Messi og félagar búa á háskólaheimavist í Katar Smári Jökull Jónsson skrifar 18. nóvember 2022 07:01 Lið Argentínu hélt til Katar í dag en þeir verða ekki á fimm stjörnu hóteli eins og mörg önnur lið á mótinu. Vísir/Getty Lið Argentínu er spáð velgengni á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu en þeir héldu af stað til Katar í dag. Á meðan flest landslið á mótinu munu hafa aðsetur á fimm stjörnu lúxushótelum völdu Argentínumenn að fara öðruvísi leið. Heimsmeistaramótið í Katar hefst á sunnudaginn og þar eru Argentínumenn í riðli með Póllandi, Mexíkó og Sádi Arabíu. Lionel Messi og félögum er spáð góðu gengi á mótinu og telja margir að nú sé komið að því að Messi komist á stall með landa sínum Diego Maradona og færi þjóðinni sjálfan heimsmeistaratitilinn. Það skortir ekki lúxushótelin í Katar og flest liðin sem keppa á heimsmeistaramótinu hafa valið sér eitt slíkt til að dvelja á þann tíma sem þau eru í Katar. Kröfur liðanna um aðstæður eru oftar en ekki ansi ítarlegar en Argentínumenn ákváðu að fara aðra leið hvað varðar gistingu en önnur lið. Forsvarsmenn argentínska knattspyrnusambandsins völdu nefnilega að aðsetur liðsins yrði á heimavist háskólans í Katar. Aðstæður þar eru vissulega góðar en aðalástæða þess að þeir velja heimavistina frekar en lúxushótel er sú að þeir vilja geta eldað matinn sinn samkvæmt argentínskum hefðum. | LA NACIÓN Qatar University will be the home of the Argentina national team in the 2022 World Cup. Ranked as the best educational institution in the country and one of the best in Asia A high-tech campus of 25,500 square meters. Contains a football field pic.twitter.com/oEo4qpHyuP— BD Albiceleste (@bd_albiceleste) March 23, 2022 „Við heimsóttum heimavistina í fjölmörg skipti og völdum að vera þar, ekki bara því þar eru frábærar aðstæður, heldur einnig vegna þess að þar er pláss fyrir asado utandyra,“ sagði talsmaður knattspyrnusambandsins í samtali við Daily Mail. Asado er nokkurs konar grill sem Argentínumenn nota gjarnan til að elda kjöt yfir opnum eldi en það er einmitt það sem Argentínu menn ætla sér að gera í Katar. Krafan um að geta notað asado var ofarlega á forgangslistanum hjá Messi og félögum og á háskólaheimavistinni verður það mögulegt. „Liðið okkar er það besta í heimi og eiga skilið besta nautakjötið,“ sagði talsmaður sambandsins en argentínskar steikur þykja herramannsmatur víðsvegar um heim. „Við viljum að leikmönnum líði eins og þeir séu heima hjá sér á meðan þeir dvelja í Katar og þetta er besta leiðin til að gera það. Við sjáum til þess að þeir fái bragð að heiman á sama tíma og þeir einbeita sér að fótboltanum.“ Aðstæðurnar í háskólanum í Katar eru svo sem ekkert slor. Þar eru 90 herbergi, nútímaleg íþróttaaðstaða, sundlaug í fullri stærð og knattspyrnuleikvangur þar sem er pláss fyrir 10.000 áhorfendur. HM 2022 í Katar Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Fótbolti Fleiri fréttir Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Sjá meira
Heimsmeistaramótið í Katar hefst á sunnudaginn og þar eru Argentínumenn í riðli með Póllandi, Mexíkó og Sádi Arabíu. Lionel Messi og félögum er spáð góðu gengi á mótinu og telja margir að nú sé komið að því að Messi komist á stall með landa sínum Diego Maradona og færi þjóðinni sjálfan heimsmeistaratitilinn. Það skortir ekki lúxushótelin í Katar og flest liðin sem keppa á heimsmeistaramótinu hafa valið sér eitt slíkt til að dvelja á þann tíma sem þau eru í Katar. Kröfur liðanna um aðstæður eru oftar en ekki ansi ítarlegar en Argentínumenn ákváðu að fara aðra leið hvað varðar gistingu en önnur lið. Forsvarsmenn argentínska knattspyrnusambandsins völdu nefnilega að aðsetur liðsins yrði á heimavist háskólans í Katar. Aðstæður þar eru vissulega góðar en aðalástæða þess að þeir velja heimavistina frekar en lúxushótel er sú að þeir vilja geta eldað matinn sinn samkvæmt argentínskum hefðum. | LA NACIÓN Qatar University will be the home of the Argentina national team in the 2022 World Cup. Ranked as the best educational institution in the country and one of the best in Asia A high-tech campus of 25,500 square meters. Contains a football field pic.twitter.com/oEo4qpHyuP— BD Albiceleste (@bd_albiceleste) March 23, 2022 „Við heimsóttum heimavistina í fjölmörg skipti og völdum að vera þar, ekki bara því þar eru frábærar aðstæður, heldur einnig vegna þess að þar er pláss fyrir asado utandyra,“ sagði talsmaður knattspyrnusambandsins í samtali við Daily Mail. Asado er nokkurs konar grill sem Argentínumenn nota gjarnan til að elda kjöt yfir opnum eldi en það er einmitt það sem Argentínu menn ætla sér að gera í Katar. Krafan um að geta notað asado var ofarlega á forgangslistanum hjá Messi og félögum og á háskólaheimavistinni verður það mögulegt. „Liðið okkar er það besta í heimi og eiga skilið besta nautakjötið,“ sagði talsmaður sambandsins en argentínskar steikur þykja herramannsmatur víðsvegar um heim. „Við viljum að leikmönnum líði eins og þeir séu heima hjá sér á meðan þeir dvelja í Katar og þetta er besta leiðin til að gera það. Við sjáum til þess að þeir fái bragð að heiman á sama tíma og þeir einbeita sér að fótboltanum.“ Aðstæðurnar í háskólanum í Katar eru svo sem ekkert slor. Þar eru 90 herbergi, nútímaleg íþróttaaðstaða, sundlaug í fullri stærð og knattspyrnuleikvangur þar sem er pláss fyrir 10.000 áhorfendur.
HM 2022 í Katar Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Fótbolti Fleiri fréttir Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Sjá meira