Handbolti

Sigvaldi markahæstur og Kolstad enn með fullt hús stiga

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Sigvaldi Björn Guðjónsson var markahæsti maður vallarins í kvöld.
Sigvaldi Björn Guðjónsson var markahæsti maður vallarins í kvöld. Kolstad

Sigvaldi Björn Guðjónsson var markahæsti maður vallarins með sex mörk er Íslendingalið Kolstad vann öruggan tíu marka sigur gegn Runar í norsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 36-26.

Heimamenn í Kolstad tóku forystuna snemma leiks og létu hana aldrei af hendi. Liðið náði mest fimm marka forskoti í fyrri hálfleik og leiddi 18-14 þegar flautað var til hálfleiks.

Liðið átti í örlitlum vandræðum með að hrista gestina af sér í síðai hálfleik, en það tókst þó að lokum og liðið vann öruggan tíu marka sigur, 36-26.

Sigvaldi var eins og áður segir markahæsti maður vallarins með sex mörk, en Janus Daði Smárason komst ekki á blað fyrir heimamenn.

Kolstad trónir því enn á toppi deildarinnar með fullt hús stiga, 18 stig eftir níu leiki. Runar situr hins vegar í fjórða sæti með tíu stig, en þetta var þriðja tap liðsins í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×