Heimir kynntur til leiks hjá FH Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. nóvember 2022 20:54 Heimir Guðjónsson er snúinn aftur til FH. Twitter/FH Heimir Guðjónsson hefur formlega verið kynntur til leiks sem nýr þjálfari karlaliðs félagsins í knattspyrnu. Sigurvin Ólafsson var á sama tíma kynntur sem aðstoðarþjálfari liðsins, en félagið greindi frá þessu á stuðningsmannakvöldi sem haldið var í kvöld. Heimir tekur því við stöðu aðalþjálfara liðsins af Eiði Smára Guðjohnsen sem stýrði félaginu seinni hluta sumars. Hann gerir þriggja ára samning við félagið. Sigurvin var aðstoðarmaður Eiðs í sumar, en stýrði liðinu í lokaleikjum tímabilsins eftir að Eiði var vikið til hliðar. Þá er greint frá því á Fótbolti.net að Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá FH, hafi einnig tilkynnt að Eiður muni ekki snúa aftur til félagsins. Heimir er því að snúa aftur til FH, en hann var rekinn frá félaginu árið 2017. Undir stjórn Heimis varð FH fimm sinnum Íslandsmeistari, síðast árið 2016. HEIMIR SNÝR HEIM!#ViðErumFH pic.twitter.com/0Oo3qxR6Xc— FHingar (@fhingar) November 8, 2022 Seinustu tvö ár hafa verið mögur hjá þessu sigursæla félagi þar sem liðið hafnaði í sjötta sæti efstu deildar tímabilið 2021 og var svo hársbreidd frá því að falla úr Bestu-deildinni á nýafstöðnu tímabili. Hávær orðrómur var um að Heimir ætti að taka við FH-liðinu þegar lokakafli Bestu-deildarinnar var fram undan og Eiði hafði verið vikið til hliðar. Sá orðrómur átti ekki við rök að styðjast og FH-ingar töluðu ekki við þjálfarann fyrr en eftir tímabilið, en Heimir hefur verið án félags síðan hann var látinn fara frá Valsmönnum fyrr í sumar. Besta deild karla FH Hafnarfjörður Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Fleiri fréttir Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Sjá meira
Heimir tekur því við stöðu aðalþjálfara liðsins af Eiði Smára Guðjohnsen sem stýrði félaginu seinni hluta sumars. Hann gerir þriggja ára samning við félagið. Sigurvin var aðstoðarmaður Eiðs í sumar, en stýrði liðinu í lokaleikjum tímabilsins eftir að Eiði var vikið til hliðar. Þá er greint frá því á Fótbolti.net að Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá FH, hafi einnig tilkynnt að Eiður muni ekki snúa aftur til félagsins. Heimir er því að snúa aftur til FH, en hann var rekinn frá félaginu árið 2017. Undir stjórn Heimis varð FH fimm sinnum Íslandsmeistari, síðast árið 2016. HEIMIR SNÝR HEIM!#ViðErumFH pic.twitter.com/0Oo3qxR6Xc— FHingar (@fhingar) November 8, 2022 Seinustu tvö ár hafa verið mögur hjá þessu sigursæla félagi þar sem liðið hafnaði í sjötta sæti efstu deildar tímabilið 2021 og var svo hársbreidd frá því að falla úr Bestu-deildinni á nýafstöðnu tímabili. Hávær orðrómur var um að Heimir ætti að taka við FH-liðinu þegar lokakafli Bestu-deildarinnar var fram undan og Eiði hafði verið vikið til hliðar. Sá orðrómur átti ekki við rök að styðjast og FH-ingar töluðu ekki við þjálfarann fyrr en eftir tímabilið, en Heimir hefur verið án félags síðan hann var látinn fara frá Valsmönnum fyrr í sumar.
Besta deild karla FH Hafnarfjörður Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Fleiri fréttir Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Sjá meira