“ sagði Ásgeir Örn sem var afar ánægður með sigurinn. Leikurinn var jafn til að byrja með en síðan kom áhlaup frá Haukum sem Ásgeir var ánægður með. „Mér fannst við spila góða vörn. Við vorum grimmir, vorum framalega og gáfum ekkert eftir. Leikurinn varð skrítinn þar sem það voru ansi margar brottvísanir sem riðlaði leiknum. Liðið stóð sig geðveikt vel og mínir menn voru frábærir.“ Heimir Óli Heimisson, leikmaður Hauka, fékk beint rautt spjald í fyrri hálfleik og Ásgeiri fannst þetta ansi líkt rauða spjaldinu sem Stefán Rafn fékk gegn Val í síðasta leik. „Ég viðurkenni að ég hugsaði hvað þetta var líkt brotinu í síðasta leik. Ég sá samt ekki atvikið þar sem það var varnarmaður fyrir mér og ég treysti dómurnum fyrir þessu.“ „Varnarleikurinn var lykilinn að sigrinum. Þó að Heimir hafi dottið út þá héldum við áfram að spila góða vörn sem ég var ánægður með.“ Það var mikill hiti í seinni hálfleik og Petar Jokanovic, markmaður ÍBV, fékk beint rautt spjald. Leikhlé Ásgeirs varð til þess að allt sauð upp úr þar sem Stefán Rafn skaut í átt að höfði Petar þegar það var búið að taka leikhlé. „Í fyrsta lagi var þetta illa tímasett leikhlé, það var mér að kenna. Ég veit ekki hvað mér finnst um þetta atvik mér er alveg sama,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson að lokum. Magnús: Stöngin út leikur Magnús Stefánsson, þjálfari ÍBV, var svekktur með tíu marka tapVísir/Diego Magnús Stefánsson, aðstoðarþjálfari ÍBV, var svekktur með tíu marka tap. „Við náðum ekki að halda einbeitingu í þessum leik. Það komu augnablik þar sem við misstum fókus á leiknum út af atvikum sem voru að gerast á vellinum. Þetta var ekta leikur sem við þurfum að fara betur yfir og skoða hvað fór úrskeiðis,“ sagði Magnús Stefánsson eftir leik. Liðin byrjuðu á að skiptast á mörkum en síðan kom áhlaup hjá Haukum sem varð til þess að heimamenn voru sjö mörkum yfir í hálfleik. „Haukar fengu markvörslu á þessum kafla. Þetta var stöngin út hjá okkur í byrjun og í jöfnum leik eru það þessi augnablik sem skipta máli. Strákarnir lögðu sig fram en stundum er þetta stöngin út.“ ÍBV byrjaði seinni hálfleik betur og náði að minnka forskot Hauka niður í fimm mörk en síðan fékk Petar Jokanovic, markmaður ÍBV, rautt spjald og þá var þetta erfitt. „Petar vill meina að Stefán Rafn hafi skotið boltanum með fram hausnum á sér eftir flautið. Þetta er viðkvæmt mál fyrir markmenn óháð liði þar sem þetta er þeirra starfsgrein. Þetta var bara í takt við leikinn þar sem Petar ýtti frá sér og það var hiti í þessu.“ „Ég öfundaði dómarana ekki í þessum leik en mér fannst þeir standa sig ágætlega,“ sagði Magnús Stefánsson að lokum. „Ætlaði að tala við Petar en hann kom reiður á móti mér“ Stefán Rafn Sigurmannsson gerði 4 mörk í kvöldVísir/Diego Stefán Rafn Sigurmannsson, leikmaður Hauka, var ánægður með sigurinn og sagði frá sinni hlið þegar Petar Jokanovic fékk rautt spjald. „Þetta hefur verið þungt og karakterslaust hjá okkur. Við höfum sýnt það í síðustu tveimur leikjum að það er komin barátta í okkur og við erum búnir að vera spila handbolta sem við vitum að við getum spilað.“ „Við vorum komnir með bakið upp við vegg og við vildum sýna fólkinu sem mætir að horfa á okkur að við getum spilað handbolta. Mér fannst við sýna það gegn Val og í dag að við erum að spila betur og menn eru að fá sjálfstraustið hægt og rólega. Sem stuðningsmaður Hauka og leikmaður er ég rosalega glaður að sjá einhverja punkta koma á helvítis töfluna,“ sagði Stefán Rafn afar ánægður með sigurinn. Stefán Rafn sagði að eftir að hafa séð rauða spjaldið sem hann fékk gegn Val aftur þá var það rétt og honum fannst rauða spjaldið sem Heimir Óli fékk í dag ansi líkt rauða spjaldinu sem hann fékk í síðasta leik. „Þetta voru rosalega svipuð brot. Í síðasta leik leið mér ekki eins og þetta hafi verið rautt spjald en svo sá ég brotið aftur og þetta var réttur dómur. Ég var of seinn og Heimir var of seinn í dag en svona er þetta og þetta kemur fyrir þegar maður er að spila vörn.“ „Heimir Óli var klaufalegur í dag og ég var klaufalegur á móti Val. Svona er þetta bara.“ Petar Jokanovic, markmaður ÍBV, var ekki sáttur þegar Stefán Rafn skaut í átt að höfðinu hans þegar búið var að taka leikhlé. Petar fékk rautt spjald en Stefán fékk tveggja mínútna brottvísun sem var hans þriðja sem varð til þess að Stefán hafði lokið leik. „Ég ætlaði að fara til Petar en hann kom reiður á móti mér. Mér fannst ég ekki hafa átt að fá tvær mínútur. Petar hljóp á mig og ég ýtti honum í burtu eftir það byrjuðu einhver læti og þá fór ég og sótti liðið mitt.“ „Svavar Ólafur Pétursson, annar dómari leiksins, sagði að hegðun mín í atvikinu á undan hafi orsakað tveggja mínútna brottvísun en mér fannst það ekki.“ „Ég heyrði ekki í flautinu og svo var verið að ýta mér. Þetta var mikil óheppni fannst mér,“ sagði Stefán Rafn Sigurmannsson að lokum. Olís-deild karla Haukar ÍBV
Haukar unnu sinn fyrsta leik síðan 22. september. Haukar tóku frumkvæðið í fyrri hálfleik og voru í bílstjórasætinu allan leikinn og heimamenn unnu tíu marka sigur 38-28. Það var mikill hiti í leiknum og fengu Heimir Óli og Petar Jokanovic báðir beint rautt. Haukar fögnuðu mikið eftir leikVísir/Diego Jafnræði var með liðunum til að byrja með þar sem liðin skiptust á mörkum. Haukar tóku síðan yfir leikinn eftir tæplega tíu mínútur þar sem Eyjamenn gerðu eitt mark á tæplega sjö mínútum og Haukar komust sex mörkum yfir 11-5. Það var mikil stemmning hjá Haukum og var hverju einasta atviki fagnað. Heimir Óli Heimisson fékk beint rautt spjald á 13. mínútu þegar hann fór í andlitið á Elmari Erlingssyni. Þetta var nákvæmlega eins atvik og í síðasta leik þegar Stefán Rafn Sigurmannsson fékk beint rautt spjald. Það var mikill hiti í leiknumVísir/Diego Þrátt fyrir að hafa misst hjartað í vörninni létu heimamenn rauða spjaldið ekkert á sig fá og héldu áfram að spila frábæran varnarleik. ÍBV var að tapa boltanum oft á tíðum klaufalega og var markahæsti leikmaður deildarinnar, Rúnar Kárason, ekki að finna sig í fyrri hálfleik þar sem hann var með 3 mörk úr 8 skotum ásamt því tapaði hann þremur boltum. Rúnar Kárason gerði 6 mörk í leiknumVísir/Diego Haukar voru sjö mörkum yfir í hálfleik 18-11. Það þekkist ekki í Vestmannaeyjum að leggja árar í bát og ÍBV byrjaði seinni hálfleik á að minnka forskot Hauka niður. Petar Jokanovic tók nokkra bolta og sóknarleikurinn fylgdi með. ÍBV náði að minnka forskot Hauka niður í fimm mörk 22-17 en eftir það tók við mikill sirkus. Það sauð allt upp úr í leiknumVísir/Diego Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, tók leikhlé og eftir flautið tók Stefán Rafn skot í átt að höfði Petar Jokanovic sem trompaðist og lét í sér heyra. Leikmenn beggja liða tókust á og Petar ýtti í bakið á Guðmundi Braga og fékk beint rautt spjald. Stefán Rafn fékk einnig brottvísun fyrir sinn hlut og hafði þá lokið leik þar sem þetta var hans þriðja tveggja mínútna brottvísun. Petar að fá reisupassannVísir/Diego Haukar héldu haus eftir þennan sirkus og unnu að lokum sannfærandi tíu marka sigur 38-28. Af hverju unnu Haukar? Fyrri hálfleikur Hauka var frábær bæði varnar og sóknarlega. ÍBV gerði aðeins ellefu mörk í fyrri hálfleik og Haukar refsuðu ítrekað þegar gestirnir töpuðu boltanum og tóku léleg skot. Sjö mörkum yfir í hálfleik héldu Haukar sjó í seinni hálfleik og létu háttspennustig ekki trufla sig. Hverjir stóðu upp úr? Andri Már Rúnarsson fór á kostum í fyrri hálfleik og gerði sjö mörk. Í seinni hálfleik gerði Andri eitt mark og endaði með átta mörk í leiknum. Adam Haukur Bamruk spilaði afar vel á báðum endum vallarins. Adam spilaði með Stefáni Rafni í þristinum eftir að Heimir fékk rautt og leysti það afar vel. Adam skoraði 5 mörk og nokkur á afar mikilvægum tímapunkti í seinni hálfleik. Hvað gekk illa? Markahæsti leikmaður deildarinnar, Rúnar Kárason átti sinn lélegasta leik á tímabilinu. Rúnar spilaði afar illa í fyrri hálfleik þar sem hann skoraði 3 mörk úr 8 skotum og tapaði þremur boltum. Petar Jokanovic missti hausinn og fékk rautt spjald. Petar gerði liðsfélögum sínum engan greiða þar sem Jóhannes Esra Ingólfsson kom í markið og náði sér ekki á strik. Hvað gerist næst? Haukar fara í Hertz-höllina á miðvikudaginn og mæta Gróttu klukkan 19:30. Á fimmtudaginn mætast Fram og ÍBV í Úlfarsárdal klukkan 18:30. Ásgeir: Kærkominn sigur Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, á hliðarlínunni í leik kvöldsinsVísir/Diego Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, var afar ánægður með tíu marka sigur á ÍBV. „Þetta var hrikalega kærkomið og augljóslega var öllum létt og núna þurfum við að muna þessa tilfinningu og hugsa til baka hvað það er sætt að vinna og halda áfram. Það er leikur á miðvikudaginn,“ sagði Ásgeir Örn sem var afar ánægður með sigurinn. Leikurinn var jafn til að byrja með en síðan kom áhlaup frá Haukum sem Ásgeir var ánægður með. „Mér fannst við spila góða vörn. Við vorum grimmir, vorum framalega og gáfum ekkert eftir. Leikurinn varð skrítinn þar sem það voru ansi margar brottvísanir sem riðlaði leiknum. Liðið stóð sig geðveikt vel og mínir menn voru frábærir.“ Heimir Óli Heimisson, leikmaður Hauka, fékk beint rautt spjald í fyrri hálfleik og Ásgeiri fannst þetta ansi líkt rauða spjaldinu sem Stefán Rafn fékk gegn Val í síðasta leik. „Ég viðurkenni að ég hugsaði hvað þetta var líkt brotinu í síðasta leik. Ég sá samt ekki atvikið þar sem það var varnarmaður fyrir mér og ég treysti dómurnum fyrir þessu.“ „Varnarleikurinn var lykilinn að sigrinum. Þó að Heimir hafi dottið út þá héldum við áfram að spila góða vörn sem ég var ánægður með.“ Það var mikill hiti í seinni hálfleik og Petar Jokanovic, markmaður ÍBV, fékk beint rautt spjald. Leikhlé Ásgeirs varð til þess að allt sauð upp úr þar sem Stefán Rafn skaut í átt að höfði Petar þegar það var búið að taka leikhlé. „Í fyrsta lagi var þetta illa tímasett leikhlé, það var mér að kenna. Ég veit ekki hvað mér finnst um þetta atvik mér er alveg sama,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson að lokum. Magnús: Stöngin út leikur Magnús Stefánsson, þjálfari ÍBV, var svekktur með tíu marka tapVísir/Diego Magnús Stefánsson, aðstoðarþjálfari ÍBV, var svekktur með tíu marka tap. „Við náðum ekki að halda einbeitingu í þessum leik. Það komu augnablik þar sem við misstum fókus á leiknum út af atvikum sem voru að gerast á vellinum. Þetta var ekta leikur sem við þurfum að fara betur yfir og skoða hvað fór úrskeiðis,“ sagði Magnús Stefánsson eftir leik. Liðin byrjuðu á að skiptast á mörkum en síðan kom áhlaup hjá Haukum sem varð til þess að heimamenn voru sjö mörkum yfir í hálfleik. „Haukar fengu markvörslu á þessum kafla. Þetta var stöngin út hjá okkur í byrjun og í jöfnum leik eru það þessi augnablik sem skipta máli. Strákarnir lögðu sig fram en stundum er þetta stöngin út.“ ÍBV byrjaði seinni hálfleik betur og náði að minnka forskot Hauka niður í fimm mörk en síðan fékk Petar Jokanovic, markmaður ÍBV, rautt spjald og þá var þetta erfitt. „Petar vill meina að Stefán Rafn hafi skotið boltanum með fram hausnum á sér eftir flautið. Þetta er viðkvæmt mál fyrir markmenn óháð liði þar sem þetta er þeirra starfsgrein. Þetta var bara í takt við leikinn þar sem Petar ýtti frá sér og það var hiti í þessu.“ „Ég öfundaði dómarana ekki í þessum leik en mér fannst þeir standa sig ágætlega,“ sagði Magnús Stefánsson að lokum. „Ætlaði að tala við Petar en hann kom reiður á móti mér“ Stefán Rafn Sigurmannsson gerði 4 mörk í kvöldVísir/Diego Stefán Rafn Sigurmannsson, leikmaður Hauka, var ánægður með sigurinn og sagði frá sinni hlið þegar Petar Jokanovic fékk rautt spjald. „Þetta hefur verið þungt og karakterslaust hjá okkur. Við höfum sýnt það í síðustu tveimur leikjum að það er komin barátta í okkur og við erum búnir að vera spila handbolta sem við vitum að við getum spilað.“ „Við vorum komnir með bakið upp við vegg og við vildum sýna fólkinu sem mætir að horfa á okkur að við getum spilað handbolta. Mér fannst við sýna það gegn Val og í dag að við erum að spila betur og menn eru að fá sjálfstraustið hægt og rólega. Sem stuðningsmaður Hauka og leikmaður er ég rosalega glaður að sjá einhverja punkta koma á helvítis töfluna,“ sagði Stefán Rafn afar ánægður með sigurinn. Stefán Rafn sagði að eftir að hafa séð rauða spjaldið sem hann fékk gegn Val aftur þá var það rétt og honum fannst rauða spjaldið sem Heimir Óli fékk í dag ansi líkt rauða spjaldinu sem hann fékk í síðasta leik. „Þetta voru rosalega svipuð brot. Í síðasta leik leið mér ekki eins og þetta hafi verið rautt spjald en svo sá ég brotið aftur og þetta var réttur dómur. Ég var of seinn og Heimir var of seinn í dag en svona er þetta og þetta kemur fyrir þegar maður er að spila vörn.“ „Heimir Óli var klaufalegur í dag og ég var klaufalegur á móti Val. Svona er þetta bara.“ Petar Jokanovic, markmaður ÍBV, var ekki sáttur þegar Stefán Rafn skaut í átt að höfðinu hans þegar búið var að taka leikhlé. Petar fékk rautt spjald en Stefán fékk tveggja mínútna brottvísun sem var hans þriðja sem varð til þess að Stefán hafði lokið leik. „Ég ætlaði að fara til Petar en hann kom reiður á móti mér. Mér fannst ég ekki hafa átt að fá tvær mínútur. Petar hljóp á mig og ég ýtti honum í burtu eftir það byrjuðu einhver læti og þá fór ég og sótti liðið mitt.“ „Svavar Ólafur Pétursson, annar dómari leiksins, sagði að hegðun mín í atvikinu á undan hafi orsakað tveggja mínútna brottvísun en mér fannst það ekki.“ „Ég heyrði ekki í flautinu og svo var verið að ýta mér. Þetta var mikil óheppni fannst mér,“ sagði Stefán Rafn Sigurmannsson að lokum.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti