Íhaldsflokkurinn tekur viku í að finna nýjan leiðtoga Heimir Már Pétursson skrifar 20. október 2022 19:20 Bresk stjórnmál geta verið grimm. Dagar Liz Truss í Downingstræti 10 eru taldir. Hún þarf væntanlega að yfirgefa bústað forsætisráðherra á föstudag í næstu viku. AP/Alberto Pezzal Valdabarátta er hafin innan breska Íhaldsflokksins eftir að leiðtogi flokksins sagði af sér í morgun eftir aðeins fjörutíu og fimm daga í embætti forsætisráðherra. Flokkurinn ætlar að finna nýjan leiðtoga innan viku en leiðtogi Verkamannaflokksins krefst tafarlausra kosninga. Flest hefur gengið á afturfótunum hjá breska Íhaldsflokknum undanfarin misseri. Eftir að Boris Johnson neyddist til að segja af sér í byrjun júlí vegna ítrekaðra lyga að þingi og þjóð tók viðlangdregið val á nýjum leiðtoga. Liz Truss var að lokum kjörin hinn 5. september með loforð um miklar skattalækkanir og stuðning viðheimilin vegna hækkandi orkuverðs upp á vasann. Þessi loforð reyndust henni fjötur um fót. Markaðir fóru á annan endann þegar aðgerðir voru kynntar, pundiðféll og lífeyrissjóðir voru við þaðað fara á hausinn þegar Englandsbanki greip í taumana. Truss neyddist til aðdraga meirihluta aðgerðanna til baka og áföstudag rak hún fjármálaráðherrann, einn helsta stuðningsmann sinn. Ein og yfirgefin eftir aðeins rúman mánuði í valdamesta embætti Bretlands. Að minnsta kosti fimmtíu þingmenn Íhaldsflokksins kröfðust afsagnar Liz Truss.AP/Stefan Rousseau „Ég viðurkenni að við þessar aðstæður get ég ekki framkvæmt þá stefnu sem ég var kjörinn til að fylgja af hálfu Íhaldsflokksins. Ég hef því rætt við hans hátign konunginn og tjáð honum að ég segi af mér sem leiðtogi Íhaldsflokksins," sagði Truss fyrir utan Downingstræti 10 í hádeginu. Liz Truzz er fjórði leiðtogi Íhaldsflokksins sem segir af sér frá árinu 2010. David Cameron sagði af sér 2016 eftir að hafa beðið lægri hlut í Brexit þjóðaratkvæðagreiðslunni. Theresa May náði engri fótfestu íflokknum og sagði af sér eftir umdeildar samkomulags umleitanir við Evrópusambandið um samband Bretlands við sambandið eftir Brexit og Boris Johnson laug sig eins og áður sagði úr embætti í júlí. Aðeins fjörutíu og fimm dagar eru liðnir frá þvíLiz Truss var kjörin leiðtogi flokksins og forsætisráðherra. Keir Starmer leiðtogi Verkamannaflokksins kallar eftir tafarlausum kosningum. Breski Verkamannaflokkurinn nýtur mun meira fylgis en Íhaldsflokkurinn samkvæmt könnunum í Bretlandi enda krefst Keir Starmer leiðtogi flokksins tafarlausra kosninga.AP/Jessica Taylor „Hvílíkt klúður. Þetta er ekki aðeins sápuópera í efsta lagi Íhaldsflokksins heldur veldur þetta efnahagslegum skaða og rýrir orðspor okkar. Við erum tilbúin að mynda ríkisstjórn til að ná jafnvægi í efnahagsmálum og hrinda í framkvæmd raunhæfri stefnu um aukinn hagvöxt, um aukin lífsgæði og um að mæta auknum framfærslukostnaði. Við höfum tvo valkosti: Trausta stjórn Verkamannaflokksins eða öngþveiti Íhaldsflokksins," sagði Graham Brady formaður 1922 nefdarinnar sem ræður skipulagi leiðtogakjörs Íhaldsflokksins telur gerlegt að finna nýjan leiðtoga í sundraðri hjörð þingmanna flokksins á aðeins einni viku. Síðast tók það sex vikur.AP/David Cliff Ekki er víst að leiðtoga Verkamannaflokksins verði að ósk sinni um kosningar. Því margklofnir íhaldsmenn ætla að taka aðeins viku til að finna nýjan leiðtoga og valdabaráttan er hafin. Graham Brady formaður 1922 nefndarinnar svo kölluðu, eða leiðtogakjörsnefndarinnar segir aðbæði þingflokkur og almennir flokksmenn komi að leiðtogakjörinu. „Ég held að við séum einlæglega meðvituð um að það þjónar hagsmunum þjóðarinnar að klára þetta skýrt og hratt," sagði Brady. Bretland Brexit Tengdar fréttir Truss segir af sér í skugga glundroða innan Íhaldsflokksins Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, sagði af sér nú fyrir stundu. Glundroði ríkir innan flokksins eftir brotthvarf tveggja ráðherra úr ríkisstjórn Truss á skömmum tíma og frásagnir af líkamlegum átökum í þinginu. 20. október 2022 12:08 Ríkisstjórn Truss riðar til falls Algjör glundroði ríkir á stjórnarheimilinu í Bretlandi og er ríkisstjórn Liz Truss sögð hanga á bláþræði. Innanríkisráðherrann Suella Braverman sagði af sér í gær og var harðlega gagnrýnin á forsætisráðherrann í afsagnarbréfi sínu. 20. október 2022 07:26 Innanríkisráðherra Bretlands segir af sér og skýtur á Truss Suella Braverman, innanríkisráðherra Bretlands, mun láta af embætti eftir að hafa sent tölvupóst frá persónulegu netfangi sínu. Braverman hafði áður gagnrýnt u-beygju Truss og ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum harðlega en ríkisstjórnin er sögð hanga á bláðþræði. Talið er að fyrrverandi samgönguráðherra muni taka við af Braverman. 19. október 2022 16:28 Baðst afsökunar á mistökum en sagðist ekki á leiðinni út Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, reynir nú eftir fremsta megni að sannfæra meðlimi Íhaldsflokkinn og aðra um hæfni ríkisstjórnar hennar eftir umdeildar ákvarðanir síðustu vikur. Ný stefna í efnahagsmálum gæti gefið Truss meiri tíma en ýmsir hafa kallað eftir afsögn hennar. 18. október 2022 13:53 Truss rekur fjármálaráðherrann úr embætti Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, hefur rekið fjármálaráðherra sinn, Kwasi Kwarteng, úr embætti. 14. október 2022 11:32 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Flest hefur gengið á afturfótunum hjá breska Íhaldsflokknum undanfarin misseri. Eftir að Boris Johnson neyddist til að segja af sér í byrjun júlí vegna ítrekaðra lyga að þingi og þjóð tók viðlangdregið val á nýjum leiðtoga. Liz Truss var að lokum kjörin hinn 5. september með loforð um miklar skattalækkanir og stuðning viðheimilin vegna hækkandi orkuverðs upp á vasann. Þessi loforð reyndust henni fjötur um fót. Markaðir fóru á annan endann þegar aðgerðir voru kynntar, pundiðféll og lífeyrissjóðir voru við þaðað fara á hausinn þegar Englandsbanki greip í taumana. Truss neyddist til aðdraga meirihluta aðgerðanna til baka og áföstudag rak hún fjármálaráðherrann, einn helsta stuðningsmann sinn. Ein og yfirgefin eftir aðeins rúman mánuði í valdamesta embætti Bretlands. Að minnsta kosti fimmtíu þingmenn Íhaldsflokksins kröfðust afsagnar Liz Truss.AP/Stefan Rousseau „Ég viðurkenni að við þessar aðstæður get ég ekki framkvæmt þá stefnu sem ég var kjörinn til að fylgja af hálfu Íhaldsflokksins. Ég hef því rætt við hans hátign konunginn og tjáð honum að ég segi af mér sem leiðtogi Íhaldsflokksins," sagði Truss fyrir utan Downingstræti 10 í hádeginu. Liz Truzz er fjórði leiðtogi Íhaldsflokksins sem segir af sér frá árinu 2010. David Cameron sagði af sér 2016 eftir að hafa beðið lægri hlut í Brexit þjóðaratkvæðagreiðslunni. Theresa May náði engri fótfestu íflokknum og sagði af sér eftir umdeildar samkomulags umleitanir við Evrópusambandið um samband Bretlands við sambandið eftir Brexit og Boris Johnson laug sig eins og áður sagði úr embætti í júlí. Aðeins fjörutíu og fimm dagar eru liðnir frá þvíLiz Truss var kjörin leiðtogi flokksins og forsætisráðherra. Keir Starmer leiðtogi Verkamannaflokksins kallar eftir tafarlausum kosningum. Breski Verkamannaflokkurinn nýtur mun meira fylgis en Íhaldsflokkurinn samkvæmt könnunum í Bretlandi enda krefst Keir Starmer leiðtogi flokksins tafarlausra kosninga.AP/Jessica Taylor „Hvílíkt klúður. Þetta er ekki aðeins sápuópera í efsta lagi Íhaldsflokksins heldur veldur þetta efnahagslegum skaða og rýrir orðspor okkar. Við erum tilbúin að mynda ríkisstjórn til að ná jafnvægi í efnahagsmálum og hrinda í framkvæmd raunhæfri stefnu um aukinn hagvöxt, um aukin lífsgæði og um að mæta auknum framfærslukostnaði. Við höfum tvo valkosti: Trausta stjórn Verkamannaflokksins eða öngþveiti Íhaldsflokksins," sagði Graham Brady formaður 1922 nefdarinnar sem ræður skipulagi leiðtogakjörs Íhaldsflokksins telur gerlegt að finna nýjan leiðtoga í sundraðri hjörð þingmanna flokksins á aðeins einni viku. Síðast tók það sex vikur.AP/David Cliff Ekki er víst að leiðtoga Verkamannaflokksins verði að ósk sinni um kosningar. Því margklofnir íhaldsmenn ætla að taka aðeins viku til að finna nýjan leiðtoga og valdabaráttan er hafin. Graham Brady formaður 1922 nefndarinnar svo kölluðu, eða leiðtogakjörsnefndarinnar segir aðbæði þingflokkur og almennir flokksmenn komi að leiðtogakjörinu. „Ég held að við séum einlæglega meðvituð um að það þjónar hagsmunum þjóðarinnar að klára þetta skýrt og hratt," sagði Brady.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Truss segir af sér í skugga glundroða innan Íhaldsflokksins Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, sagði af sér nú fyrir stundu. Glundroði ríkir innan flokksins eftir brotthvarf tveggja ráðherra úr ríkisstjórn Truss á skömmum tíma og frásagnir af líkamlegum átökum í þinginu. 20. október 2022 12:08 Ríkisstjórn Truss riðar til falls Algjör glundroði ríkir á stjórnarheimilinu í Bretlandi og er ríkisstjórn Liz Truss sögð hanga á bláþræði. Innanríkisráðherrann Suella Braverman sagði af sér í gær og var harðlega gagnrýnin á forsætisráðherrann í afsagnarbréfi sínu. 20. október 2022 07:26 Innanríkisráðherra Bretlands segir af sér og skýtur á Truss Suella Braverman, innanríkisráðherra Bretlands, mun láta af embætti eftir að hafa sent tölvupóst frá persónulegu netfangi sínu. Braverman hafði áður gagnrýnt u-beygju Truss og ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum harðlega en ríkisstjórnin er sögð hanga á bláðþræði. Talið er að fyrrverandi samgönguráðherra muni taka við af Braverman. 19. október 2022 16:28 Baðst afsökunar á mistökum en sagðist ekki á leiðinni út Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, reynir nú eftir fremsta megni að sannfæra meðlimi Íhaldsflokkinn og aðra um hæfni ríkisstjórnar hennar eftir umdeildar ákvarðanir síðustu vikur. Ný stefna í efnahagsmálum gæti gefið Truss meiri tíma en ýmsir hafa kallað eftir afsögn hennar. 18. október 2022 13:53 Truss rekur fjármálaráðherrann úr embætti Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, hefur rekið fjármálaráðherra sinn, Kwasi Kwarteng, úr embætti. 14. október 2022 11:32 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Truss segir af sér í skugga glundroða innan Íhaldsflokksins Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, sagði af sér nú fyrir stundu. Glundroði ríkir innan flokksins eftir brotthvarf tveggja ráðherra úr ríkisstjórn Truss á skömmum tíma og frásagnir af líkamlegum átökum í þinginu. 20. október 2022 12:08
Ríkisstjórn Truss riðar til falls Algjör glundroði ríkir á stjórnarheimilinu í Bretlandi og er ríkisstjórn Liz Truss sögð hanga á bláþræði. Innanríkisráðherrann Suella Braverman sagði af sér í gær og var harðlega gagnrýnin á forsætisráðherrann í afsagnarbréfi sínu. 20. október 2022 07:26
Innanríkisráðherra Bretlands segir af sér og skýtur á Truss Suella Braverman, innanríkisráðherra Bretlands, mun láta af embætti eftir að hafa sent tölvupóst frá persónulegu netfangi sínu. Braverman hafði áður gagnrýnt u-beygju Truss og ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum harðlega en ríkisstjórnin er sögð hanga á bláðþræði. Talið er að fyrrverandi samgönguráðherra muni taka við af Braverman. 19. október 2022 16:28
Baðst afsökunar á mistökum en sagðist ekki á leiðinni út Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, reynir nú eftir fremsta megni að sannfæra meðlimi Íhaldsflokkinn og aðra um hæfni ríkisstjórnar hennar eftir umdeildar ákvarðanir síðustu vikur. Ný stefna í efnahagsmálum gæti gefið Truss meiri tíma en ýmsir hafa kallað eftir afsögn hennar. 18. október 2022 13:53
Truss rekur fjármálaráðherrann úr embætti Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, hefur rekið fjármálaráðherra sinn, Kwasi Kwarteng, úr embætti. 14. október 2022 11:32