Handbolti

Leikbann Alexanders dregið til baka

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alexander Örn Júlíusson getur spilað leikinn stóra gegn Flensburg á þriðjudaginn í næstu viku.
Alexander Örn Júlíusson getur spilað leikinn stóra gegn Flensburg á þriðjudaginn í næstu viku. vísir/hulda margrét

Leikbannið sem Alexander Örn Júlíusson, fyrirliði Vals, var dæmdur í vegna rauða spjaldsins sem hann fékk gegn Benidorm í Evrópudeildinni 1. nóvember hefur verið dregið til baka. Hann getur því spilað gegn Flensburg í næstu viku.

Alexander fékk beint rautt spjald á 19. mínútu í leiknum á Spáni og var í kjölfarið úrskurðaður í eins leiks bann. 

Bannið hefur nú verið dregið til baka þar sem engar sannanir hafi fundist fyrir því að brot Alexanders hafi verið hættulegt. Valur sendi inn greinargerð til EHF vegna bannsins og aganefnd sambandsins féllst á sjónarsmið Íslandsmeistaranna.

Alexander verður því til taks þegar þýska stórliðið Flensburg kemur hingað til lands í næstu viku. Liðin eigast við á Hlíðarenda þriðjudaginn 22. nóvember. Bæði lið eru með fullt hús stiga í Evrópudeildinni.

Valur sækir Hauka heim í 9. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×