Klopp: Ég myndi hata sjálfan mig ef þetta væri satt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2022 08:01 Jürgen Klopp var yfirspenntur í leik Liverpool og Manchester City á Anfield um helgina. Getty/Laurence Griffiths/ Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur verið sakaður um útlendingahatur eftir ummæli sín um Manchester City um helgina og það af forráðamönnum City. Liverpool vann leikinn 1-0 en Klopp fékk að líta rauða spjaldið í leiknum og er væntanlega á leiðinni í bann. Það er ekkert til að minnka spennuna á milli félaganna og erkifjendanna að nú ásaka forráðamenn Manchester City stjóra Liverpool um útlendingahatur en það tjáðu þeir ESPN og fleiri fjölmiðlum. 'I would HATE myself for being like this': Liverpool boss Jurgen Klopp insists he is NO xenophobe after Manchester City's claim and says his comments about their investment last week were misunderstood https://t.co/P5zSw5kYFH— MailOnline Sport (@MailSport) October 19, 2022 Þetta er í tengslum við ummæli Klopp um að enginn geti keppt við Manchester City vegna yfirburðar peningastöðu félagsins. Eigendur City eru olíugarkar frá Abú Dabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. ESPN vildi fá þá tala um ásakanirnar undir nafni en þeir voru ekki reiðubúnir í það. Klopp var aftur á móti spurður út í þetta á blaðamannafundi fyrir leik liðsins á móti West Ham í kvöld. „Í þessu sérstaka máli þá tek ég þetta alls ekkert til mín. Ég þekki sjálfan mig og þú getur ekki náð höggi á mig með því að saka mig um eitthvað sem er langt frá mínum persónuleika,“ sagði Jürgen Klopp. „Ef ég væri svona, man reyndar ekki hvað orðið er [xenophobic, útlendingahatur], þá myndi ég hata sjálfan mig fyrir að vera þannig,“ sagði Klopp. Klopp hafnaði því um leið að ummæli hans um fjárhagsyfirburði Manchester City séu byggð á útlendingahatri. Jurgen Klopp on being accused of Xenophobia: "I know myself, and you cannot hit me with something that is miles away from my personality. If I was like this, I would hate myself for being like this." pic.twitter.com/39ikQTbubT— DaveOCKOP (@DaveOCKOP) October 18, 2022 „Oft segi ég hluti sem er hægt að misskilja. Ég veit af því en það er ekki viljandi. Stundum lætur þú hluti út úr þér en áttar þig seinna á því að það væri auðvelt að misskilja það. Þetta tilfelli er samt ekki eitt af þeim skiptum,“ sagði Klopp. „Augljóslega sjá ekki allir fjölmiðlamenn þetta sömu augum. Sumir ritstjórar sjá þetta öðruvísi. Þetta er frjáls heimur og við getum haft mismunandi skoðanir. Þannig er það bara og ekkert meira um það að segja,“ sagði Klopp. Enski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Sjá meira
Liverpool vann leikinn 1-0 en Klopp fékk að líta rauða spjaldið í leiknum og er væntanlega á leiðinni í bann. Það er ekkert til að minnka spennuna á milli félaganna og erkifjendanna að nú ásaka forráðamenn Manchester City stjóra Liverpool um útlendingahatur en það tjáðu þeir ESPN og fleiri fjölmiðlum. 'I would HATE myself for being like this': Liverpool boss Jurgen Klopp insists he is NO xenophobe after Manchester City's claim and says his comments about their investment last week were misunderstood https://t.co/P5zSw5kYFH— MailOnline Sport (@MailSport) October 19, 2022 Þetta er í tengslum við ummæli Klopp um að enginn geti keppt við Manchester City vegna yfirburðar peningastöðu félagsins. Eigendur City eru olíugarkar frá Abú Dabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. ESPN vildi fá þá tala um ásakanirnar undir nafni en þeir voru ekki reiðubúnir í það. Klopp var aftur á móti spurður út í þetta á blaðamannafundi fyrir leik liðsins á móti West Ham í kvöld. „Í þessu sérstaka máli þá tek ég þetta alls ekkert til mín. Ég þekki sjálfan mig og þú getur ekki náð höggi á mig með því að saka mig um eitthvað sem er langt frá mínum persónuleika,“ sagði Jürgen Klopp. „Ef ég væri svona, man reyndar ekki hvað orðið er [xenophobic, útlendingahatur], þá myndi ég hata sjálfan mig fyrir að vera þannig,“ sagði Klopp. Klopp hafnaði því um leið að ummæli hans um fjárhagsyfirburði Manchester City séu byggð á útlendingahatri. Jurgen Klopp on being accused of Xenophobia: "I know myself, and you cannot hit me with something that is miles away from my personality. If I was like this, I would hate myself for being like this." pic.twitter.com/39ikQTbubT— DaveOCKOP (@DaveOCKOP) October 18, 2022 „Oft segi ég hluti sem er hægt að misskilja. Ég veit af því en það er ekki viljandi. Stundum lætur þú hluti út úr þér en áttar þig seinna á því að það væri auðvelt að misskilja það. Þetta tilfelli er samt ekki eitt af þeim skiptum,“ sagði Klopp. „Augljóslega sjá ekki allir fjölmiðlamenn þetta sömu augum. Sumir ritstjórar sjá þetta öðruvísi. Þetta er frjáls heimur og við getum haft mismunandi skoðanir. Þannig er það bara og ekkert meira um það að segja,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Sjá meira