Man. United liðið miklu betra án Ronaldo Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2022 15:00 Cristiano Ronaldo hefur spilað mikið með Manchester United í Evrópudeildinni en fengið lítið að spila í ensku úrvalsdeildinni. Getty/MB Media Cristiano Ronaldo var hent út úr leikmannahópi Manchester United í gær eftir barnalega hegðun sína á sigurleiknum á móti Tottenham í vikunni. Ronaldo yfirgaf leikvanginn áður en leikurinn var búinn og það þrátt fyrir að Manchester United væri að vinna flottan sigur. Hann gat ekki samglaðst liðsfélögum sínum heldur fór í fýlu af því að hann fékk ekki að spila stórt hlutverk. Erik ten Hag sagðist eftir leikinn ætla að taka á þessu máli sem og hann gerði daginn eftir. Í dag var það staðfest að Ronaldo hafi neitað að koma inn á. Ten Hag hefur verið óhræddur við að geyma súperstjörnu liðsins á varamannabekknum og hann var líka tilbúinn að kasta Ronaldo út úr hópnum fyrir leikinn á móti Chelsea um helgina. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) En mun United eitthvað sakna portúgölsku stórstjörnunnar? Ronaldo var ekki lengur fastamaður í liðinu og þetta var annar risaleikurinn á stuttum tíma þar sem hann þurfti að sætta sig að vera ónotaður varamaður. Tölfræðingar ESPN reiknuðu það líka út að United liðið er miklu betra án Ronaldo í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Liðið hefur aðeins fengið 0,5 stig að meðaltali í þeim deildarleikjum sem Cristiano Ronaldo hefur byrjað en er með 2,25 stig að meðaltali í leik þegar Ronaldo er ekki í byrjunarliðinu. Á þessu er mikill munur og kannski skiljanlegt að Ten Hag þurfi ekki á einum besta knattspyrnumanni sögunnar að halda. Ronaldo hjálpaði reyndar til við að bæta seinni töluna þegar hann kom inn á sem varamaður á móti Everton og skoraði þá sigurmarkið. Ronaldo hefur einnig spilað 351 af 360 mögulegum mínútum í Evrópudeildinni og þar hefur United liðið unnið þrjá af fjórum leikjum sínum. Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Sjá meira
Ronaldo yfirgaf leikvanginn áður en leikurinn var búinn og það þrátt fyrir að Manchester United væri að vinna flottan sigur. Hann gat ekki samglaðst liðsfélögum sínum heldur fór í fýlu af því að hann fékk ekki að spila stórt hlutverk. Erik ten Hag sagðist eftir leikinn ætla að taka á þessu máli sem og hann gerði daginn eftir. Í dag var það staðfest að Ronaldo hafi neitað að koma inn á. Ten Hag hefur verið óhræddur við að geyma súperstjörnu liðsins á varamannabekknum og hann var líka tilbúinn að kasta Ronaldo út úr hópnum fyrir leikinn á móti Chelsea um helgina. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) En mun United eitthvað sakna portúgölsku stórstjörnunnar? Ronaldo var ekki lengur fastamaður í liðinu og þetta var annar risaleikurinn á stuttum tíma þar sem hann þurfti að sætta sig að vera ónotaður varamaður. Tölfræðingar ESPN reiknuðu það líka út að United liðið er miklu betra án Ronaldo í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Liðið hefur aðeins fengið 0,5 stig að meðaltali í þeim deildarleikjum sem Cristiano Ronaldo hefur byrjað en er með 2,25 stig að meðaltali í leik þegar Ronaldo er ekki í byrjunarliðinu. Á þessu er mikill munur og kannski skiljanlegt að Ten Hag þurfi ekki á einum besta knattspyrnumanni sögunnar að halda. Ronaldo hjálpaði reyndar til við að bæta seinni töluna þegar hann kom inn á sem varamaður á móti Everton og skoraði þá sigurmarkið. Ronaldo hefur einnig spilað 351 af 360 mögulegum mínútum í Evrópudeildinni og þar hefur United liðið unnið þrjá af fjórum leikjum sínum.
Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Sjá meira