Pep við Zlatan: „Skrifaðu aðra bók“ Smári Jökull Jónsson skrifar 5. nóvember 2022 16:00 Pep Guardiola og Zlatan Ibrahimavic eru enn og aftur komnir í hár saman. Vísir/Getty Pep Guardiola og Zlatan Ibrahimovic eru engir sérstakir vinir. Nú hefur þeim enn og aftur lent saman eftir að Ibrahimovic sagði í viðtali að egó Guardiola kæmi í veg fyrir framfarir Erling Haaland hjá Manchester City. Zlatan var í liði Barcelona árin 2009-2011 undir stjórn Guardiola og gaf Spánverjanum enga sérstaka dóma í ævisögu sinni sem hann gaf út árið 2011. „Ég öskraði: Þú ert ekki með pung. Þú kúkar á þig fyrir framan Mourinho. Farðu til helvítis,“ skrifaði Zlatan í bók sinni og hefur í seinni tíð sagt að Guardiola sé barnalegasti þjálfari sem hann hefur haft. Á dögunum fór Zlatan síðan í viðtal hjá frönsku sjónvarspsstöðinni Canal+ og fékk þar spurningar um velgengni Erling Haaland hjá Manchester City en Norðmaðurinn hefur byrjað tímabilið stórkostlega á Englandi. „Getur Guardiola gert Haaland ennþá betri? Það fer eftir egói Guardiola, ef hann leyfir Haaland að vera stærri karakter en hann sjálfur. Hann leyfði hvorki mér né öðrum leikmönnum að vera það,“ sagði Svíinn. Pep Guardiola var spurður út í þessi ummæli Zlatan á blaðamannafundi fyrir leik Manchester City gegn Fulham í dag. Hann svaraði kaldhæðnislega að hann væri stærsti egóistinn hjá Englandsmeisturunum. „Hann hefur rétt fyrir sér, algjörlega rétt. Hjá þessu félagi, í þessu liði er egóið mitt stærra en frammistöður allra leikmanna. Ég er ekki ánægður með það þegar Erling skorar þrjú mörk og allt fjallar um hann. Ég verð svo öfundssjúkur. Í alvöru talað, svo öfundssjúkur.“ „Ég segi við Erling: Gerðu það, ekki skora fleiri mörk því þá skrifa The Sun og Daily Mail ekki neitt um mig. Zlatan þekkir mig vel. Hann getur kannski skrifað nýja bók því hann hefur rétt fyrir sér, egóið mitt er risastórt.“ Zlatan Ibrahimovic said Pep Guardiola's ego will hamper Erling Haaland's ability at Manchester City.Pep's response is just perfect Pep #ManCity #MCFC pic.twitter.com/4y8pJRe7re— Mike Minay (@MikeMinay) November 4, 2022 Enski boltinn Tengdar fréttir Zlatan: Pep faldi sig frá mér Zlatan Ibrahimovic segir Jose Mourinho enn vera hinn sérstaka en gagnrýnir Pep Guardiola. 20. október 2019 11:15 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira
Zlatan var í liði Barcelona árin 2009-2011 undir stjórn Guardiola og gaf Spánverjanum enga sérstaka dóma í ævisögu sinni sem hann gaf út árið 2011. „Ég öskraði: Þú ert ekki með pung. Þú kúkar á þig fyrir framan Mourinho. Farðu til helvítis,“ skrifaði Zlatan í bók sinni og hefur í seinni tíð sagt að Guardiola sé barnalegasti þjálfari sem hann hefur haft. Á dögunum fór Zlatan síðan í viðtal hjá frönsku sjónvarspsstöðinni Canal+ og fékk þar spurningar um velgengni Erling Haaland hjá Manchester City en Norðmaðurinn hefur byrjað tímabilið stórkostlega á Englandi. „Getur Guardiola gert Haaland ennþá betri? Það fer eftir egói Guardiola, ef hann leyfir Haaland að vera stærri karakter en hann sjálfur. Hann leyfði hvorki mér né öðrum leikmönnum að vera það,“ sagði Svíinn. Pep Guardiola var spurður út í þessi ummæli Zlatan á blaðamannafundi fyrir leik Manchester City gegn Fulham í dag. Hann svaraði kaldhæðnislega að hann væri stærsti egóistinn hjá Englandsmeisturunum. „Hann hefur rétt fyrir sér, algjörlega rétt. Hjá þessu félagi, í þessu liði er egóið mitt stærra en frammistöður allra leikmanna. Ég er ekki ánægður með það þegar Erling skorar þrjú mörk og allt fjallar um hann. Ég verð svo öfundssjúkur. Í alvöru talað, svo öfundssjúkur.“ „Ég segi við Erling: Gerðu það, ekki skora fleiri mörk því þá skrifa The Sun og Daily Mail ekki neitt um mig. Zlatan þekkir mig vel. Hann getur kannski skrifað nýja bók því hann hefur rétt fyrir sér, egóið mitt er risastórt.“ Zlatan Ibrahimovic said Pep Guardiola's ego will hamper Erling Haaland's ability at Manchester City.Pep's response is just perfect Pep #ManCity #MCFC pic.twitter.com/4y8pJRe7re— Mike Minay (@MikeMinay) November 4, 2022
Enski boltinn Tengdar fréttir Zlatan: Pep faldi sig frá mér Zlatan Ibrahimovic segir Jose Mourinho enn vera hinn sérstaka en gagnrýnir Pep Guardiola. 20. október 2019 11:15 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira
Zlatan: Pep faldi sig frá mér Zlatan Ibrahimovic segir Jose Mourinho enn vera hinn sérstaka en gagnrýnir Pep Guardiola. 20. október 2019 11:15