Uppáhalds kjúklinga-sellerísalat Tobbu Marínós Elísabet Hanna skrifar 26. október 2022 16:01 Granólabarinn hefur selt yfir 3000 sellerísafa síðan í september. Aðsend „Ég trúi nú ekki svona töfrasögum og ætlaði ekki að verða einhver forsprakki í grænbrúsksértrúasöfnuði,” segir Tobba Marínós í samtali við Vísi. Hún lýsir því hvernig sellerí varð hluti af hennar lífi en í dag byrjar hún alla daga með sellerísafa í hönd. Frétti af því frá kúnna Hún segist fyrst hafa heyrt af töfrum sellerísins frá kúnna á Granólabarnum. Kúnninn er að berjast við erfið veikindi og rakst ítrekað á umfjöllun um safann og sagði hann gera gott mót við það að hreinsa lifrina. Tobba segist hafa farið að skoða málið og heyrt að það geti einnig haft áhrif á ýmislegt annað. Þá nefnir hún kvilla eins og þrota, gigt, nikkelofnæmi, slæma húð og sykurlöngun. „Það má eiginlega segja að ég sé með sellerísafa á heilanum. Ég get eiginlega ekki útskýrt þetta. Sumir upplifa ótrúlegan mun og aðrir ekki en það virðist vera mikill meirihluti sem finnur þessi ofuráhrif. Og já ég er orðin sellerísértrúargugga,” segir Tobba. „Mesti munurinn sem ég finn er að mig langar ekki stöðugt í súkkulaðimola, kaffi eða rauðvínsglas. Það er ekki þessi sífelda löngun. Það má því ætla að hjá mér hjálpi safinn við að halda jafnari blóðsykri og mögulega eru þarna efni sem mig vantar almennt,” segir hún. Keyra með kælibox utan að landi Tobba segir að fólk þurfi ekki að umturna lífi sínu og mataræði heldur séu flestir að drekka 300-500 ml af hreinum sellerísafa a fastandi maga í fimm daga. „Ég veit að þetta hljómar klikk en það er fólk að keyra með kælibox norðan úr landi til að sækja safnana og biðja mig um að skutla í flug út á land. Það hlýtur að segja mikið til um virknina.” Að lokum deilir Tobba uppskrift að uppáhalds Kjúklinga-Sellerísalatinu sínu. Uppáhalds Kjúklinga-Sellerísalat Tobbu Marínós.Aðsend Uppskrift Þetta er kalt salat sem hentar vel sem nesti, í vefjur eða hreinlega ofan á kex. Pólsk vinkona mín gaf mér uppskriftina en þetta er klassískt uppskrift heima hjá henni. Ég hef aðeins breytt uppskriftinni, þar sem ég get ekki farið eftir fyrirmælum. 1 vænt búnt sellerí 200 g kjúklingur (án viðbætts vatns og sykurs) 2 msk Gyroskryddblanda keypt eða heimatilbúin- sjá að neðan 2 msk olía 20 rauð vínber, skotin í helminga 1 dós 18% sýrður rjómi Gyros kryddblanda frá Ljúfmeti.is 2 msk cummin 2 msk paprika 2 msk oregano 1 msk hvítlaukskrydd 1/2 tsk kanil 1/2 tsk salt chillí eftir smekk Skerið kjúklinginn í bita og steikið upp úr kryddinu og olíu. Látið kólna. Skolið og skerið selleríið í bita. Ef laufin eru falleg notið þau líka. Blandið kjúkling, berjum, sellerí og sýrðum rjóma saman. Uppskriftir Salat Matur Tengdar fréttir Matseðill vikunnar að hætti Tobbu Marinós Tobba Marinós er annálaður sælkeri og meistarakokkur. Hún gefur hér fjórar spennandi uppskriftir fyrir vikuna en allt hráefnið má nálgast á Heimkaup.is. 27. apríl 2022 13:10 „Ef hann er ekki til í að deila mat er hann ekki sá rétti“ Hún heitir því stóra og virðulega nafni Þorbjörg Alda Birkis Marínósdóttir, en flestir þekkja hana sem hina glaðlyndu, vösku og hláturmildu Tobbu Marínós. 19. september 2021 08:05 Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Frétti af því frá kúnna Hún segist fyrst hafa heyrt af töfrum sellerísins frá kúnna á Granólabarnum. Kúnninn er að berjast við erfið veikindi og rakst ítrekað á umfjöllun um safann og sagði hann gera gott mót við það að hreinsa lifrina. Tobba segist hafa farið að skoða málið og heyrt að það geti einnig haft áhrif á ýmislegt annað. Þá nefnir hún kvilla eins og þrota, gigt, nikkelofnæmi, slæma húð og sykurlöngun. „Það má eiginlega segja að ég sé með sellerísafa á heilanum. Ég get eiginlega ekki útskýrt þetta. Sumir upplifa ótrúlegan mun og aðrir ekki en það virðist vera mikill meirihluti sem finnur þessi ofuráhrif. Og já ég er orðin sellerísértrúargugga,” segir Tobba. „Mesti munurinn sem ég finn er að mig langar ekki stöðugt í súkkulaðimola, kaffi eða rauðvínsglas. Það er ekki þessi sífelda löngun. Það má því ætla að hjá mér hjálpi safinn við að halda jafnari blóðsykri og mögulega eru þarna efni sem mig vantar almennt,” segir hún. Keyra með kælibox utan að landi Tobba segir að fólk þurfi ekki að umturna lífi sínu og mataræði heldur séu flestir að drekka 300-500 ml af hreinum sellerísafa a fastandi maga í fimm daga. „Ég veit að þetta hljómar klikk en það er fólk að keyra með kælibox norðan úr landi til að sækja safnana og biðja mig um að skutla í flug út á land. Það hlýtur að segja mikið til um virknina.” Að lokum deilir Tobba uppskrift að uppáhalds Kjúklinga-Sellerísalatinu sínu. Uppáhalds Kjúklinga-Sellerísalat Tobbu Marínós.Aðsend Uppskrift Þetta er kalt salat sem hentar vel sem nesti, í vefjur eða hreinlega ofan á kex. Pólsk vinkona mín gaf mér uppskriftina en þetta er klassískt uppskrift heima hjá henni. Ég hef aðeins breytt uppskriftinni, þar sem ég get ekki farið eftir fyrirmælum. 1 vænt búnt sellerí 200 g kjúklingur (án viðbætts vatns og sykurs) 2 msk Gyroskryddblanda keypt eða heimatilbúin- sjá að neðan 2 msk olía 20 rauð vínber, skotin í helminga 1 dós 18% sýrður rjómi Gyros kryddblanda frá Ljúfmeti.is 2 msk cummin 2 msk paprika 2 msk oregano 1 msk hvítlaukskrydd 1/2 tsk kanil 1/2 tsk salt chillí eftir smekk Skerið kjúklinginn í bita og steikið upp úr kryddinu og olíu. Látið kólna. Skolið og skerið selleríið í bita. Ef laufin eru falleg notið þau líka. Blandið kjúkling, berjum, sellerí og sýrðum rjóma saman.
Uppskriftir Salat Matur Tengdar fréttir Matseðill vikunnar að hætti Tobbu Marinós Tobba Marinós er annálaður sælkeri og meistarakokkur. Hún gefur hér fjórar spennandi uppskriftir fyrir vikuna en allt hráefnið má nálgast á Heimkaup.is. 27. apríl 2022 13:10 „Ef hann er ekki til í að deila mat er hann ekki sá rétti“ Hún heitir því stóra og virðulega nafni Þorbjörg Alda Birkis Marínósdóttir, en flestir þekkja hana sem hina glaðlyndu, vösku og hláturmildu Tobbu Marínós. 19. september 2021 08:05 Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Matseðill vikunnar að hætti Tobbu Marinós Tobba Marinós er annálaður sælkeri og meistarakokkur. Hún gefur hér fjórar spennandi uppskriftir fyrir vikuna en allt hráefnið má nálgast á Heimkaup.is. 27. apríl 2022 13:10
„Ef hann er ekki til í að deila mat er hann ekki sá rétti“ Hún heitir því stóra og virðulega nafni Þorbjörg Alda Birkis Marínósdóttir, en flestir þekkja hana sem hina glaðlyndu, vösku og hláturmildu Tobbu Marínós. 19. september 2021 08:05