75 ára í IKEA: Trúði því alltaf að hún væri kraftaverkabarn Rakel Sveinsdóttir skrifar 6. nóvember 2022 08:01 Guðrún Hlín Þórarinsdóttir er 75 ára og starfar enn í 100% starfi hjá IKEA. Sem hún elskar. Guðrún segir aldrei neinn hafa nefnt við hana eitt eða neitt um starfslok. Á þeim 28 árum sem hún hefur starfað hjá IKEA segir hún það alltaf gerast með viðskiptavinum að hægt sé að finna einhverja tengingu. Íslenskt samfélag sé bara þannig. Vísir/Vilhelm „Nei ég var ekkert að hugsa um að hætta þegar að ég varð sjötug. Við fórum til Los Angeles og vorum þar, ég og börnin, í heimsókn hjá dóttur minni sem er búsett þar. Ég fékk líka 70 rósir í gjöf frá IKEA,“ segir Guðrún Hlín Þórarinsdóttir sem nú er 75 ára og enn í 100% starfi hjá IKEA. Og Guðrún bætir við: „Veistu, það hefur hreinlega aldrei neinn nefnt eitt eða neitt við mig um starfslok.“ Atvinnulífið fjallar áfram um þriðja æviskeiðiðið en næstu sunnudaga munum við heyra í fólki sem ýmist nálgast eða er komið á þetta æviskeið og hefur valið sér ólíkar leiðir að fara. Í dag heyrum við sögu Guðrúnar sem er fædd og uppalin á Akureyri og trúði því alltaf að hún væri kraftaverkabarn. „Pabbi sagði alltaf að ég væri kraftaverkabarn. Þannig að þú skilur hvers vegna mig hefur aldrei skort sjálfstraustið,“ segir Guðrún og skellihlær. Síðasta kvöldmáltíðin er þessi mynd kölluð í gríni. Myndin var tekin þegar Guðrún varð sjötug og fór til Los Angeles í Bandaríkjunum þar sem hún og börnin hennar dvöldu í heimsókn hjá dóttur hennar sem býr þar. Alvöru ástarsaga Það fylgja Guðrúnu margar skemmtilegar sögur. Ein af þeim er svo falleg ástarsaga að ekki er annað hægt en að segja frá henni sérstaklega en þetta er í raun ástarsaga foreldra hennar. Faðir Guðrúnar var Þórarinn Björnsson, skólameistari Menntaskóla á Akureyri. Móðir hennar var Margrét Eiríksdóttir píanókennari og síðar húsfreyja. Guðrún er fædd í Brekkugötu 13 á Akureyri en alin upp í menntaskólanum og heimavist Menntaskólans á Akureyri sem allir Akureyringar vita hvaða hús eru. Í föðurlegg kemur hún samt frá Víkingavatni í Kelduhverfi. „Pabbi hét Þórarinn Björnsson, afi Björn Þórarinsson og langafi Þórarinn Björnsson. Frá árinu 1650 rak fjölskyldan búið á Víkingarvatni og það voru þá alltaf þessi nöfn á víxl: Þórarinn Björnsson eða Björn Þórarinsson.“ Allt þar til kom að föður Guðrúnar. „Amma vildi að pabbi færi í skóla og því var honum leyft að fara einn vetur úr búskapnum og í gagnfræðiskóla á Akureyri. Þar var skólameistari Sigurður Guðmundsson sem segja má að hafi tekið pabba að sér.“ Guðrún segir að amma hennar og nafna hafi í raun séð um búið. Því afi hennar glímdi við mikið þunglyndi og var oft rúmliggjandi vegna þessa. „Reyndar sagði Thor Vilhjálmsson eitt sinn um afa að hann væri ekki þunglyndur. Heldur svo gáfaður að hann gæti ekki lyft höfðinu frá koddanum.“ Gáfurnar erfðust greinilega því eftir að pabbi Guðrúnar var aftur komin heim í sveitina, dugði ekkert minna en að einn daginn mætir þangað Sigurður skólameistari sjálfur og vildi eiga tal við ömmu Guðrúnar. „Sigurður kom með tvo til reiðar og fylgisveinum og sagði við ömmu að pabbi væri með gáfaðri piltur sem komið hefði í náms í gagnfræðiskóla Akureyrar og ekki kæmi til greina annað en að hann yrði skólagenginn. Sigurður vildi því fá pabba aftur í skólann og að þar yrði hann á sína ábyrgð.“ Fór svo að Þórarinn hélt aftur í nám um haustið og varð síðan einn af fimm reynslunemendum frá Menntaskólanum á Akureyri sem þreyttu stúdentsprófið í MR í Reykjavík vorið 1927. Þannig öðlaðist Menntaskólinn á Akureyri rétt til að útskrifa stúdenta. Um haustið hélt Þórarinn til Parísar og nam við Sorebne frönsku og franskar bókmenntir sem innfæddur og einnig barnasálfræði. Að námi loknu, árið 1932, sneri Þórarinn aftur til Akureyrar og kenndi frönsku við Menntaskólann á Akureyri til æviloka. Móðir Guðrúnar, Margrét, fór líka menntaveginn sem þó þótti enn sjaldgæfar að konur gerðu á þessum tíma. Margrét var Reykvíkingur, faðir hennar kom frá Svarfaðardal en móðir hennar var vestur Íslendingur frá Norður Dakota. Margrét var fyrsti nemandinn sem útskrifaðist úr Tónlistarskóla Reykjavíkur og hélt síðan utan til frekari tónlistarnáms í London. Þar bjó hún meira og minna öll stríðsár síðari heimstyrjaldarinnar. Svo skringilega sem það þó hljómar, gilti kvótakerfi á stríðsárunum um það hversu margir í sömu fjölskyldu mættu dvelja erlendis í einu. Sem þýddi að þegar faðir Margrétar varð veikur og þurfti að fara erlendis að leita sér lækninga, þurfti Margrét að halda aftur heim til Íslands. Sem hún gerði og ferðaðist þá með togara og það í heimstyrjöld! „Það eru meira að segja til sprengjubrot frá þessum tíma sem hún átti alla tíð eftir þetta.“ En Margrét var ekki sátt við kerfið. Því hún vissi af fínni fjölskyldu þar sem þrír fjölskyldumeðlimir voru erlendis. Dugði þá ekkert minna en að Margrét fór í ráðuneytið, tilkynnti að hún vissi að ekki væri verið að fylgja eftir þessu kvótakerfi í öllum tilvikum; það væri augljóst ekki sama hver er! Sjálf sagðist hún engan veginn hafa efni á því að vera að missa úr námi vegna svona kerfis sem ekki væri heilagra en þetta. Varð úr að Margrét hélt því aftur til London. Enn á ný með togara í miðri heimstyrjöld! Eftir að námi lauk í Englandi hélt Margrét aftur til Íslands þar sem hún ætlaði að vinna sér inn pening til frekari náms í Bandaríkjunum. Á sama tíma var stofnaður tónlistarskóli á Akureyri og formaður stjórnar skólans var téður Þórarinn Björnsson. Þar sem Margrét fékk stöðu skólastjóra við skólans tók Þórarinn á móti henni þegar hún kom norður og má segja að það hafi verið ást við fyrstu sýn. „Mamma áttaði sig ekki fyrr en seinna að hún væri ástfangin. Þannig háttaði til að þau voru bæði kostgangarar á KEA og hittust alltaf í hádeginu. Mamma hafði aldrei verið mikið fyrir mat og matmálstíma. En fann allt í einu að hún var orðin óþreyjufull eftir hádegishléinu á KEA. Og við frekari íhugun fann hún út að það var ekki maturinn sem olli henni óþreyju heldur maðurinn sem hún hitti. Henni fannst hann svo aðlaðandi og skemmtilegur,“ segir Guðrún og hlær. Fv: Guðrún er lesblind og var strítt nokkuð í skóla Krakkar sögðu þá við hana að hún gæti ekki lært og fengi aðeins að vera í skóla vegna þess að pabbi hennar, Þórarinn Björnsson, væri skólameistari. Á mynd til hægri má sjá mynd af Guðrúnu með bróður sínum Birni sem er læknir í Ameríku. Lesblinda kraftaverkabarnið Þegar Þórarinn og Margrét tóku saman gerðu þau samning um að Margrét gæti haldið áfram að stýra tónlistarskólanum. Enda starf sem hún brann fyrir. Guðrún segir pabba sinn líka hafa verið þannig þenkjandi að honum fannst þetta algjörlega sjálfsagt. Og skildi vel hversu mikinn áhuga Margrét hafði á starfi sínu. Samfélagið var þessu þó ekki sammála. Því þegar að því kom að Sigurður skólameistari lét af störfum og auglýst var eftir nýjum skólameistara, sótti Þórarinn ekki um. Alls bárust þó sex umsóknir. Sigurður skólameistari var ekki sáttur. Fór til fundar með menntamálaráðuneytinu og tilkynnti að aðeins Þórarinn kæmi til greina; Hann þekkti skólann og allt sem honum tilheyrði. Það sem kom í ljós var að pabbi sótti ekki um vegna þess að eiginkonur fyrirmanna á þessum tíma máttu ekki vinna úti. Þær voru húsfreyjur. Og til fyrirmanna töldust meðal annars skólameistari. Þetta þýddi að ef pabbi yrði skólameistari, yrði mamma að hætta að vinna.“ Fór svo að þegar Margréti barst þetta til eyrna, vildi hún að Þórarinn þæði skólameistarastarfið. Í kjölfarið hætti hún sínu starfi og gerðist húsfreyja. Margrét og Þórarinn eignuðust tvö börn: Guðrúnu og Björn Þórarinsson, lækni í Ameríku. Guðrún er lesblind og þótt hún láti lítið með það var henni mikið strítt. „Ég ætla nú ekkert að tala um þetta eins og þessi ljótu eineltismál í dag. En krakkarnir voru stundum að segja hluti við mig eins og að ég væri svo lítið gefin að ég gæti ekki lært. Að ég fengi bara að vera í skólanum vegna þess að pabbi væri skólameistari,“ segir Guðrún. Aldrei vantaði hana þó sjálfstraustið og því leið henni vel sem barn. Enda ávallt sagt af föður sínum að hún væri kraftaverkabarn. „Pabbi sagði oft við mig að ég yrði bara að vera góð við þessa krakka sem væru að segja ljóta hluti. Því það eru þau sem ættu bágt en ekki þú Guðrún mín.“ Enn í dag mætir Guðrún í útskrift hjá Menntaskólanum á Akureyri. Síðastliðin 73 hefur Guðrún mætt að nokkrum skiptum undanskiptum vegna barneigna og búsetu erlendis um tíma. „Ég var í sjö ár í Menntaskólanum á Akureyri og enn segir fólk við mig: Jeminn, varstu svona rosalega lesblind að þú þurftir sjö ár til að útskrifast! Hið rétta er að þá var þar unglingadeild í þrjú ár fyrir menntaskólanámið, “ segir Guðrún og er greinilega skemmt yfir misskilningi fólks. Mynd af Víkingavatnssystkynunum eins og kallað var, tekin við Víkingavatn sumarið 1956. Frá árinu 1650 ráku búið á Víkingavatni Þórarinn Björnsson eða Björn Þórarinsson á víxl, alltaf þessi nöfn. Þar til kom að föður Guðrúnar, Þórarinni Björnssyni, sem kenndi frönsku í Menntaskólanum á Akureyri og varð síðar skólameistari þar. Til Reykjavíkur Guðrún útskrifast sem stúdent árið 1967 og ætlaði sér þá fyrst í fósturskólann og verða leikskólakennari. Á þeim tíma þurftu konur að starfa á leikskóla í eitt ár, til þess að komast í skólann. Guðrún talaði sig inn á undanþágu en sem betur fer starfaði hún þó í einn mánuð á leikskóla. Og komst þá að því að leikskólakennari væri alls ekki rétta hillan fyrir hana. Guðrún fór hins vegar í kennaraskólann og lauk kennaraprófi eftir eitt ár eins og þá var hægt eftir stúdentspróf. Síðan hún fór hún norður á Akureyri, ásamt þáverandi þáverandi manni sínum og barnsföður og tveggja mánaða gamalli dóttur þeirra, Margréti. Á Akureyri kenndi í Brekkuskóla í þrjú ár og stjórnaði hótel Eddu á sumrin. Síðan flutti hún til Reykjavíkur og kenndi við Réttarholtsskóla í sex ár. „Mér fannst mjög gaman að kenna og segi oft að ég þekki hálfa þjóðina í árganginum ´58,“ segir Guðrún hlæjandi og nefnir nokkur nöfn fyrrum nemanda. Sem þó nokkur eru þekkt nöfn í atvinnulífinu. Guðrún og Gísli skildu og síðar tók Guðrún saman við núverandi eiginmann sinn, Sigurð Karlsson. „Við eigum þrjú börn saman en hann átti dóttur fyrir sem er fædd á sama ári og eldri dóttir okkar. Þær eru miklar vinkonur og voru saman í Hagaskóla. Sögðust vera tvíburar, en faðir þeirra segði að það sé ekki leggjandi á eina konu að ganga með tvö börn. Þess vegna ættu þær tvær mömmur,“segir Guðrún og er skemmt. Börn Guðrúnar og Sigurðar eru: Þóranna, Svanhildur og Karl. Fyrir átti Guðrún Margréti Gísladóttur en Sigurður Evu Björg. Árið 1977 ákvað Guðrún að hætta kennslu. „Ég var að keyra eitt barn í leikskóla, eitt barn í skóla og eitt barn til prívat dagmömmu og var orðin þreytt á því.“ Guðrún var heimavinnandi næstu árin en segist ekki hafa setið auðum höndum þann tíma. Því til viðbótar við börn og heimili var hún virk í félagsstarfi, í sveitastjórnarmálunum á Seltjarnarnesi, sá stundum um afleysingar í kennslu og fleira. Sigurður stofnaði fyrirtækið Innréttingahúsið árið 1978 og þar fór Guðrún síðar að vinna. Meðal þekktra umboða sem þau voru með var til dæmis HTH á Íslandi en eins seldi fyrirtækið ýmiss önnur merki. „Þegar fór að herða að rekstrinum um 1991 lokuðum við fyrirtækinu. Enda tíðkaðist það ekki í fjölskyldu mannsins míns að fyrirtæki færi á hausinn. Tengdapabbi sagði að maður ætti ekki að láta samferðarfólkið greiða fyrir eigin mistök.“ Eftir að fyrirtækinu var lokað fór Guðrún um tíma að vinna í Storkinum, hjá Malínu náfrænku sinni og vinkonu. Þar starfaði hún við afgreiðslu og prjónakennslu til ársins 1994. Guðrún elskar að vinna hjá IKEA en það hefur hún gert í 28 ár. Fyrst þegar hún byrjaði var haldið utan um húsgögn og vörur á spjöldum sem viðskiptavinir fengu afhent. Á spjöldunum var skráð vörunúmer sem slegið var inn á afgreiðslukassanum og viðskiptavinir greiddu. Síðan fóru þeir með spjaldið á vörulager IKEA og sóttu það sem keypt var. Enda enginn skanni til í þá daga.Vísir/Vilhelm Í IKEA í 28 ár Árið 1994 hóf Guðrún störf hjá IKEA, í kjölfar nokkurra ára aðdáun á IKEA vörum. Eitt árið fór fjölskyldan með fjölskyldubílinn í sumarfrí til Danmerkur. Bíllinn var sendur heim drekkhlaðinn af IKEA vörum. Þegar þetta er, var Gestur Hjaltason forstjóri IKEA. En áður en lengra er haldið, er ágætt að rifja aðeins upp upphaf IKEA á Íslandi. Sem hófst árið 1981 sem deild innan Hagkaups í Skeifunni. Nánar tiltekið á 2.hæð. Í umfjöllun Frjálsrar verslunar um sögu Hagkaups segir í tölublaði frá árinu 1990: „Nýr sproti Hagkaups hóf að vaxa í mars árið 1981 er IKEA deildin opnaði í Skeifunni.“ Þetta er á þeim tíma þegar Hagkaup var enn kennt við Pálma heitinn Jónsson, stofnanda Hagkaupa en það eru einmitt bræðurnir Sigurður og Jón, synir Pálma, sem eiga IKEA. Á Íslandi, í Eistlandi, Lettlandi og Litháen. Ísland var tíunda landið sem IKEA hóf starfsemi sína í og var á þeim tíma einna helst þekkt í Skandinavíu og einstaka löndum í Evrópu. Segir einmitt í áðurnefndri umfjöllun Frjálsrar verslunar: „Gífurleg sala á ódýrum húsgögnum vekur athygli.“ Enda aðalsmerki IKEA frá upphafi verið lágt verð. Þegar Guðrún byrjaði að vinna hjá IKEA var verslunin samt flutt úr Skeifunni og í bílakjallarann á Húsi verslunarinnar. Stutt var í flutning verslunarinnar í Holtagarða. Guðrún lýsir afgreiðslumátanum á eftirfarandi hátt: Í þá daga var maður bara með öll húsgögnin skráð á spjöld í spjaldskrárboxi. Þegar viðskiptavinurinn ætlaði að kaupa eitthvert húsgagn, var flett upp í boxinu, spjaldið fundið fyrir tiltekið húsgagn en á það var búið að skrá vörunúmer. Viðskiptavinurinn fór síðan með spjaldið á afgreiðslukassann og þar var vörunúmerið á spjaldinu slegið inn og varan greidd. Því næst fór viðskiptavinurinn með spjaldið á lagerinn sem þá var í Síðumúlanum og sótti húsgagnið.“ Guðrún segist hafa elskað starfið sitt hjá IKEA strax á fyrsta degi. Og gerir enn. „Þetta var afar gaman og mikið ævintýri þegar við fluttum í Holtagarða. Mér fannst ég strax í kjallaranum vita allt og geta allt en á þessum tíma var þetta líka allt öðruvísi,“ segir Guðrún og bætir við: „Þarna vorum við um 100 manns að vinna hjá fyrirtækinu. Í dag eru þetta um 450 manns. Og allir voru með marga hatta á höfði. Til dæmis sá yfirmaðurinn minn um verkefni sem fjórir til fimm einstaklingar sjá um í dag.“ Guðrún nefnir þarna verkefni eins og mannauðsmál og ráðningar, pantanir og innkaup og alls kyns fleira til viðbótar við sölu og þjónustu við viðskiptavini. Opnunartíminn var þá þegar orðinn lengri og óhefðbundnari en víða þekkist en þó var lokað á sunnudögum og almennt lokað klukkan sex en þó fljótlega klukkan átta eins og nú er. Guðrún segir enn vörur hjá IKEA sem fylgt hafa fyrirtækinu alla tíð og seljast enn eins og heitar lummur. Hún nefnir sem dæmi Billy og Klippan sófann eða Poang stólinn. Fjölskyldumynd frá árinu 2011 með börnum, tengdabörnum og barnabörnum sem þá voru fædd. Eiginmaður Guðrúnar er Sigurður Karlsson leiðsögumaður. Guðrún segir Sigurð, sem er freelance, þó vera farinn að minnka við sig í starfi. Litla Ísland: Allir þekkja alla Guðrún starfar enn í 100% starfi hjá IKEA en segir vinnustaðinn svo liðlegan að nú þegar dóttir hennar Svanhildur glímir við krabbamein, sé henni leyfður sveigjanlegri viðverutími. „Ég hef aldrei beðið um launahækkun þessi 28 ár sem ég hef verið. En alltaf verið sátt,“ segir Guðrún, sem hefur fengið launahækkanir reglulega svo það sé tekið fram. „Ég er bara svo vinnuglöð að mér hefur alltaf þótt afar gaman að vinna. Í mörg ár var það líka þannig að maður vann fram eftir á kvöldin þótt ekki væri verið að borga neina yfirvinnu. Ég vissi til dæmis alveg að ég fengi bara borgað til fimm en var samt að vinna til sjö átta ef þess þurfti,“ segir Guðrún og ekki er laust við að glampi sjáist í augunum. Þá segir Guðrún eitt það skemmtilega við starfið hvað íslenskt samfélag er lítið. „Ég held að ég hafi aldrei afgreitt neinn sem ég get ekki fundið einhver tengsl við að lokinni sölu. Í okkar samfélagi eru alltaf einhver tengsl hjá fólki sem hægt er að finna.“ Í mörg ár hefur Guðrún fyrst og fremst starfað með fyrirtækjum sem eru í breytingum eða magninnkaupum á innréttingum, húsgögnum eða öðru. „Fyrst voru þetta skrifstofuhúsgögn en síðan eftir að ferðaþjónustan komst á fullt er auðvitað mikið keypt af þessum aðilum sem eru í hótelrekstri eða með Airbnb.“ Enda eflaust margir í atvinnulífinu sem þekkja til Guðrúnar. Því ófá fyrirtækin hefur hún heimsótt og verið innan handar við að skipuleggja rými og hanna þau með IKEA húsgögnum. Margir þessara viðskiptavina halda áfram að hringja í Guðrúnu, sem liðsinnir þeim þá bæði heima fyrir, í sumarbústað eða í vinnunni. Skulu þó engin sérstök nöfn nefnd hér. „Strákarnir hringja líka reglulega í mig og biðja mig um að hjálpa þessum eða hinum,“ segir Guðrún en með „strákunum“ vísar hún í Hagkaupsbræðurna og eigendur IKEA, Sigurð og Jón. Stefán Dagsson er forstjóri IKEA í dag. „Stebbi er búinn að vinna þarna ári lengur en ég. Gæti þó verið sonur minn. En hann byrjaði 14 ára á kerrunum.“ Af heimahögum er það að frétta að Sigurður eiginmaður Guðrúnar starfar sem leiðsögumaður. Svona „freelance,“ segir Guðrún en tekur þó fram að hann sé farinn að hægja verulega á og minnka við sig núna. En hvað með þig? Mér finnst þetta bara enn svo gaman. Fyrir utan það að það að vinna er svo gott fyrir sjálfstraustið. Því oft er það unga fólkið sem er að gleyma einhverju eða tekur verr eftir en ég. Og þá get ég bara hugsað með mér: Nú jæja, ég er þá orðin svo gömul eftir allt saman.“ Helgarviðtal Atvinnulífsins IKEA Eldri borgarar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Vilja breytt viðhorf: „Við erum eins og sett upp í hillu“ „Við erum eins og sett upp í hillu. Allur þessi mannauður verður að hilluvöru í neðstu hillunni þótt þarna sé á ferðinni fjölmennur og fjölbreyttur hópur sem fyrst og fremst vill lifa innihaldsríku og skemmtilegu lífi. Enda á þriðja æviskeiðið að vera besta æviskeiðið,“ segir Guðfinna S. Bjarnadóttir einn af stofnendum Magnavita. 2. nóvember 2022 07:00 Að segja sannleikann: „Við vælum pínu mikið í lúxuslandi“ „En fyrst við erum að tala um þriðja æviskeiðið er kannski líka tilefni til að nefna að það er ekkert endilega eldra fólkið sem kemur verra út í mælingum. Því við fáum stundum til okkar fjölskyldur og þá er það oftar en ekki foreldrarnir sem eru að koma betur út í lífgildum en ungmennin,“ segir Lukka Pálsdóttir hjá Greenfit og vísar þar til heilsu fólks sem er 25 ára og yngra. 3. nóvember 2022 07:00 Steinhissa þegar Halla Bondó svarar enn í símann „Þetta voru allt aðrir tímar og helst fyrirmenn sem fengu kreditkort. Og nánast engar konur því á þessum tíma voru það karlarnir sem voru skráðir fasteignaeigendurnir og þar með höfðu eiginkonurnar ekkert á bakvið sig,“ segir Halla Guðrún Jónsdóttir hjá SaltPay þegar hún rifjar upp fyrstu árin eftir að kreditkort voru kynnt til sögunnar á Íslandi. 5. júní 2022 09:01 „Sætur sjarmör og frægur, ég féll alveg fyrir honum“ Garðar Guðmundsson fagnar 80 ára afmælinu sínu í dag. Garðar er af fyrstu kynslóð rokksöngvara. Þótti sækja sinn stíl til Tommy Steele og varð síðar nafnkunnur sem hinn íslenski Cliff Richards. 19. maí 2022 07:01 „Maður er bara uppalinn þannig að í fríum væri maður ekkert að hangsa“ „Síðan var ég með rauðan matarlit sem ég setti í ísinn og bauð þá upp á hvítan ís og bleikan ís sem fólk hélt þá að væri einhver jarðaberjaís,“ segir Jón Magnússon og skellihlær. 8. maí 2022 08:00 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Og Guðrún bætir við: „Veistu, það hefur hreinlega aldrei neinn nefnt eitt eða neitt við mig um starfslok.“ Atvinnulífið fjallar áfram um þriðja æviskeiðiðið en næstu sunnudaga munum við heyra í fólki sem ýmist nálgast eða er komið á þetta æviskeið og hefur valið sér ólíkar leiðir að fara. Í dag heyrum við sögu Guðrúnar sem er fædd og uppalin á Akureyri og trúði því alltaf að hún væri kraftaverkabarn. „Pabbi sagði alltaf að ég væri kraftaverkabarn. Þannig að þú skilur hvers vegna mig hefur aldrei skort sjálfstraustið,“ segir Guðrún og skellihlær. Síðasta kvöldmáltíðin er þessi mynd kölluð í gríni. Myndin var tekin þegar Guðrún varð sjötug og fór til Los Angeles í Bandaríkjunum þar sem hún og börnin hennar dvöldu í heimsókn hjá dóttur hennar sem býr þar. Alvöru ástarsaga Það fylgja Guðrúnu margar skemmtilegar sögur. Ein af þeim er svo falleg ástarsaga að ekki er annað hægt en að segja frá henni sérstaklega en þetta er í raun ástarsaga foreldra hennar. Faðir Guðrúnar var Þórarinn Björnsson, skólameistari Menntaskóla á Akureyri. Móðir hennar var Margrét Eiríksdóttir píanókennari og síðar húsfreyja. Guðrún er fædd í Brekkugötu 13 á Akureyri en alin upp í menntaskólanum og heimavist Menntaskólans á Akureyri sem allir Akureyringar vita hvaða hús eru. Í föðurlegg kemur hún samt frá Víkingavatni í Kelduhverfi. „Pabbi hét Þórarinn Björnsson, afi Björn Þórarinsson og langafi Þórarinn Björnsson. Frá árinu 1650 rak fjölskyldan búið á Víkingarvatni og það voru þá alltaf þessi nöfn á víxl: Þórarinn Björnsson eða Björn Þórarinsson.“ Allt þar til kom að föður Guðrúnar. „Amma vildi að pabbi færi í skóla og því var honum leyft að fara einn vetur úr búskapnum og í gagnfræðiskóla á Akureyri. Þar var skólameistari Sigurður Guðmundsson sem segja má að hafi tekið pabba að sér.“ Guðrún segir að amma hennar og nafna hafi í raun séð um búið. Því afi hennar glímdi við mikið þunglyndi og var oft rúmliggjandi vegna þessa. „Reyndar sagði Thor Vilhjálmsson eitt sinn um afa að hann væri ekki þunglyndur. Heldur svo gáfaður að hann gæti ekki lyft höfðinu frá koddanum.“ Gáfurnar erfðust greinilega því eftir að pabbi Guðrúnar var aftur komin heim í sveitina, dugði ekkert minna en að einn daginn mætir þangað Sigurður skólameistari sjálfur og vildi eiga tal við ömmu Guðrúnar. „Sigurður kom með tvo til reiðar og fylgisveinum og sagði við ömmu að pabbi væri með gáfaðri piltur sem komið hefði í náms í gagnfræðiskóla Akureyrar og ekki kæmi til greina annað en að hann yrði skólagenginn. Sigurður vildi því fá pabba aftur í skólann og að þar yrði hann á sína ábyrgð.“ Fór svo að Þórarinn hélt aftur í nám um haustið og varð síðan einn af fimm reynslunemendum frá Menntaskólanum á Akureyri sem þreyttu stúdentsprófið í MR í Reykjavík vorið 1927. Þannig öðlaðist Menntaskólinn á Akureyri rétt til að útskrifa stúdenta. Um haustið hélt Þórarinn til Parísar og nam við Sorebne frönsku og franskar bókmenntir sem innfæddur og einnig barnasálfræði. Að námi loknu, árið 1932, sneri Þórarinn aftur til Akureyrar og kenndi frönsku við Menntaskólann á Akureyri til æviloka. Móðir Guðrúnar, Margrét, fór líka menntaveginn sem þó þótti enn sjaldgæfar að konur gerðu á þessum tíma. Margrét var Reykvíkingur, faðir hennar kom frá Svarfaðardal en móðir hennar var vestur Íslendingur frá Norður Dakota. Margrét var fyrsti nemandinn sem útskrifaðist úr Tónlistarskóla Reykjavíkur og hélt síðan utan til frekari tónlistarnáms í London. Þar bjó hún meira og minna öll stríðsár síðari heimstyrjaldarinnar. Svo skringilega sem það þó hljómar, gilti kvótakerfi á stríðsárunum um það hversu margir í sömu fjölskyldu mættu dvelja erlendis í einu. Sem þýddi að þegar faðir Margrétar varð veikur og þurfti að fara erlendis að leita sér lækninga, þurfti Margrét að halda aftur heim til Íslands. Sem hún gerði og ferðaðist þá með togara og það í heimstyrjöld! „Það eru meira að segja til sprengjubrot frá þessum tíma sem hún átti alla tíð eftir þetta.“ En Margrét var ekki sátt við kerfið. Því hún vissi af fínni fjölskyldu þar sem þrír fjölskyldumeðlimir voru erlendis. Dugði þá ekkert minna en að Margrét fór í ráðuneytið, tilkynnti að hún vissi að ekki væri verið að fylgja eftir þessu kvótakerfi í öllum tilvikum; það væri augljóst ekki sama hver er! Sjálf sagðist hún engan veginn hafa efni á því að vera að missa úr námi vegna svona kerfis sem ekki væri heilagra en þetta. Varð úr að Margrét hélt því aftur til London. Enn á ný með togara í miðri heimstyrjöld! Eftir að námi lauk í Englandi hélt Margrét aftur til Íslands þar sem hún ætlaði að vinna sér inn pening til frekari náms í Bandaríkjunum. Á sama tíma var stofnaður tónlistarskóli á Akureyri og formaður stjórnar skólans var téður Þórarinn Björnsson. Þar sem Margrét fékk stöðu skólastjóra við skólans tók Þórarinn á móti henni þegar hún kom norður og má segja að það hafi verið ást við fyrstu sýn. „Mamma áttaði sig ekki fyrr en seinna að hún væri ástfangin. Þannig háttaði til að þau voru bæði kostgangarar á KEA og hittust alltaf í hádeginu. Mamma hafði aldrei verið mikið fyrir mat og matmálstíma. En fann allt í einu að hún var orðin óþreyjufull eftir hádegishléinu á KEA. Og við frekari íhugun fann hún út að það var ekki maturinn sem olli henni óþreyju heldur maðurinn sem hún hitti. Henni fannst hann svo aðlaðandi og skemmtilegur,“ segir Guðrún og hlær. Fv: Guðrún er lesblind og var strítt nokkuð í skóla Krakkar sögðu þá við hana að hún gæti ekki lært og fengi aðeins að vera í skóla vegna þess að pabbi hennar, Þórarinn Björnsson, væri skólameistari. Á mynd til hægri má sjá mynd af Guðrúnu með bróður sínum Birni sem er læknir í Ameríku. Lesblinda kraftaverkabarnið Þegar Þórarinn og Margrét tóku saman gerðu þau samning um að Margrét gæti haldið áfram að stýra tónlistarskólanum. Enda starf sem hún brann fyrir. Guðrún segir pabba sinn líka hafa verið þannig þenkjandi að honum fannst þetta algjörlega sjálfsagt. Og skildi vel hversu mikinn áhuga Margrét hafði á starfi sínu. Samfélagið var þessu þó ekki sammála. Því þegar að því kom að Sigurður skólameistari lét af störfum og auglýst var eftir nýjum skólameistara, sótti Þórarinn ekki um. Alls bárust þó sex umsóknir. Sigurður skólameistari var ekki sáttur. Fór til fundar með menntamálaráðuneytinu og tilkynnti að aðeins Þórarinn kæmi til greina; Hann þekkti skólann og allt sem honum tilheyrði. Það sem kom í ljós var að pabbi sótti ekki um vegna þess að eiginkonur fyrirmanna á þessum tíma máttu ekki vinna úti. Þær voru húsfreyjur. Og til fyrirmanna töldust meðal annars skólameistari. Þetta þýddi að ef pabbi yrði skólameistari, yrði mamma að hætta að vinna.“ Fór svo að þegar Margréti barst þetta til eyrna, vildi hún að Þórarinn þæði skólameistarastarfið. Í kjölfarið hætti hún sínu starfi og gerðist húsfreyja. Margrét og Þórarinn eignuðust tvö börn: Guðrúnu og Björn Þórarinsson, lækni í Ameríku. Guðrún er lesblind og þótt hún láti lítið með það var henni mikið strítt. „Ég ætla nú ekkert að tala um þetta eins og þessi ljótu eineltismál í dag. En krakkarnir voru stundum að segja hluti við mig eins og að ég væri svo lítið gefin að ég gæti ekki lært. Að ég fengi bara að vera í skólanum vegna þess að pabbi væri skólameistari,“ segir Guðrún. Aldrei vantaði hana þó sjálfstraustið og því leið henni vel sem barn. Enda ávallt sagt af föður sínum að hún væri kraftaverkabarn. „Pabbi sagði oft við mig að ég yrði bara að vera góð við þessa krakka sem væru að segja ljóta hluti. Því það eru þau sem ættu bágt en ekki þú Guðrún mín.“ Enn í dag mætir Guðrún í útskrift hjá Menntaskólanum á Akureyri. Síðastliðin 73 hefur Guðrún mætt að nokkrum skiptum undanskiptum vegna barneigna og búsetu erlendis um tíma. „Ég var í sjö ár í Menntaskólanum á Akureyri og enn segir fólk við mig: Jeminn, varstu svona rosalega lesblind að þú þurftir sjö ár til að útskrifast! Hið rétta er að þá var þar unglingadeild í þrjú ár fyrir menntaskólanámið, “ segir Guðrún og er greinilega skemmt yfir misskilningi fólks. Mynd af Víkingavatnssystkynunum eins og kallað var, tekin við Víkingavatn sumarið 1956. Frá árinu 1650 ráku búið á Víkingavatni Þórarinn Björnsson eða Björn Þórarinsson á víxl, alltaf þessi nöfn. Þar til kom að föður Guðrúnar, Þórarinni Björnssyni, sem kenndi frönsku í Menntaskólanum á Akureyri og varð síðar skólameistari þar. Til Reykjavíkur Guðrún útskrifast sem stúdent árið 1967 og ætlaði sér þá fyrst í fósturskólann og verða leikskólakennari. Á þeim tíma þurftu konur að starfa á leikskóla í eitt ár, til þess að komast í skólann. Guðrún talaði sig inn á undanþágu en sem betur fer starfaði hún þó í einn mánuð á leikskóla. Og komst þá að því að leikskólakennari væri alls ekki rétta hillan fyrir hana. Guðrún fór hins vegar í kennaraskólann og lauk kennaraprófi eftir eitt ár eins og þá var hægt eftir stúdentspróf. Síðan hún fór hún norður á Akureyri, ásamt þáverandi þáverandi manni sínum og barnsföður og tveggja mánaða gamalli dóttur þeirra, Margréti. Á Akureyri kenndi í Brekkuskóla í þrjú ár og stjórnaði hótel Eddu á sumrin. Síðan flutti hún til Reykjavíkur og kenndi við Réttarholtsskóla í sex ár. „Mér fannst mjög gaman að kenna og segi oft að ég þekki hálfa þjóðina í árganginum ´58,“ segir Guðrún hlæjandi og nefnir nokkur nöfn fyrrum nemanda. Sem þó nokkur eru þekkt nöfn í atvinnulífinu. Guðrún og Gísli skildu og síðar tók Guðrún saman við núverandi eiginmann sinn, Sigurð Karlsson. „Við eigum þrjú börn saman en hann átti dóttur fyrir sem er fædd á sama ári og eldri dóttir okkar. Þær eru miklar vinkonur og voru saman í Hagaskóla. Sögðust vera tvíburar, en faðir þeirra segði að það sé ekki leggjandi á eina konu að ganga með tvö börn. Þess vegna ættu þær tvær mömmur,“segir Guðrún og er skemmt. Börn Guðrúnar og Sigurðar eru: Þóranna, Svanhildur og Karl. Fyrir átti Guðrún Margréti Gísladóttur en Sigurður Evu Björg. Árið 1977 ákvað Guðrún að hætta kennslu. „Ég var að keyra eitt barn í leikskóla, eitt barn í skóla og eitt barn til prívat dagmömmu og var orðin þreytt á því.“ Guðrún var heimavinnandi næstu árin en segist ekki hafa setið auðum höndum þann tíma. Því til viðbótar við börn og heimili var hún virk í félagsstarfi, í sveitastjórnarmálunum á Seltjarnarnesi, sá stundum um afleysingar í kennslu og fleira. Sigurður stofnaði fyrirtækið Innréttingahúsið árið 1978 og þar fór Guðrún síðar að vinna. Meðal þekktra umboða sem þau voru með var til dæmis HTH á Íslandi en eins seldi fyrirtækið ýmiss önnur merki. „Þegar fór að herða að rekstrinum um 1991 lokuðum við fyrirtækinu. Enda tíðkaðist það ekki í fjölskyldu mannsins míns að fyrirtæki færi á hausinn. Tengdapabbi sagði að maður ætti ekki að láta samferðarfólkið greiða fyrir eigin mistök.“ Eftir að fyrirtækinu var lokað fór Guðrún um tíma að vinna í Storkinum, hjá Malínu náfrænku sinni og vinkonu. Þar starfaði hún við afgreiðslu og prjónakennslu til ársins 1994. Guðrún elskar að vinna hjá IKEA en það hefur hún gert í 28 ár. Fyrst þegar hún byrjaði var haldið utan um húsgögn og vörur á spjöldum sem viðskiptavinir fengu afhent. Á spjöldunum var skráð vörunúmer sem slegið var inn á afgreiðslukassanum og viðskiptavinir greiddu. Síðan fóru þeir með spjaldið á vörulager IKEA og sóttu það sem keypt var. Enda enginn skanni til í þá daga.Vísir/Vilhelm Í IKEA í 28 ár Árið 1994 hóf Guðrún störf hjá IKEA, í kjölfar nokkurra ára aðdáun á IKEA vörum. Eitt árið fór fjölskyldan með fjölskyldubílinn í sumarfrí til Danmerkur. Bíllinn var sendur heim drekkhlaðinn af IKEA vörum. Þegar þetta er, var Gestur Hjaltason forstjóri IKEA. En áður en lengra er haldið, er ágætt að rifja aðeins upp upphaf IKEA á Íslandi. Sem hófst árið 1981 sem deild innan Hagkaups í Skeifunni. Nánar tiltekið á 2.hæð. Í umfjöllun Frjálsrar verslunar um sögu Hagkaups segir í tölublaði frá árinu 1990: „Nýr sproti Hagkaups hóf að vaxa í mars árið 1981 er IKEA deildin opnaði í Skeifunni.“ Þetta er á þeim tíma þegar Hagkaup var enn kennt við Pálma heitinn Jónsson, stofnanda Hagkaupa en það eru einmitt bræðurnir Sigurður og Jón, synir Pálma, sem eiga IKEA. Á Íslandi, í Eistlandi, Lettlandi og Litháen. Ísland var tíunda landið sem IKEA hóf starfsemi sína í og var á þeim tíma einna helst þekkt í Skandinavíu og einstaka löndum í Evrópu. Segir einmitt í áðurnefndri umfjöllun Frjálsrar verslunar: „Gífurleg sala á ódýrum húsgögnum vekur athygli.“ Enda aðalsmerki IKEA frá upphafi verið lágt verð. Þegar Guðrún byrjaði að vinna hjá IKEA var verslunin samt flutt úr Skeifunni og í bílakjallarann á Húsi verslunarinnar. Stutt var í flutning verslunarinnar í Holtagarða. Guðrún lýsir afgreiðslumátanum á eftirfarandi hátt: Í þá daga var maður bara með öll húsgögnin skráð á spjöld í spjaldskrárboxi. Þegar viðskiptavinurinn ætlaði að kaupa eitthvert húsgagn, var flett upp í boxinu, spjaldið fundið fyrir tiltekið húsgagn en á það var búið að skrá vörunúmer. Viðskiptavinurinn fór síðan með spjaldið á afgreiðslukassann og þar var vörunúmerið á spjaldinu slegið inn og varan greidd. Því næst fór viðskiptavinurinn með spjaldið á lagerinn sem þá var í Síðumúlanum og sótti húsgagnið.“ Guðrún segist hafa elskað starfið sitt hjá IKEA strax á fyrsta degi. Og gerir enn. „Þetta var afar gaman og mikið ævintýri þegar við fluttum í Holtagarða. Mér fannst ég strax í kjallaranum vita allt og geta allt en á þessum tíma var þetta líka allt öðruvísi,“ segir Guðrún og bætir við: „Þarna vorum við um 100 manns að vinna hjá fyrirtækinu. Í dag eru þetta um 450 manns. Og allir voru með marga hatta á höfði. Til dæmis sá yfirmaðurinn minn um verkefni sem fjórir til fimm einstaklingar sjá um í dag.“ Guðrún nefnir þarna verkefni eins og mannauðsmál og ráðningar, pantanir og innkaup og alls kyns fleira til viðbótar við sölu og þjónustu við viðskiptavini. Opnunartíminn var þá þegar orðinn lengri og óhefðbundnari en víða þekkist en þó var lokað á sunnudögum og almennt lokað klukkan sex en þó fljótlega klukkan átta eins og nú er. Guðrún segir enn vörur hjá IKEA sem fylgt hafa fyrirtækinu alla tíð og seljast enn eins og heitar lummur. Hún nefnir sem dæmi Billy og Klippan sófann eða Poang stólinn. Fjölskyldumynd frá árinu 2011 með börnum, tengdabörnum og barnabörnum sem þá voru fædd. Eiginmaður Guðrúnar er Sigurður Karlsson leiðsögumaður. Guðrún segir Sigurð, sem er freelance, þó vera farinn að minnka við sig í starfi. Litla Ísland: Allir þekkja alla Guðrún starfar enn í 100% starfi hjá IKEA en segir vinnustaðinn svo liðlegan að nú þegar dóttir hennar Svanhildur glímir við krabbamein, sé henni leyfður sveigjanlegri viðverutími. „Ég hef aldrei beðið um launahækkun þessi 28 ár sem ég hef verið. En alltaf verið sátt,“ segir Guðrún, sem hefur fengið launahækkanir reglulega svo það sé tekið fram. „Ég er bara svo vinnuglöð að mér hefur alltaf þótt afar gaman að vinna. Í mörg ár var það líka þannig að maður vann fram eftir á kvöldin þótt ekki væri verið að borga neina yfirvinnu. Ég vissi til dæmis alveg að ég fengi bara borgað til fimm en var samt að vinna til sjö átta ef þess þurfti,“ segir Guðrún og ekki er laust við að glampi sjáist í augunum. Þá segir Guðrún eitt það skemmtilega við starfið hvað íslenskt samfélag er lítið. „Ég held að ég hafi aldrei afgreitt neinn sem ég get ekki fundið einhver tengsl við að lokinni sölu. Í okkar samfélagi eru alltaf einhver tengsl hjá fólki sem hægt er að finna.“ Í mörg ár hefur Guðrún fyrst og fremst starfað með fyrirtækjum sem eru í breytingum eða magninnkaupum á innréttingum, húsgögnum eða öðru. „Fyrst voru þetta skrifstofuhúsgögn en síðan eftir að ferðaþjónustan komst á fullt er auðvitað mikið keypt af þessum aðilum sem eru í hótelrekstri eða með Airbnb.“ Enda eflaust margir í atvinnulífinu sem þekkja til Guðrúnar. Því ófá fyrirtækin hefur hún heimsótt og verið innan handar við að skipuleggja rými og hanna þau með IKEA húsgögnum. Margir þessara viðskiptavina halda áfram að hringja í Guðrúnu, sem liðsinnir þeim þá bæði heima fyrir, í sumarbústað eða í vinnunni. Skulu þó engin sérstök nöfn nefnd hér. „Strákarnir hringja líka reglulega í mig og biðja mig um að hjálpa þessum eða hinum,“ segir Guðrún en með „strákunum“ vísar hún í Hagkaupsbræðurna og eigendur IKEA, Sigurð og Jón. Stefán Dagsson er forstjóri IKEA í dag. „Stebbi er búinn að vinna þarna ári lengur en ég. Gæti þó verið sonur minn. En hann byrjaði 14 ára á kerrunum.“ Af heimahögum er það að frétta að Sigurður eiginmaður Guðrúnar starfar sem leiðsögumaður. Svona „freelance,“ segir Guðrún en tekur þó fram að hann sé farinn að hægja verulega á og minnka við sig núna. En hvað með þig? Mér finnst þetta bara enn svo gaman. Fyrir utan það að það að vinna er svo gott fyrir sjálfstraustið. Því oft er það unga fólkið sem er að gleyma einhverju eða tekur verr eftir en ég. Og þá get ég bara hugsað með mér: Nú jæja, ég er þá orðin svo gömul eftir allt saman.“
Helgarviðtal Atvinnulífsins IKEA Eldri borgarar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Vilja breytt viðhorf: „Við erum eins og sett upp í hillu“ „Við erum eins og sett upp í hillu. Allur þessi mannauður verður að hilluvöru í neðstu hillunni þótt þarna sé á ferðinni fjölmennur og fjölbreyttur hópur sem fyrst og fremst vill lifa innihaldsríku og skemmtilegu lífi. Enda á þriðja æviskeiðið að vera besta æviskeiðið,“ segir Guðfinna S. Bjarnadóttir einn af stofnendum Magnavita. 2. nóvember 2022 07:00 Að segja sannleikann: „Við vælum pínu mikið í lúxuslandi“ „En fyrst við erum að tala um þriðja æviskeiðið er kannski líka tilefni til að nefna að það er ekkert endilega eldra fólkið sem kemur verra út í mælingum. Því við fáum stundum til okkar fjölskyldur og þá er það oftar en ekki foreldrarnir sem eru að koma betur út í lífgildum en ungmennin,“ segir Lukka Pálsdóttir hjá Greenfit og vísar þar til heilsu fólks sem er 25 ára og yngra. 3. nóvember 2022 07:00 Steinhissa þegar Halla Bondó svarar enn í símann „Þetta voru allt aðrir tímar og helst fyrirmenn sem fengu kreditkort. Og nánast engar konur því á þessum tíma voru það karlarnir sem voru skráðir fasteignaeigendurnir og þar með höfðu eiginkonurnar ekkert á bakvið sig,“ segir Halla Guðrún Jónsdóttir hjá SaltPay þegar hún rifjar upp fyrstu árin eftir að kreditkort voru kynnt til sögunnar á Íslandi. 5. júní 2022 09:01 „Sætur sjarmör og frægur, ég féll alveg fyrir honum“ Garðar Guðmundsson fagnar 80 ára afmælinu sínu í dag. Garðar er af fyrstu kynslóð rokksöngvara. Þótti sækja sinn stíl til Tommy Steele og varð síðar nafnkunnur sem hinn íslenski Cliff Richards. 19. maí 2022 07:01 „Maður er bara uppalinn þannig að í fríum væri maður ekkert að hangsa“ „Síðan var ég með rauðan matarlit sem ég setti í ísinn og bauð þá upp á hvítan ís og bleikan ís sem fólk hélt þá að væri einhver jarðaberjaís,“ segir Jón Magnússon og skellihlær. 8. maí 2022 08:00 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Vilja breytt viðhorf: „Við erum eins og sett upp í hillu“ „Við erum eins og sett upp í hillu. Allur þessi mannauður verður að hilluvöru í neðstu hillunni þótt þarna sé á ferðinni fjölmennur og fjölbreyttur hópur sem fyrst og fremst vill lifa innihaldsríku og skemmtilegu lífi. Enda á þriðja æviskeiðið að vera besta æviskeiðið,“ segir Guðfinna S. Bjarnadóttir einn af stofnendum Magnavita. 2. nóvember 2022 07:00
Að segja sannleikann: „Við vælum pínu mikið í lúxuslandi“ „En fyrst við erum að tala um þriðja æviskeiðið er kannski líka tilefni til að nefna að það er ekkert endilega eldra fólkið sem kemur verra út í mælingum. Því við fáum stundum til okkar fjölskyldur og þá er það oftar en ekki foreldrarnir sem eru að koma betur út í lífgildum en ungmennin,“ segir Lukka Pálsdóttir hjá Greenfit og vísar þar til heilsu fólks sem er 25 ára og yngra. 3. nóvember 2022 07:00
Steinhissa þegar Halla Bondó svarar enn í símann „Þetta voru allt aðrir tímar og helst fyrirmenn sem fengu kreditkort. Og nánast engar konur því á þessum tíma voru það karlarnir sem voru skráðir fasteignaeigendurnir og þar með höfðu eiginkonurnar ekkert á bakvið sig,“ segir Halla Guðrún Jónsdóttir hjá SaltPay þegar hún rifjar upp fyrstu árin eftir að kreditkort voru kynnt til sögunnar á Íslandi. 5. júní 2022 09:01
„Sætur sjarmör og frægur, ég féll alveg fyrir honum“ Garðar Guðmundsson fagnar 80 ára afmælinu sínu í dag. Garðar er af fyrstu kynslóð rokksöngvara. Þótti sækja sinn stíl til Tommy Steele og varð síðar nafnkunnur sem hinn íslenski Cliff Richards. 19. maí 2022 07:01
„Maður er bara uppalinn þannig að í fríum væri maður ekkert að hangsa“ „Síðan var ég með rauðan matarlit sem ég setti í ísinn og bauð þá upp á hvítan ís og bleikan ís sem fólk hélt þá að væri einhver jarðaberjaís,“ segir Jón Magnússon og skellihlær. 8. maí 2022 08:00