Klopp fær stuðning frá öðrum stjórum Sindri Sverrisson skrifar 18. október 2022 17:00 Jürgen Klopp missti stjórn á skapi sínu þegar dómurum leiksins yfirsást frekar augljóst brot á Mohamed Salah, í sigri Liverpool á Manchester City á sunnudag. Getty/Laurence Griffiths Mikið hefur verið rætt og ritað um reiðikast Jürgens Klopp og bræði fleiri knattspyrnustjóra í ensku úrvalsdeildinni um helgina, gagnvart dómurum. Kollegar Klopps segja hegðun hans skiljanlega. Klopp og Pep Guadiola létu báðir reiði sína bitna á dómurunum í spennuþrungnum leik Liverpool og Manchester City á sunnudag. Svo fór að Klopp fékk rauða spjaldið og gat því ekki komið inn á völlinn til að fagna 1-0 sigrinum í leikslok. Klopp hafði þá verið að mótmæla því að ekki skyldi dæmt á frekar augljóst brot á Mohamed Salah en Guardiola varð einnig reiður þegar mark Phils Foden var dæmt af eftir skoðun í VAR-sjánni. Samtökin Ref Support UK styðja við dómara í Bretlandi og Martin Cassidy, framkvæmdastjóri þeirra, sagði eftir leikinn: „Þegar maður sér heimsfræga menn eins og Jürgen Klopp og Pep Guardiola haga sér svona þá mun fólk herma eftir þessu í yngri flokkum, og túlka það sem svo að þessi hegðun sé í lagi.“ Vonast til þess að Klopp verði á hliðarlínunni Klopp baðst afsökunar á framferði sínu eftir leik og sagðist sennilega hafa átt skilið að fá sína refsingu. Aðrir stjórar hafa hins vegar sýnt hegðun hans skilning, þar á meðal David Moyes sem er á leið með lið sitt West Ham á Anfield á morgun. „Á 90 mínútum verður þetta rosalega tilfinningaríkur leikur. Stundum breytist skapgerð þín frá þinni sönnu skapgerð. Ef maður skoðar atvikið [þegar brotið var á Salah] þá hafði hann líklega rétt fyrir sér,“ sagði Moyes. David Moyes vill að Jürgen Klopp taki fullan þátt á morgun þegar Liverpool og West Ham mætast.Getty/Andrew Powell „Ég vona að Jürgen verði á hliðarlínunni [þrátt fyrir rauða spjaldið]. Við viljum mæta þeim bestu. Við berum mikla virðingu fyrir dómurunum en ég vona að þeir skilji líka að á 90 mínútum getur það komið fyrir að við missum okkur,“ sagði Moyes. Vilja standa undir ábyrgðinni en alltaf hætta á að missa sig Frank Lampard, stjóri Everton, tók í sama streng og sagði að í 99,9% tilfella höguðu knattspyrnustjórar sér vel en að það væri erfitt að halda aftur af sér þegar lykilákvarðanir féllu gegn manni. „Við þurfum að sýna ábyrgð, ég skil það. En knattspyrnustjórar eru í dag undir smásjá og pressan sem fylgir starfinu er rosaleg. Undir þessari pressu og þegar ákvarðanir falla á móti manni þá getur maður misst sig,“ sagði Lampard. Eddie Howard, stjóri Newcastle, sagðist vel meðvitaður um hvers væri ætlast til af knattspyrnustjórum. „Ég get ekki sagt að ég muni aldrei missa stjórn á tilfinningum mínum því maður veit aldrei hvað gerist í framtíðinni, en ég reyni alla vega mitt besta,“ sagði Howard. „Ég geri mér fullkomlega grein fyrir því að milljónir barna horfa á leikina og að það er búist við því af manni að sjá til þess að leikurinn fari vel fram og í réttum anda,“ sagði Howard. Yrði „blóðbað“ í nokkrar vikur Gary Lineker, fyrrverandi landsliðsframherji Englands og sérfræðingur BBC, vill að dómarar refsi meira fyrir mótmæli og að gula spjaldinu verði lyft þegar leikmenn hópist að dómaranum. „Þetta verður blóðbað í nokkrar vikur en þeir [leikmennirnir] mun læra á þetta. Alveg eins og þeir lærðu að það mætti ekki sparka í andstæðinginn. Þetta myndi virka, ég er sannfærður um það,“ sagði Lineker. Enski boltinn Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira
Klopp og Pep Guadiola létu báðir reiði sína bitna á dómurunum í spennuþrungnum leik Liverpool og Manchester City á sunnudag. Svo fór að Klopp fékk rauða spjaldið og gat því ekki komið inn á völlinn til að fagna 1-0 sigrinum í leikslok. Klopp hafði þá verið að mótmæla því að ekki skyldi dæmt á frekar augljóst brot á Mohamed Salah en Guardiola varð einnig reiður þegar mark Phils Foden var dæmt af eftir skoðun í VAR-sjánni. Samtökin Ref Support UK styðja við dómara í Bretlandi og Martin Cassidy, framkvæmdastjóri þeirra, sagði eftir leikinn: „Þegar maður sér heimsfræga menn eins og Jürgen Klopp og Pep Guardiola haga sér svona þá mun fólk herma eftir þessu í yngri flokkum, og túlka það sem svo að þessi hegðun sé í lagi.“ Vonast til þess að Klopp verði á hliðarlínunni Klopp baðst afsökunar á framferði sínu eftir leik og sagðist sennilega hafa átt skilið að fá sína refsingu. Aðrir stjórar hafa hins vegar sýnt hegðun hans skilning, þar á meðal David Moyes sem er á leið með lið sitt West Ham á Anfield á morgun. „Á 90 mínútum verður þetta rosalega tilfinningaríkur leikur. Stundum breytist skapgerð þín frá þinni sönnu skapgerð. Ef maður skoðar atvikið [þegar brotið var á Salah] þá hafði hann líklega rétt fyrir sér,“ sagði Moyes. David Moyes vill að Jürgen Klopp taki fullan þátt á morgun þegar Liverpool og West Ham mætast.Getty/Andrew Powell „Ég vona að Jürgen verði á hliðarlínunni [þrátt fyrir rauða spjaldið]. Við viljum mæta þeim bestu. Við berum mikla virðingu fyrir dómurunum en ég vona að þeir skilji líka að á 90 mínútum getur það komið fyrir að við missum okkur,“ sagði Moyes. Vilja standa undir ábyrgðinni en alltaf hætta á að missa sig Frank Lampard, stjóri Everton, tók í sama streng og sagði að í 99,9% tilfella höguðu knattspyrnustjórar sér vel en að það væri erfitt að halda aftur af sér þegar lykilákvarðanir féllu gegn manni. „Við þurfum að sýna ábyrgð, ég skil það. En knattspyrnustjórar eru í dag undir smásjá og pressan sem fylgir starfinu er rosaleg. Undir þessari pressu og þegar ákvarðanir falla á móti manni þá getur maður misst sig,“ sagði Lampard. Eddie Howard, stjóri Newcastle, sagðist vel meðvitaður um hvers væri ætlast til af knattspyrnustjórum. „Ég get ekki sagt að ég muni aldrei missa stjórn á tilfinningum mínum því maður veit aldrei hvað gerist í framtíðinni, en ég reyni alla vega mitt besta,“ sagði Howard. „Ég geri mér fullkomlega grein fyrir því að milljónir barna horfa á leikina og að það er búist við því af manni að sjá til þess að leikurinn fari vel fram og í réttum anda,“ sagði Howard. Yrði „blóðbað“ í nokkrar vikur Gary Lineker, fyrrverandi landsliðsframherji Englands og sérfræðingur BBC, vill að dómarar refsi meira fyrir mótmæli og að gula spjaldinu verði lyft þegar leikmenn hópist að dómaranum. „Þetta verður blóðbað í nokkrar vikur en þeir [leikmennirnir] mun læra á þetta. Alveg eins og þeir lærðu að það mætti ekki sparka í andstæðinginn. Þetta myndi virka, ég er sannfærður um það,“ sagði Lineker.
Enski boltinn Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira