Johnson floginn heim úr fríinu í tæka tíð fyrir leiðtogakjör Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. október 2022 07:35 Boris Johnson var forsætisráðherra Bretlands frá árinu 2019 þangað til í sumar. AP Photo/Alberto Pezzali Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands flaug heim til Bretlands frá Dóminíska lýðveldinu í gær. Talið er víst að hann muni bjóða sig fram í væntanlegu leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. Kjörið mun skera úr um hver tekur við að Liz Truss sem forsætisráðherra. Hún tók einmitt við af Johnson í sumar þegar hann ákvað að honum væri ekki stætt að sitja áfram forsætisráðherra eftir þriggja ára valdatíð. Johnson, sem enn er þingmaður Íhaldsflokksins, hefur undanfarnar vikur verið í fríi í Karabíska hafinu. Hann er sagður hafa nýtt tímann frá því að Truss tilkynnti um afsögn hennar til að kanna landið hvað varðar mögulegt leiðtogaframboð hans. Og nú er hann á heimleið. Breskir fjölmiðlar hafa birt myndir af Johnson í flugvélinni á leið úr fríinu. Stjórnmálaskýrendur ytra telja næsta víst að Johnson hyggist bjóða sig fram í leiðtogakjörinu. Úrslit þess munu liggja fyrir næsta föstudag. First picture of Boris Johnson as he flies back to the UK https://t.co/FVC6eawtdA— Sky News (@SkyNews) October 21, 2022 Frambjóðendur hafa til klukkan eitt á mánudaginn til að bjóða sig fram. Þeir þurfa að tryggja sér stuðning minnst hundrað þingmanna flokksins til að geta sett nafn sitt í pottinn. 357 þingmenn sitja á þingi fyrir flokkinn sem þýðir að hámark þrír frambjóðendur muni geta boðið sig fram. Penny Mordaunt, leiðtogi neðri deildar breska þingsins, hefur ákveðið að bjóða sig fram. Þá er einnig talið öruggt að Rishi Sunak, fjármálaráðherra í ríkisstjórn Johnson muni bjóða sig fram. bretLjóst er að Johnson muni njóta einhvers stuðnings úr röðum þingmanna Íhaldsflokksins. Þó er óvíst hvort að sá stuðningur nægi til að fleyta honum í leiðtogasætið á ný. Hann yfirgaf það í skugga hneykslismála tengdum veisluhöldum í Covid-19 faraldrinum Bretland Tengdar fréttir Allar líkur á að Boris Johnson snúi aftur til leiks Boris Johnson, sem var forsætisráðherra Bretlands fyrir aðeins 46 dögum, er talinn líklegur til þess að gefa kost á sér í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins sem fer fram í næstu viku. Þetta er mat Baldurs Þórhallsonar, prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. 21. október 2022 21:53 Mordaunt býður sig fram og Wallace „hallast að Johnson“ Penny Mordaunt, þingmaður breska Íhaldsflokksins, hefur tilkynnt að hún bjóði sig fram til að verða næsti leiðtogi Íhaldsmanna. Á sama tíma hefur varnarmálaráðherrann Ben Wallace, þungavigtarmaður í flokknum, tilkynnt að hann ætli ekki fram og „hallist að“ því að styðja Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra, til að taka aftur við keflinu. 21. október 2022 14:50 Sundraður Íhaldsflokkur leitar að fimmta leiðtoganum á sex árum Stjórnarandstaðan í Bretlandi segir Íhaldsflokkinn rúinn öllu trausti og krefst tafarlausra kosninga eftir að fjórði leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra á aðeins sex árum sagði af sér í gær. Ekki er útilokað að Boris Johnson bjóði sig aftur fram til forystu. 21. október 2022 12:10 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Fleiri fréttir „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Sjá meira
Kjörið mun skera úr um hver tekur við að Liz Truss sem forsætisráðherra. Hún tók einmitt við af Johnson í sumar þegar hann ákvað að honum væri ekki stætt að sitja áfram forsætisráðherra eftir þriggja ára valdatíð. Johnson, sem enn er þingmaður Íhaldsflokksins, hefur undanfarnar vikur verið í fríi í Karabíska hafinu. Hann er sagður hafa nýtt tímann frá því að Truss tilkynnti um afsögn hennar til að kanna landið hvað varðar mögulegt leiðtogaframboð hans. Og nú er hann á heimleið. Breskir fjölmiðlar hafa birt myndir af Johnson í flugvélinni á leið úr fríinu. Stjórnmálaskýrendur ytra telja næsta víst að Johnson hyggist bjóða sig fram í leiðtogakjörinu. Úrslit þess munu liggja fyrir næsta föstudag. First picture of Boris Johnson as he flies back to the UK https://t.co/FVC6eawtdA— Sky News (@SkyNews) October 21, 2022 Frambjóðendur hafa til klukkan eitt á mánudaginn til að bjóða sig fram. Þeir þurfa að tryggja sér stuðning minnst hundrað þingmanna flokksins til að geta sett nafn sitt í pottinn. 357 þingmenn sitja á þingi fyrir flokkinn sem þýðir að hámark þrír frambjóðendur muni geta boðið sig fram. Penny Mordaunt, leiðtogi neðri deildar breska þingsins, hefur ákveðið að bjóða sig fram. Þá er einnig talið öruggt að Rishi Sunak, fjármálaráðherra í ríkisstjórn Johnson muni bjóða sig fram. bretLjóst er að Johnson muni njóta einhvers stuðnings úr röðum þingmanna Íhaldsflokksins. Þó er óvíst hvort að sá stuðningur nægi til að fleyta honum í leiðtogasætið á ný. Hann yfirgaf það í skugga hneykslismála tengdum veisluhöldum í Covid-19 faraldrinum
Bretland Tengdar fréttir Allar líkur á að Boris Johnson snúi aftur til leiks Boris Johnson, sem var forsætisráðherra Bretlands fyrir aðeins 46 dögum, er talinn líklegur til þess að gefa kost á sér í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins sem fer fram í næstu viku. Þetta er mat Baldurs Þórhallsonar, prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. 21. október 2022 21:53 Mordaunt býður sig fram og Wallace „hallast að Johnson“ Penny Mordaunt, þingmaður breska Íhaldsflokksins, hefur tilkynnt að hún bjóði sig fram til að verða næsti leiðtogi Íhaldsmanna. Á sama tíma hefur varnarmálaráðherrann Ben Wallace, þungavigtarmaður í flokknum, tilkynnt að hann ætli ekki fram og „hallist að“ því að styðja Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra, til að taka aftur við keflinu. 21. október 2022 14:50 Sundraður Íhaldsflokkur leitar að fimmta leiðtoganum á sex árum Stjórnarandstaðan í Bretlandi segir Íhaldsflokkinn rúinn öllu trausti og krefst tafarlausra kosninga eftir að fjórði leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra á aðeins sex árum sagði af sér í gær. Ekki er útilokað að Boris Johnson bjóði sig aftur fram til forystu. 21. október 2022 12:10 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Fleiri fréttir „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Sjá meira
Allar líkur á að Boris Johnson snúi aftur til leiks Boris Johnson, sem var forsætisráðherra Bretlands fyrir aðeins 46 dögum, er talinn líklegur til þess að gefa kost á sér í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins sem fer fram í næstu viku. Þetta er mat Baldurs Þórhallsonar, prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. 21. október 2022 21:53
Mordaunt býður sig fram og Wallace „hallast að Johnson“ Penny Mordaunt, þingmaður breska Íhaldsflokksins, hefur tilkynnt að hún bjóði sig fram til að verða næsti leiðtogi Íhaldsmanna. Á sama tíma hefur varnarmálaráðherrann Ben Wallace, þungavigtarmaður í flokknum, tilkynnt að hann ætli ekki fram og „hallist að“ því að styðja Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra, til að taka aftur við keflinu. 21. október 2022 14:50
Sundraður Íhaldsflokkur leitar að fimmta leiðtoganum á sex árum Stjórnarandstaðan í Bretlandi segir Íhaldsflokkinn rúinn öllu trausti og krefst tafarlausra kosninga eftir að fjórði leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra á aðeins sex árum sagði af sér í gær. Ekki er útilokað að Boris Johnson bjóði sig aftur fram til forystu. 21. október 2022 12:10